Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 64
62
blómskipunar (Briske og Ritchards 1995). í mikið beittu landi fjölgar því tegundum frekar
með kynlausri æxlun, renglum og hliðarsprotum, en mun síður með fræjum. Þar sem rask
hefur átt sér stað og opnur eru í landi geta þær opnur lokast með því að einstaklingar sem eru
fyrir vaxi inn á hið opna svæði eða að fræ setjist þar og spíri. í raskinu er engin samkeppni til
að byija með og því ákjósanlegt set fyrir fræ að spíra. Til að svo megi verða verða að falla til
fræ á svæðinu og eins og áður segir því meira sem landið er bitið því minna um fræmyndun.
Frostlyftingar skapa vandamál fyrir plöntur sem eru að skjóta rótum í opnum í sverðinum, því
stærri sem opnan er því erfiðara er að lifa af.
Eitt af þeim einkennum sem virðast vera mjög áberandi á þó nokkrum stöðum á landinu á
allra síðustu árum eru fjöldinn allur af kímplöntum í rofum og opnum í landinu. Þessi rof sem
áður vom dökk yfir að líta eru nú orðin grá/ljós og við nánari skoðun er mikið af smáum
plöntum búnar að skjóta þar rótum. Það sem hlýtur að hafa komið til er aukið fræregn, sem
hefur einnig skilað góðri spírun undanfarin ár. Það sem veldur nokkurri umhugsun er hversu
áberandi þessi þróun er núna, en hún virtist ekki vera áberandi fyrir um 10-15 árum síðan.
í vistfræðinni eru hugmyndin um þröskulda mikið notuð (Begon o.fl. 1990). Þar er
hugsunin sú að ákveðið lámark þurfi til að hreyfa við kerfum. Þannig þurfi ákveðið lágmark
til að ýta kerfi ffarn á við - við ffamvindu, en einnig þurfí ákveðnu lágmarki að vera náð til
þess að kerfið hrökkvi niður á lægra stig ffamvindu, við affurþróun eða hnignun. Töluverður
tími getur því liðið án þess að nokkuð sýnilegt gerist meðan kerfið er að ná næsta þröskuldi.
Þetta er ákveðinn Lag-tími eða biðtimi. Ef beitin er aðalorsakavaldur þess að minni ffæ-
myndun hafi átt sér stað í íslenskum beitilöndum þá ætti fræmyndunin að hafa tekið við sér
eftir að beitin snarminnkaði eða hætti alveg. Skýringuna á því að þessi aukna fræmyndun hafi
ekki orðið sýnileg fyrr en á allra síðustu árum gæti því verið sú að kerfin hafi þurff að ná
einhveiju lámarki, og þá líklega næringarlega séð, til að ffæmyndun gæti átt sér stað. Það hafi
tekið tíma að safna nægjanlegum næringarefnum í jarðveginn (uppsöfiiun lífrænna leifa og
niðurbrot á þeim) til að standa undir ffæmyndun. Rannsóknir í Alaska á túndrugróðri sýndu
mikil viðbrögð við áburðagjöf (Shaver og Chapin 1995) og rannsóknir á ffæmyndun nokkurra
plöntutegunda í Þjórsárverum sýna að áburðargjöf eykur til muna fræmyndim (Þóra Ellen
Þórhallsdóttir, óbirt gögn).
En annað getur einnig hafa komið til. Á seinustu 7 árum, eða ffá 1996, hefur hitastig á ís-
landi verið mun hærra en áratuginn þar á undan og munar þar töluverðu. Meðaltal áranna
1996-2002 í Stykkishólmi er 4,1°C (ekki endurskoðaðar tölur fyrir árið 2002 - Trausti Jóns-
son). Hitastigið hefur þó ekki enn alveg náð meðalhitanum sem var hér á landi á áratugnum
1930-1940, þegar hann var 4,3°C, en meðaltal áranna 1961-1990 í Stykkishólmi var 3,5°C.
Meðalhiti ársins 2001 var 4,3°C og líklega lítið eitt hærri, eða 4,4°, fyrir árið 2002. Til
samanburðar má nefiia að meðalhiti ársins 1918 var 2,16°C og ársins 1979 var 2,28°C, en
þetta vom köldustu árin á 20. öldinni. Hlýjasta ár 20. aldarinnar var 1941, með meðalhita
5,17°C. Frá árinu 1841 til aldamótanna 1900 mældust hins vegar aðeins 6 ár með hænri með-
alhita en 4°C, 8 ár með meðalhita lægri en 2°C og þar af tvö ár undir 1°C, árin 1859 og 1866.
Hitastig hefur mikil áhrif á ffæmyndun. Kemur þar bæði meðalhitastig og lengd vaxtar-
tímans. Rannsóknir á nokkrum plöntutegundum í Þjórsárverum, sem uxu við hækkað hitastig,
sýndu að fræmyndunin jókst við hækkun hitastigsins (Þóra Ellen Þórhallsdóttir óbirt gögn).
Magnús Sigurðsson bóndi á Gilsbakka (munnl. uppl.) telur að lítil sem engin ffæmyndun hafi
átt sér stað hjá birki í sínu landi á köldu árunum, milli 1970-1980, og þar af leiðandi hafi
engin nýliðun átt sér stað á þessu árabili. Á síðustu árum sé hins vegar mikið um nýgræðing
víða í landinu, sem beri þá vott um fræmyndun síðustu ára.