Ráðunautafundur - 15.02.2003, Síða 214
212
Kæling og geymsla hráefoa fyrir blöndnn er ekki síður mikilvæg, því fóðrið verður aldrei
betra en þau hráefni sem það er blandað úr. Á síðustu árum hefur meðferð á hráefnum til loð-
dýrafóðurs batnað mikið og vilji og skilningur afurðarstöðva til að varðveita gæði hráefhanna
aukist. Lögð hefur verið áhersla á að fóðurframleiðendur læri að meta gæði hráefnanna við
komu í fóðurstöð út frá skynmati (lykt og útlit) og að þeir geri sér grein fyrir þeirri hættu sem
stafar af því að nota vafasöm hráefni í fóður. Nauðsynlegt er að vita um uppruna, aldur og
meðferð hráefnanna áður en þau komu í fóðurstöð. Geymsluþol hráefiianna er háð því hve
mikið er eftir af upprunalegum gæðum og þeim aðstæðum sem þau eru geymdar við. Því er
mikilvægt að aldursmerkja öll hráefni í birgðabókhaldi. Ástand hráefna sem notuð eru í loð-
dýrafóður hefur batnað mikið með tilkomu fóðureftirlitsins. Framleiðendur senda inn sýni til
efnagreiningar áður en farið er að nota hráefnin, ef um nýtt eða á einhvem hátt vafasamt hrá-
efiii er að ræða. Einnig hafa ffamleiðendur nýtt sér örvemgreiningamar til að taka af allan
vafa um bakteríumengun í hráefiium.
Bændur hafa bætt geymsluaðstöðu fyrir fóður úti á búunum og skilningur þeirra á mikil-
vægi hreinlætis í umgengni með fóður og fóðurílát hefur aukist með tilkomu örverugreininga,
sem hafa verið gerðar reglulega frá ársbyijim 2000. Með stöðugleika í orkuinnihaldi fóðursins
hefur náðst umtalsverður árangur í fóðurstýringu heima á búunum, sem leitt hefiir til minni
fóðumotkunar á hvert framleitt skinn.
HEIMSÓKNIR í FÓÐURSTÖÐVAR
Árlega er farið í eina til tvær heimsóknir á hveija fóðurstöð, þar sem fylgst er með blöndun og
ástand hráefna skoðað, metið og skráð. Rætt er við framleiðendur um hráefhavalið, geymslu
hráefna, meðferð og blöndun fóðurs. Slíkar heimsóknir em mikilvægar fyrir framleiðendur,
hvort sem er til að staðfesta að allt sé unnið eins og best verður á kosið eða til að ráðfæra sig
um úrbætur. Heimsóknir sem þessar styrkja tengsl framleiðenda við fóðureftirlitið og auð-
velda ffamleiðendum að leita sér faglegrar aðstoðar við val á hráefnum, mati á fóðurgæðum
og samsetningu fóðurs. Til að fylgja eftir þeim niðurstöðum sem fást út úr efiia- og örveru-
greiningum eru árlega haldin námskeið fyrir fóðurgerðarfólk, þar sem farið er yfir gæði hrá-
efiia og áhersla lögð á varðveislu þeirra. Námskeiðin hafa skilað sér í meiri árvekni, sem leitt
hefur til þess að umtalsverður árangur hefur náðst í að bæta fóðurgæði.
FÓÐURTENGD AFKOMA BÚGREINARINNAR
Frjósemi er þáttur sem er undir áhrifum ffá fóðrun, hirðingu og fóðursamsetningu. Röng
fóðursamsetning, skemmt fóður eða óæskileg fóðrun og hirðing geta haft afdrifarík áhrif á
endanlega fijósemi búsins.
Það eru ótalmargir þættir tengdir fóðursamsetningu, efnainnihaldi og gæðum fóðurs, sem
hafa bein áhrif á vöxt yrðlinga ffá fæðingu til feldunar. Þessum vaxtartíma, sem spannar
u.þ.b. 6 mán., má skipta í fjögur tímabil, sem eru mjólkurskeið, fyrra- og seinna vaxtarskeið
og feldmyndun. Hvert um sig gera þessi tímabil kröfur um fóður sem tekur mið af lífffæði-
legum þörfum yrðlinganna á hveijum tíma til að ná hámarks stærð og þroska. Til að uppfylla
þær kröfur sem markaðurinn setur um stærð skinna og feldgæði verður fóðursamsetningin,
orkustyrkur fóðursins og gæði þess að vera í hámarki allt tímabilið. Hvemig til tekst með
fóðursamsetningu og efhainnihald þess á meðgöngu og gottíma hefur áhrif á feldgæði að
hausti. Léleg þróteingæði í fóðri á meðgöngu dregur úr eðlilegum þroska hársekkja. Léleg og
skemmd fita eyðileggur E vítamín og veldur vanþrifum. Ef vöntun er á næringarefhum kemur
það fyrst ffam í feldgæðum. Því má segja að hárafar endurspegli fóðurgæðin.
Þeir þættir sem hafa áhrif á fóðumotkun á hvert ffamleitt skinn em orkuinnihald