Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 129
127
annað mynstur í förgun innan mjaltaskeiðs, í þeirra rannsókn var áhættan frekar lítil framan af
mjaltaskeiðinu, en jókst skarplega eftir 180 daga frá burði.
Varðandi MPL þá fundu Roxström og Strandberg (2001) að förgunaráhætta var mjög lítil
allt fyrsta mjaltaskeiðið, á síðari mjaltaskeiðum var förgunaráhættan mest í kringum burðinn,
minnkaði síðan, en jókst á ný þegar 7 mánuðir voru liðnir frá burði, loks minnkaði hún aftur
eftir 9 mánuði frá burði.
Skyldleikastuðull. Áhrif skyldleikastuðuls eru ekki marktæk í þessari rannsókn. Fuerst og
Sölkner (1994) rannsökuðu áhrif skyldleikaræktar á endingu þriggja kúakynja í Ástralíu,
niðurstöður þeirra bentu til að við eins prósentustigs aukningu á skyldleikarækt styttist
endingartími kúnna um 4-6 daga. Goddard og Wiggans (1999) vísa til óbirtra niðurstaðna
Smith o.fl., sem benda til að sama skyldleikaaukning stytti endinguna um 13 daga.
Þess ber að geta að ekki reyndist unnt að reikna skyldleikastuðul fyrir talsverðan hluta
gripanna, því væri áhugavert að skoða hvaða áhrif það hefði að hafa þéttleika ættartöflu (e.
pedigree completeness) með sem breytu í útreikningum, það er verkefni ffekari rannsókna.
Alyktun
Af framangreindu má draga þá ályktun að erfðabreytileiki fyrir endingu er til staðar í íslenska
kúastoíhinum og mögulegt er að hafa áhrif á hana með úrvali. Nú hefiir verið ákveðið að hafa
endingu inni í ræktunarmarkmiðum mjólkurkúa hér á landi sem sjálfstæðan eiginleika með
8% vægi. Víðast hvar í nágrannalöndunum, þar sem tekið er tillit til þessa eiginleika, er vægi
hans í ræktunarmarkmiðum á bilinu 6-15% og því lægra eftir því sem fleiri eiginleikar, s.s.
heilsufarseiginleikar, eru með í ræktunarmarkmiðinu. Minnst er vægið í Danmörku og
Svíþjóð, hæst er það hins vegar í Bretlandi, þar sem einungis tveir eiginleikar eru í ræktunar-
markmiðunum, afurðir (85%) og ending (15%) (VanRaden 2002).
Þegar ending er tekin með í ræktunarmarkmiðinu er sá galli á gjöf Njarðar að kynbóta-
einkunnir eru tiltölulega óöruggar. Fjöldi afkvæma nautanna, sem eru sannarlega fallin og
öryggið byggist á, er fremur lítill þegar nautin eru afkvæmadæmd, yfirleitt minni en 30. Það
þýðir að öryggi einkunna nautanna er <70% og úrvalssvörun verður þá í samræmi við það.
Það liggur þó í hlutarins eðli að eftir því sem nautin eru slakari hvað þennan eiginleika varðar
því öruggari verður dómur þeirra.
I ljósi þess að nokkuð náið samband virðist vera milli ýmissa útlitsþátta, mjaltaeiginleika
og gæðaraðar og endingar, mætti hugsa sér að nota mat á þessum þáttum til að styrkja
endingarmatið, þar sem þær upplýsingar liggja fyrir snemma á ævi kýrinnar, á fyrsta til öðru
mjaltaskeiði. Þær aðferðir sem þróaðar hafa verið að Vukasinovich o.fl. (2002), og nefhdar
hafa verið hér að framan, eru eflaust nýtilegar í þessu samhengi.
Það er því von mín að unnt verði að snúa við þeirri óhagstæðu þróun sem orðið hefur á
endingu íslenskra mjólkurkúa á undanfömum árum. Hana ber líka að skoða i ljósi annars
vandamáls sem er ekki síður alvarlegt, en það er tíðni dauðfæddra kálfa sem hér er ein hin
hæsta í heiminum og fer vaxandi (Baldur Helgi Benjamínsson 2001). Það er ljóst að ef ending
kúnna heldur áfram að styttast og kálfadauðinn að aukast kemur að þeim tímapunkti að
stofiiinn getur ekki viðhaldið sjálfum sér og er þá komið í talsverð óefni. Þá ber ennfremur að
líta á það að ættliðabil í nautgriparækt er langt og að þær ákvarðanir sem teknar era í dag
koma ekki að fullu til áhrifa fyrr en að nokkrum tima liðum.
ÞAKKARORÐ
Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkti verkefiii þetta með myndarlegu fjárframlagi, fyrir það er þakkað.