Ráðunautafundur - 15.02.2003, Qupperneq 267
265
fyrir tilstuðlan rofafla náttúrunnar, vörður hafa hrunið, mark í steinum afmáðst, moldarbörð
gróið og þá hefur landbrot vatnsfalla og lagar Qarlægt ófá merki. Auk þess hafa nöfii á kenni-
leitum sem vísað er til gleymst eða þau misfarist í tímans rás.
Á Rannsóknastofnun landbúnaðarins var um langt skeið unnið að gróðurkortagerð, þar
sem m.a. voru færð inn landamerki. Þessi kort voru viðamesta heimildin sem völ var á þegar
verkefiiið Nytjaland hófst. Einnig hafa nokkur sveitarfélög og fleiri aðilar haft forgöngu um
skráningu jarðamarka. Nákvæmni gagnanna er afar mismunandi. Sums staðar hafa jarðamörk
verið nákvæmlega mæld með GPS staðsetningartæki, en annars staðar hafa þau verið dregin
inn á mismunandi nákvæma kortgrunna og/eða loftmyndir. Starfsmenn Nytjalands hafa lagt
sig fram um að samræma þessi gögn og koma þeim á hnitsettar myndir.
LANDAMERKJASKRÁNING NYTJALANDS OG NÁKVÆMNI GAGNA
Gervitunglamyndir eru besti kortgrunnurinn sem Nytjaland hefur yfir að ráða til að byggja
landamerkjaskráningu sína á. í fyrstu voru sendar myndir til bænda af þeirra jörðum með ósk
um að þeir drægju inn landmerkin og sendu til baka. Margir brugðust skjótt við og sendu svar
um hæl, en engu að síður þurftu starfsmenn að fara á svæðið til að fylla í eyður og samræma
uppdrætti. Þessari aðferð var beitt í Norður-Þingeyjarsýslu. í nokkrum hreppum Austur-
Húnavatnssýslu var farið með mynd heim til sauðQárbænda og dregin inn jarðamörk með
aðstoð þeirra. Þessi aðferð reyndist tímafrek og mikið vantaði upp á að heilstæð mynd fengist
af jarðamörkum í hreppunum. Næst var reynt að boða alla ábúendur hvers sveitarfélags til
fundar, þar sem hver og einn sagði til um landamerki sinnar jarðar. Þessi aðferð gafst mjög
vel. Fyrst voru notaðar útprentaðar myndir á fundunum, en því var fljótlega hætt og farið með
tölvur þess í stað og upplýsingamar tölvufærðar eftir leiðsögn heimamanna. Landamerkja-
lýsingar eru ávallt hafðar til hliðsjónar og einnig er stuðst við bestu fáanlegu staðfræðikortin á
hveijum stað. Mjög góð mæting er á þessa fundi og í flestum sveitarfélögum, þar sem þessari
aðferð hefur verið beitt, hefur náðst að draga inn mörk 80-90% jarða. Samfara þessum
breyttu og bættu vinnuaðferðum var ákveðið að draga inn mörk allra býla, í ábúð og eyði, en
ekki einungis landamerki sauðfjáijarða, eins og lagt var upp með. Þó hefur ákvæðið um
vottun landnýtingar, sem kveðið er á um í búvörusamningi sauðfj árframleiðenda og ríkisins,
sett sitt mark á starfsaðferðimar og forgangsröðunina. Enda em landamerkjauppdrættimir for-
senda þess að unnt sé að segja til um landkosti einstakra jarða, eins og kveðið er á um í fyrr-
nefhdum samningi.
Landamerkjauppdrættir Nytjalands eru í flestum tilvikum unnir á Landsat 7 gervitungla-
myndir. Myndgæði slíkra mynda leyfa stækkun i mælikvarða 1:30.000. Sums staðar hafa
landamerki verið dregin inn á myndir úr gervitunglinu Spott 4, sem unnt er að stækka í u.þ.b.
1:20.000. Sumarið 2002 var byijað að taka hér á landi myndir með nýju gervitungli, Spot 5,
sem unnt er að stækka í allt að 1:5000 og mun notkun þeirra gera landamerkjaskráninguna
mun nákvæmari í ffamtíðinni. í nokkrum sveitarfélögum hafa verið notaðar loftmyndir við
landamerkjaskráningu og eru það nákvæmustu gögnin.
Jarðamerki sem skráð hafa verið í Nytjalandsgrunninn eru sýnd á 1. mynd. Nákvæmni
kortsins og staða skráningarinnar er þó mismunandi. Mikil vinna er enn eftir við að lagfæra
aðfengin gögn. Talsverð skekkja er í öllum kortagrunnum sem notaðir hafa verið við gerð
landamerkjauppdrátta og þegar flytja þarf landamerkjalínur milli kortgrunna verður að hnika
til nánast öllum línum. Mikilvægt er að línumar séu rétt staðsettar á gervitunglamyndunum,
m.a. vegna þess að gerð er landkostagreining eftir sömu mynd og myndu villur í landa-
merkjum einnig skekkja þá greiningu.