Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 188
186
að uppskera endurvaxtar var þá ekki mælanleg. Víxlhrif milli sláttutíma og sláttuhæðar vom
hvergi marktæk. Vert er að draga eftirfarandi fram. í fyrri slætti er þurrefnisuppskeran 7,6
hestburðum meiri í reitum sem slegnir vom lágt (L) í samanburði við reiti sem slegnir vom
hátt (H). Þessi munur er einfaldlega vegna mismunandi sláttuhæðar. í seinni slætti gefa hins
vegar H reitimir 3,4 hestburðum meiri uppskem en L reitir, þrátt fyrir meiri sláttuhæð. Ef
leiðrétt væri fyrir sláttuhæðinni má bæta við 2-3 hestburðum. Mikil sláttuhæð í fyrri slætti
gefur því meiri endurvöxt en lítil sláttuhæð í fyrri slætti. Þetta gilti í þremur ámm af fjómm.
Árið 2000 hins vegar var enginn endurvöxtur óháð sláttuhæð. Endurvöxtur (kg þe./dag) er
einnig háður sláttutíma fyrri sláttar. Mestur var hann í SLl, eða um 50 kg þe./ha á dag og
minnstur í SL3, eða um 35 kg þe./ha á dag.
í 4. töflu em sýnd áhrif sláttutíma og sláttuhæðar á meltanlega uppskem sumarið 1999.
Þar gætir sömu tilhneigingar og í 3. töflu. Meltanleiki heyja var í öllum tilvikum hærri í H
reitum miðað L reiti í sama slætti og við sama sláttutíma. Það er vegna þess að við mikla
sláttuhæð verður tormeltasti hluti grasanna eftir. Munurinn var á bilinu 0,03-0,06 FEm/kg þe.
og er meltanleikinn því 4-7% hærri í H reitunum. Þess vegna er ekki munur í uppskem fóður-
eininga á milli H og L reita í fyrri slætti. í seinni slætti fást ríflega 550 fóðureiningum meira
af ha af H reitunum en L reitum, sem er um fjórðungsaukning. Það er bæði vegna þess að
þurrefnisuppskeran er meiri (3. tafla) og fóðurgildið hærra í H reitunum. Það sem vekur at-
hygli er að heildaruppskera fóðureininga, ólíkt þurrefnisuppskerunni, er óháð sláttutíma fyrri
sláttar og er á bilinu 6200-7200 FEm á ha. Gæði fóðureininganna em hins vegar afar breyti-
leg eftir sláttutímum. Vegið meðaltal heyja úr fyrsta og öðmm slætti er 0,82-0,88 FEm/kg þe.
í SLl reitum, 0,76-0,77 FEm/kg þe. í SL2 reitum og 0,68-0,73 FEm/kg þe. í SL3 reitum.
Þessar niðurstöður eiga einnig við uppskem sumrana 2001 og 2002. Sumarið 2000 var hins
vegar öðmvísi og þá hefði SL3 gefið langflestar fóðureiningamar. En um áhrif sláttutíma á
gæði fóðureininganna gildir að sjálfsögðu það sama og í öðmm ámm.
4. tafla. Ahrif sláttutíma og sláttuhæðar á uppskeru fóðureininga og meðalfóðurgildi. Uppskera sumarsins 1999.
Meðal
Sláttu- tími/hæð 1. sl., FEm/ha L1) H]) 2. sl., FEm/ha L H Alls, FEm/ha L H Fem/kg þe. L H
SLl 3786 4024 2539 3236 6324 7260 0,82 0,88
SL2 4389 3956 2216 2502 6605 6459 0,76 0,77
SL3 4894 4383 1300 1976 6194 6359 0,68 0,73
Meðaltal 4356 4121 2018 2571 6374 6692 0,75 0,79
Staðalskekkja mismunarins2’
Sláttutími 260* 108*** 230e.m.
Sláttuhæð 212e.m. gg*** 188e.m.
1) L = ljár stilltur í lægstu stöðu, H = ljár stilltur í hæstu stöðu.
2) * = F < 0,05, *** = F < 0,001, e.m. = ekki marktækur munur.
Ending vallarfoxgrass
í 5. töflu er sýnd þekja vallarfoxgrass við fyrsta sláttutima (SLl) fyrri sláttar og við seinni
slátt sumarið 2002. Líkt og fjöldi annarra tilrauna hafa staðfest hefur sláttutími afgerandi áhrif
á endingu vallarfoxgrass í þessari tilraun. Þekjuhlutdeild vallarfoxgrass í fyrri slætti sumarið
2002 er um 64% í SLl reitum, 76% í SL2 reitum og 88% í SL3 reitum. Á fjómm árum hefur
því þekjuhlutdeild vallarfoxgrass við fyrsta slátt dregist saman imi 36 prósentustig í SLl
reitum, 18 prósentustig í SL2 reitum og 4 prósentustig í SL3 reitum (2. mynd). Athygli vekur