Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 2
2 Fréttir Páskablað 22.–29. mars 2016 Í liðinni viku þegar snjóa tók að leysa afhjúpuðust ljót leyndarmál hundaeigenda í Laugarneshverfi. Ljóst var að svartir sauðir höfðu látið ógert að hirða upp skítinn eftir fjórfætta förunauta sína á gangi um garðinn við Laugarneskirkju með þeim afleiðingum að við vegfarendum blasti ófögur sjón. Vart var þverfótað á lóðinni fyrir hundaskít. Vakin var athygli á málinu í Facebook-hópi íbúa í Laugarneshverfi á dögunum þar sem einn íbúi kveðst hafa fengið sjokk yfir umgengninni. Sem hundaeiganda finnist honum sjálfum óþolandi að nokkrir svartir sauðir skuli eyðileggja fyrir öðrum. „Viðbjóður“ Heitar umræður sköpuðust um málið í Facebook-hópnum. Máls- hefjandi greip til þess ráðs að skilja eftir nokkra poka fyrir þá sem eru svona gleymnir. „Ef þið eigið leið þarna í gegn þá mæli ég með því að horfa vel hvert þið stígið.“ Fleiri taka undir þessa ábendingu og höfðu orðið varir við hundaskíts- vandamálið. Annar bætir við að ástandið í hverfinu í þessum efnum sé víða ámælisvert en þetta sé oft algeng sjón þegar snjóa tekur að leysa og vorið nálgast. Hundaskíturinn hverfi nefnilega ekki svo glatt sé hann ekki hirtur upp. „Þetta er viðbjóður, en líklega upp- safnað og að koma undan snjónum. Breytir því ekki að það á að taka upp eftir sig,“ segir einn íbúanna. Safnast upp yfir veturinn Annar íbúi segir: „Þetta er alltaf svona eftir veturinn og þetta er viðbjóðslegt og úti um allt. Ég er sjálf hundaeig- andi og finnst ekkert eins heimsku- legt og að grafa hundaskítinn í snjó, hann fer ekki neitt við það og svo safnast þetta saman yfir veturinn. Ég hvet hundaeigendur til að taka sig á því þetta kemur óorði á alla hunda- eigendur sem flestir hirða upp eftir sína hunda.“ Enn einn íbúi leggur orð í belg og segist þakklátur fyrir að opnað sé á umræðuna því hann hafi lengi ætlað sér að skrifa um málið. „Við búum við kirkjuna eigum 2 hunda og notum garðinn mikið. Undanfarið höfum við séð mikið af skít og maðurinn minn hefur reglu- lega hreinsað upp. Við erum sjálf alltaf með poka og mér finnst óþol- andi að labba með mína hunda og sjá þennan skít. Svo er annað og það eru hundaeigendur sem koma og sleppa lausum sínum hundum. Ég er með mína í bandi og sá minni tryllist ef lausir hundar koma að honum. Fólk er líka hrætt við lausa hunda. Svo sýna nú tillit, hreinsa upp eftir sig og hafa þá í bandi.“ Fylgir vorinu segir kirkjuvörður Þá kemur fram í máli eins íbúa að til- tekinn maður sleppi hundi sínum iðulega lausum á umræddri lóð við kirkjuna og sitji svo í bílnum sínum á meðan hundurinn gerir stykkin sín. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd- um sem ljósmyndari DV tók á svæð- inu þá hafa ósáttir íbúar nokkuð til síns máls. Lóðin er víða þakin hunda- skít sem sjálfsagt er að krefja ábyrgðar- menn um að hirða upp jafnóðum eftir gæludýr sín. „Þetta er bara svolítið það sem fylgir vorinu. Maður verður alltaf var við þetta, mismikið þó, þegar snjóa tekur að leysa, og þá er eins og fólk leyfi sér eilítið meira kæruleysi þegar einhver snjór er á jörðinni,“ segir Vigdís Mar- teinsdóttir, kirkjuvörður í Laugarnes- kirkju í samtali við DV. Hún segir starfs- fólk kirkjunnar ekki velta sér mikið upp úr málinu. „Við treystum bara fólki til að þrífa upp eftir sig.