Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 168
166
Aldur
Spildumar sem voru skoðaðar höfðu margar verið lengi í ræktun,
ýmist sem tún, kom- eða grænfóðurakrar og í örfáum tilvikum
sem kartöflu- eða grænmetisgarðar. Að meðaltali höfðu þær
verið meira en 30 ár í ræktun, þar af 7 ár samfellt með einærum
tegimdum (7. tafla). Það vakti athygli okkar hversu lengi sumar
spildumar höfðu verið notaðar undir einærar tegundir með
góðum árangri. Oft vom þær notaðar svona lengi vegna þess að
þær liggja vel við fjósi, em vel þurrar og vaðast því ekki eins upp
í vætutíð, em kalsæknar og henta því illa til túnræktar, eða em
einu spildumar sem hægt er að endurrækta með góðu móti. í
þessum spildum hafði undantekningalaust verið grænfóður,
repja, haffar eða rýgresi. Þessar elstu spildur vom ýmist á mýri, móa eða sandi. Það virðist
því hægt að rækta grænfóður árum saman í sömu stykkjum og hinum ýmsum jarðvegs-
gerðum. Öðm máli gegnir um komið, þar töluðu sumir um uppskerurýmun eftir nokkur ár
sem getur tengst sjúkdómum, en einnig áburði því það gengur á forða næringarefna þegar
spildur em í byggrækt ámm saman. Til þess að vega upp á móti þessu þarf að bera meira á
eftir því sem ámnum íjölgar en dugir samt ekki alltaf til.
Illgresi
Illgresi sást í flestum spildunum.
Alls fimdust 24 tegundir illgresis
(8. tafla), auk túngrasanna sem
stundum sáust. Haugarfí var lang-
algengastur og hafði mesta þekju.
Næst komu varpasveifgras, hjart-
arfi, hlaðkolla og blóðarfi. Þar
sem njóli er til staðar er hann
mjög hvimleiður og erfitt að
losna við hann. Húsapuntur var
ekki í mörgum spildum, en getur
orðið stórvandamál fái hann að
hreiðra um sig.
Það var misjafnt hvort
bændur töldu illgresi mikið eða
lítið vandamál. Þó illgresi væri til staðar töldu margir að þeir réðu yfir ræktunartækni sem
gerði það að verkum að tjónið yrði lítið. Aðrir töldu að illgresi væri þeirra helsti vandi í
ræktuninni. Hjá sumum bændanna kom ffam að þeir vildu ekki nota illgresiseyða, m.a. vegna
ímyndarinnar. Einungis sex af spildunum sem skoðaðar voru höfðu verið úðaðar með ill-
gresiseyðum. Rýgresi, haffar og kartöflur voru í þessum spildum. Ef rétt er staðið að jarð-
vinnslu og sáningu á höfrum, byggi og sumarrýgresi ná þessar tegundir yfirleitt yfirhöndinni.
Illgresið er til staðar og nær oft að mynda ffæ, en virðist ekki draga mikið úr uppskeru nema
ef einhver áföll verða, t.d. ef fræ spírar illa eða fýkur. Hið sama gildir að nokkru leyti um
repjuna. Repjan er þó seinni til en haffar, bygg eða rýgresi. Um tíma getur virst sem illgresið
ætli að hafa yfirhöndina, en oftast rífur repjan sig upp þegar líður á sumarið fái hún nægan
áburð. Margir töldu mjög mikilvægt fyrir repjuna í baráttunni við illgresið að hafa ríflegt sáð-
magn og bera vel á hana. Rýgresi, einkum vetrarrýgresi, getur hins vegar farið ver út úr sam-
keppninni við illgresi og sömuleiðis gras, þar sem því er sáð einu og sér. Sumir hafa það fyrir
8. tafla. Tíðni einstakra tegunda, hlutdeild spildna þar sem við-
komandi tegund fannst (%).
Tegund % spildna Tegund % spildna
Haugarfi 73 Vegarfi 3
Varpasveifgras 34 Vallhumall 3
Hjartarfi 31 Fjöruarfi 2
Hlaðkolla 24 Túnfifill 2
Blóðarfi 12 Skurfa 2
Njóli 11 Umfeðmingur 1
Skriðsóley 9 Þefjurt 1
Tágamura 6 Túnsúra 1
Krossfifill 6 Baldursbrá 1
Knjáliðagras 6 Melgresi 1
Húsapuntur 3 Peningagras 1
Hundasúra 3 Elfting 1
7. tafla. Árafjöldi einærra
tegunda í samfelldri ræktun.
Árafjöldi Fjöldi spildna
1-5 67
6-10 11
11-15 4
16-20 1
21-25 4
26-30 4
>30 4