Ráðunautafundur


Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 64

Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 64
62 blómskipunar (Briske og Ritchards 1995). í mikið beittu landi fjölgar því tegundum frekar með kynlausri æxlun, renglum og hliðarsprotum, en mun síður með fræjum. Þar sem rask hefur átt sér stað og opnur eru í landi geta þær opnur lokast með því að einstaklingar sem eru fyrir vaxi inn á hið opna svæði eða að fræ setjist þar og spíri. í raskinu er engin samkeppni til að byija með og því ákjósanlegt set fyrir fræ að spíra. Til að svo megi verða verða að falla til fræ á svæðinu og eins og áður segir því meira sem landið er bitið því minna um fræmyndun. Frostlyftingar skapa vandamál fyrir plöntur sem eru að skjóta rótum í opnum í sverðinum, því stærri sem opnan er því erfiðara er að lifa af. Eitt af þeim einkennum sem virðast vera mjög áberandi á þó nokkrum stöðum á landinu á allra síðustu árum eru fjöldinn allur af kímplöntum í rofum og opnum í landinu. Þessi rof sem áður vom dökk yfir að líta eru nú orðin grá/ljós og við nánari skoðun er mikið af smáum plöntum búnar að skjóta þar rótum. Það sem hlýtur að hafa komið til er aukið fræregn, sem hefur einnig skilað góðri spírun undanfarin ár. Það sem veldur nokkurri umhugsun er hversu áberandi þessi þróun er núna, en hún virtist ekki vera áberandi fyrir um 10-15 árum síðan. í vistfræðinni eru hugmyndin um þröskulda mikið notuð (Begon o.fl. 1990). Þar er hugsunin sú að ákveðið lámark þurfi til að hreyfa við kerfum. Þannig þurfi ákveðið lágmark til að ýta kerfi ffarn á við - við ffamvindu, en einnig þurfí ákveðnu lágmarki að vera náð til þess að kerfið hrökkvi niður á lægra stig ffamvindu, við affurþróun eða hnignun. Töluverður tími getur því liðið án þess að nokkuð sýnilegt gerist meðan kerfið er að ná næsta þröskuldi. Þetta er ákveðinn Lag-tími eða biðtimi. Ef beitin er aðalorsakavaldur þess að minni ffæ- myndun hafi átt sér stað í íslenskum beitilöndum þá ætti fræmyndunin að hafa tekið við sér eftir að beitin snarminnkaði eða hætti alveg. Skýringuna á því að þessi aukna fræmyndun hafi ekki orðið sýnileg fyrr en á allra síðustu árum gæti því verið sú að kerfin hafi þurff að ná einhveiju lámarki, og þá líklega næringarlega séð, til að ffæmyndun gæti átt sér stað. Það hafi tekið tíma að safna nægjanlegum næringarefnum í jarðveginn (uppsöfiiun lífrænna leifa og niðurbrot á þeim) til að standa undir ffæmyndun. Rannsóknir í Alaska á túndrugróðri sýndu mikil viðbrögð við áburðagjöf (Shaver og Chapin 1995) og rannsóknir á ffæmyndun nokkurra plöntutegunda í Þjórsárverum sýna að áburðargjöf eykur til muna fræmyndim (Þóra Ellen Þórhallsdóttir, óbirt gögn). En annað getur einnig hafa komið til. Á seinustu 7 árum, eða ffá 1996, hefur hitastig á ís- landi verið mun hærra en áratuginn þar á undan og munar þar töluverðu. Meðaltal áranna 1996-2002 í Stykkishólmi er 4,1°C (ekki endurskoðaðar tölur fyrir árið 2002 - Trausti Jóns- son). Hitastigið hefur þó ekki enn alveg náð meðalhitanum sem var hér á landi á áratugnum 1930-1940, þegar hann var 4,3°C, en meðaltal áranna 1961-1990 í Stykkishólmi var 3,5°C. Meðalhiti ársins 2001 var 4,3°C og líklega lítið eitt hærri, eða 4,4°, fyrir árið 2002. Til samanburðar má nefiia að meðalhiti ársins 1918 var 2,16°C og ársins 1979 var 2,28°C, en þetta vom köldustu árin á 20. öldinni. Hlýjasta ár 20. aldarinnar var 1941, með meðalhita 5,17°C. Frá árinu 1841 til aldamótanna 1900 mældust hins vegar aðeins 6 ár með hænri með- alhita en 4°C, 8 ár með meðalhita lægri en 2°C og þar af tvö ár undir 1°C, árin 1859 og 1866. Hitastig hefur mikil áhrif á ffæmyndun. Kemur þar bæði meðalhitastig og lengd vaxtar- tímans. Rannsóknir á nokkrum plöntutegundum í Þjórsárverum, sem uxu við hækkað hitastig, sýndu að fræmyndunin jókst við hækkun hitastigsins (Þóra Ellen Þórhallsdóttir óbirt gögn). Magnús Sigurðsson bóndi á Gilsbakka (munnl. uppl.) telur að lítil sem engin ffæmyndun hafi átt sér stað hjá birki í sínu landi á köldu árunum, milli 1970-1980, og þar af leiðandi hafi engin nýliðun átt sér stað á þessu árabili. Á síðustu árum sé hins vegar mikið um nýgræðing víða í landinu, sem beri þá vott um fræmyndun síðustu ára.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.