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Vinsæll staður Víða má sjá svæði sem virðast hafa verið vinsælli en önnur hjá hundunum, þar sem safnast hefur upp talsvert af skít. Mynd Sigtryggur Ari Vart þverfótað Þó að lóðin sé vissulega stór þá er ljóst að gangandi vegfarendur þurfa að gæta hvar þeir drepa niður fæti, því talsverðar líkur eru á að þeir stígi í hundaskít. Aukapokar Hundaeigandi, sem ofbauð umgengni nokkurra svartra sauða, ákvað að skilja eftir nokkra aukapoka fyrir þá sem eiga það til að „gleyma.“ Mynd Sigtryggur Ari Kirkjulóð á kafi í hundaskít n Íbúar ósáttir við umgengni við Laugarneskirkju n Gamlar syndir afhjúpast „Þetta er viðbjóðslegt og úti um allt Allt í kring Víða á hinni stóru lóð í kringum Laugarneskirkju má finna talsvert magn af hundaskít. Augljóst er að gæsin hefur verið dugleg í vetur líka, en hundaskíturinn um allar trissur fer ekki á milli mála. Mynd Sigtryggur Ari D V gefur í dag út veglegt páskablað sem dreift er inn á hvert heimili í landinu. Útgáfu DV verður þannig háttað eftir páska að næsta vikublað eftir páska kemur til áskrifenda miðvikudaginn 30. mars í stað hefðbundinnar þriðjudags- útgáfu. Föstudaginn 1. apríl kemur síðan helgarblað DV venju samkvæmt. Á dv.is verður sem fyrr öfl- ug fréttaþjónusta alla daga yfir páskana, þar sem áskrif- endur og lesendur geta nálg- ast það helsta sem er að ger- ast í þjóðfélaginu sem og víðs vegar um veröldina. DV óskar lesendum, sem og landsmönnum öllum, gleðilegra páska. n ritstjorn@dv.is Útgáfa DV eftir páska Ótryggð steypustöð Milljónatjón hefur vegna veðurs orðið á Steypustöð Skagafjarðar, þegar þakplötur af þremur fjórðu hluta hússins fuku af þakinu. Þetta gerðist í hvassviðrinu sem gekk yfir Norðurland sunnudags- kvöldið 13.mars en veðrinu fylgdi mikil úrkoma. Þakplöturn- ar stórskemmdu bíla og tæki í nágrenninu. Fréttablaðið Feykir greinir frá þessu. Haft er eftir Ásmundi Pálmasyni að Steypustöðin sé ekki tryggð fyrir tjóni sem þessu. Búið sé að að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari vatnsleka. Meðfylgjandi mynd er úr safni. Ríkið eignast í Dohop Ríkið hefur eignast um 40 milljóna króna hlut í flugleitar vefnum Dohop, að því er fram kemur á RÚV. Hlutinn eignaðist ríkið í gegn- um stöðugleikaframlag föllnu bankanna. Á meðal eigenda Dohop er Frosti Sigurjónsson þingmaður. Hann á 17,5 prósent, eða um 150 millj- ónir króna, og er jafnframt stjórnarformaður. Ríkið á nú fjögurra prósenta hlut í Dohop en RÚV hefur eftir Frosta að hann hafi ekki vitað af því að ríkið myndi eignast hlutinn. Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I S. 540 1700 I lykill.is I lykill@lykill.is I Lykill býður þér að leigja bíl í stað þess að kaupa og lágmarka bæði kostnað og áhættu við rekstur bílsins. Innifalið í leigunni er þjónusta, viðhald, dekk, tryggingar og bifreiðagjöld, Þú velur bíl í samráði við okkur. Leigusamningur getur verið 12–36 mánaða langur. Leigugreiðslan er föst fjárhæð allan leigutímann og því engin áhætta af verðbólgu eða gengi krónunnar. Lykilleiga fyrir einstaklinga Lykill leigir bílaflota til fyrirtækja með tilheyrandi þjónustu og tekur svo við honum aftur að leigutíma loknum. Fyrirtækin njóta stærðarhagkvæmni Lykils. Þú finnur bíla sem henta þínum rekstri. Lykill sér um kaup og rekstur bílanna. Leigugreiðslan er föst fjárhæð allan leigutímann og því engin áhætta af verðbólgu eða gengi krónunnar. Flotaleiga fyrir fyrirtæki Leigulausnir Lykils Kynntu þér möguleikana á lykill.is/showroom/
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.