Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 94
92
Hugtakið matvæli er skilgreint sem hvers konar efiii eða vörur, hvort sem þau eru full-
unnin, unnin að hluta eða óunnin, sem fólki er ætlað að neyta eða sem eðlilegt er að vænta að
fólk neyti. Tiltekið er sérstaklega að hugtakið „matvæli“ nái ekki til: (a) fóðurs; (b) lifandi
dýra, hverra afurðir eru ekki ætlaðar til neyslu; (c) plantna fyrir uppskeru; (d) lyfja og snyrti-
vara; (e) tóbaks og vímuefna, annarra en áfengis; (f) aðskotaefna og efnaleifa.
Þó að fóður teljist ekki matvæli þá er sérstaklega tekið ffam að reglugerðin nái til fóðurs
sem er ffamleitt fyrir dýr, eða gefið dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis. Það sama
gildir því um fóður og matvæli að reglugerðin nær til allra stiga innflutnings og ffamleiðslu,
þ.m.t. frumffamleiðslu, vinnslu, geymslu, flutnings sölu og ffamboðs. Með ffumframleiðslu
er átt við ræktun og uppskeru fóðurvara og eldi dýra til mjólkurframleiðslu og slátrunar.
Reglugerð 178/2002/EB er hugsuð sem rammalöggjöf og verið er að endurskoða sautján
núgildandi tilskipanir, sem munu birtast sem fjórar reglugerðir. Tvær verða um hollustuhætti
við ffamleiðslu matvæla, ein um eftirlit með afurðum dýra og ein um heilbrigði dýra og dýra-
vemd. Til viðbótar verða svo sérkröfur fyrir tiltekna matvælaflokka. Þessar reglur verða sam-
ræmdar þannig að sömu grunnkröfur munu gilda um allt ferlið ffá hafi og haga til maga.
Sömu grunnreglur eiga að gilda um hollustuhætti, óháð þvi hvort um er að ræða framleiðslu
eða dreifmgu á kjöti, fiski, matjurtum og unnum matvælum, þó svo strangari kröfur verði
gerðar til matvælafyrirtækja, en þeirra sem starfa við ffumffamleiðsluna. Gert verður ráð fyrir
að öll matvælafyrirtæki starfræki innra eftirlit þar sem GÁMES (HACCP) eftirlitskerfinu
verði beitt. Mikil áhersla verður lögð á að tryggja rekjanleika matvæla og öryggi þeirra á
öllum stigum framleiðslunnar ffá hafi og haga til maga. Tekið er fram að það sé á ábyrgð
stjómenda matvæla- og fóðurfyrirtækja að tryggja að kröfum í lögum um matvæli, sem varða
starfsemi þeirra, sé fullnægt og sannprófa að þessum kröfum sé fullnægt. Síðan er gert ráð
fyrir að hið opinbera i ESB löndum ffamfylgi lögum um matvæli og sannprófi að stjómendur
uppfylli viðeigandi ákvæði laganna, með því að halda úti kerfi opinbers eftirlits.
Akvæðin um Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) em mjög merkileg. Stofnunin mun
verða ráðgefandi sérffæðistofhun, sem á að verða óháð ffamkvæmdastjóm ESB. Yfir stofnun-
inni verður stjóm, skipuð fulltrúum tilnefndum af aðildarrikjunum, neytendasamtökum og
matvælaiðnaði. Stofnunin mun ekki hafa löggjafar- eða framkvæmdavald. Löggjafarvaldið
verður eftir sem áður í höndum annarra stofnana ESB, s.s. þingsins, ráðsins og framkvæmda-
stjómarinnar. Framkvæmdavald vegna matvælaeftirlits og ráðstafana vegna öryggis matvæla
verður áfram í höndum Food and Veterinary Office (FVO) í Dublin og aðildarríkjanna sjálffa.
Stofnuninni er ætlað að standa fyrir vöktun á þeim þáttum sem varða öryggi matvæla, s.s. út-
breiðslu hættulegra örvera og aðskotaefna, eins og lyfjaleifa og vamarefha. Lögð verður
áhersla á notkun áhættugreiningar (risk analysis) sem gmnn að stjómun eftirlits, s.s. innköllun
vöm. Helstu þættir áhættugreiningar em áhættumat (risk assessment), áhættustjómun (risk
management) og áhættukynning (risk communication). Stofhunin mun einbeita sér að áhættu-
mati og áhættukynningu, en mikilvægt er að áhættustjómunin er algjörlega aðskilin frá stofii-
uninni. Áhersla verður lögð á áhættumatið, sem verður í höndum sérfræðinganefnda ESB.
Áhættukynningin er ekki síður talin verða mikilvægur þáttur í starfseminni, en réttur neytenda
varðandi aðgang að ömggum matvælum er skilgreindur, sem og réttur að nákvæmum og
réttum upplýsingum um öryggi matvæla.
INNLEIÐING HÉR Á LANDI
Samkvæmt aðild íslands að Evrópska Efhahagssvæðinu (EES), þá þarf að innleiða þessa
reglugerð hér á landi. Almenna reglan er sú að reglugerðir ESB þarf að innleiða með orð-
réttum þýðingum. Það er þó ekki einfalt mál fyrir ísland, þar sem í gildi em undanþágur ís-