Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 219
217
RRÐUNRUTflFUNDUR 2003
Samskipti áa og lamba fyrst eftir burð
Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir og Torfi Jóhannesson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
Vorið 2002 voru 25 ær myndaðar fyrstu 2 klst. eftir burð með það að markmiði að öðlast hugmynd um atferli
íslenskia áa eftir burð. Bráðabirgðaniðurstöður sýndu að einlembur nota aðeins um 40% af fyrstu 2 klst. eftir
burð í að kara lömb sín, en tvílembur nota talsvert meiri tíma í körun, eða um 60%. Sá tími skiptist þó ekki jafnt
á milli beggja lamba og fær seinna lambið að jafhaði minni athygli en það fyrra. Einnig fengust upplýsingar um
þróun sogtilrauna hjá lömbunum, þar sem sést að ferillinn er svipaður hjá öllum lömbum, en munur er milli
einlembinga og tvílembinga á því hvemær tilraunir til sogs hefjast.
INNGANGUR
Fyrsti tími eftir fæðingu er krítiskur tími í lífi lamba og lífsmöguleikar þeirra eiga mikið undir
því hversu vel œrin sinnir lambi sínu eða lömbum, auk þess sem hegðun hennar hefur áhrif á
þroska lambsins og lífshlaup meðan það gengur með henni.
Þeir sem urrnið hafa við sauðburð þekkja flestir það atferli sem æmar sýna þegar nálgast
fer burð; þær krafsa, leggjast og standa upp á víxl og jarma (Lynch o.fl. 1992). Ef mögulegt er
kjósa æmar að einangra sig frá hópnum og em þá gjaman valdir staðir úr augsýn sem veita
skjól og góða yfirsýn yfir nánasta umhverfí. Einangrunin er talin vera mikilvægur þáttur í að
mynda tengsl milli móður og afkvæmis, en sterkustu tengsl móður og lambs em talin myndast
fyrstu 24 tímana effir burð (Lynch o.fl. 1992, Fraser o.fl. 1997, Langbein o.fl. 1998).
Effir burð em flestar ær sólgnar í að kara lömb sín. Við það hverfa himnur og vökvi sem
fylgir fæðingunni, auk þess sem lambið þomar. Þessi athöfn gegnir einnig mikilvægu
hlutverki í tengslamyndun móður og afkvæmis, þar sem bragð og lykt em lykilþættir og
móðir og afkvæmi læra að þekkja hvort annað (Lynch o.fl. 1992, Jensen 2001). Myndun
tengsla er álitin taka að meðaltali 20-30 mín. eftir að lambið er fætt og þegar ærin leyfir
lambi að sjúga er það talið nokkuð öryggt merki þess að hún þekki lambið og samþykki það
sem sitt (Lynch o.fl. 1992). Þessi tengslamyndun er mjög mikilvæg fyrir lömb, sem og annað
ungviði sem teljast til fylgjenda, því þau þurfa fljótlega eftir fæðingu að vera þess megnug að
fylgja móður sinni eftir út í hagann. Til að styrkja þessi tengsl enn ffekar halda móðir og
afkvæmi sig nálægt hvort öðm fyrstu dagana eftir burð (Fraser o.fl. 1997, Jensen 2001).
Lömb fæðast með skynfæri og líffæri fullþroskuð. Þegar lambið fæðist byijar það á því
að hrista höfuðið og fljótlega eftir það fara að sjást frekari hreyfingar á höfði, hálsi og
útlimum, sem aukast og samhæfast þar til lambið stendur, sýgur og hefur vald á hreyfmgum
sínum (Fraser o.fl. 1997, Lynch o.fl. 1992). Hversu langan tíma þetta ferli tekur er mismun-
andi, bæði milli kynja og innan kynja. Nærvera móður örvar lambið til að standa á fætur og
leita að spena og em það þættir eins og snerting, lykt, hljóð og sjón sem skipta máli (Lynch
o.fl. 1992).
Litlar sem engar athuganir em til á móðureiginleikum íslenska fjársins, auk þess sem við
höfum hér sérstakan stofn forystufjár, en forystuær hafa löngum haft það orðspor að vera
góðar mæður. Verkefnið sem hér verður fjallað um miðar að því að gera frumathugun á
móðureðli íslensks sauðfjár, þar með talið forystufjár, finna aðferðir sem notaðar hafa verið til
að leggja mat á móðureginleika sauðfjár og kanna notagildi þeirra við íslenskar aðstæður.