Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Side 8
Páskablað 22.–29. mars 20168 Fréttir
Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík
Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is
Dan Wiium Hdl, lögg.
fasteignasali, Sími 896-4013
Ólafur Guðmundsson
Sölustjóri, sími 896-4090
Þórarinn Friðriksson Lögg.
fasteignasali, sími 844-6353
Rakel Salóme Eydal
Skjalagerð
Sigurbjörn Skarphéðinsson
Lögg. fasteignasali, skjalagerð
Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár
Þessir eru í framboði
n Níu karlar og þrjár konur hafa tilkynnt forsetaframboð n Einn búsettur á landsbyggðinni
T
ólf Íslendingar hafa, þegar
þetta er skrifað, tilkynnt um
framboð sitt til embættis
forseta Íslands; níu karlar
og þrjár konur. Yngsti fram-
bjóðandinn nær 35 ára aldurstak-
markinu á árinu en sá elsti er 66 ára.
Hinn dæmigerði frambjóðandi
er fimmtugur karl, búsettur á
höfuð borgarsvæðinu. Raunar eiga
allir frambjóðendurnir, sem skráðir
eru til heimilis á Íslandi, nema einn,
Aralíus Gestur, heima á höfuð-
borgarsvæðinu. Aralíus er búsettur
í Sandgerði. Tveir eru skráðir til
heimilis í útlöndum, Guðmundur
Franklín og Ástþór Magnússon.
Margir hafa tilkynnt um framboð
sitt síðustu vikuna og því hafa engar
skoðanakannanir, þegar þetta er
ritað, mælt fylgi frambjóðenda.
Sjúkrahússpresturinn Vigfús Bjarni
Albertsson mældist í
könnun Fréttablaðsins
þann 10. mars með
12 prósentustiga fylgi
en Halla Tómasdótt-
ir 1 prósent. Þess má
þá geta að hún hafði á
þeim tíma ekki tilkynnt
framboð. Sú könnun
mældi framboð lík-
legra frambjóðenda en
sigurvegarinn, Katrín
Jakobsdóttir, hefur úti-
lokað framboð. Þá má
nefna að aðeins 39 prósent þeirra
sem spurðir voru í könnuninni tóku
afstöðu til spurningarinnar. Fylgi
þeirra sem tilkynnt hafa framboð,
er því alveg á huldu. n
Baldur Guðmundsson
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
baldur@dv.is / astasigrun@dv.is
Aralíus Gestur Jósepsson
Aldur: 34 ára Búsettur: Lækjamótum,
Sandgerði Steig fram: 3. janúar
n Ari er hvað þekktastur fyrir myndbönd
sem hann hefur birt á YouTube. Hann segist
standa fyrir auknum jöfnuði og vill bæta
lýðræðið í landinu. Þá segist hann vilja verða
maður fólksins sem hlustar.
Ástþór Magnússon
Aldur: 62 ára Búsettur: Bretlandi
Steig fram: 2. janúar
n Ástþór flytur inn rafbíla frá Bandaríkj-
unum og er stofnandi samtakanna Friðar
2000. Hann hefur fjórum sinnum boðið sig
fram til forseta, en tvívegis hefur framboð
hans verið ógilt. Hann segist standa fyrir því
að forsetinn sé hlutlaust sameiningartákn
þjóðarinnar og vill stuðla að virku lýðræði á
Íslandi. Þá vill hann að Ísland verði leiðandi
á sviði friðarmála.
Bæring Ólafsson
Aldur: 60 ára Búsettur: Kórsölum,
Kópavogi Steig fram: 18. mars
n Bæring er fyrrverandi forstjóri og fram-
kvæmdastjóri hjá Coca Cola International.
Hann segist vilja styðja aukið lýðræði,
hvetja ungt fólk áfram til menntunar og
styðja við menningarlíf, heilbrigðisstéttina
og málefni aldraðra.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Aldur: 57 ára Búsett: Framnesvegi,
Reykjavík Steig fram: 31. desember
n Elísabet er rithöfundur og var á
dögunum tilnefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs. Elísabet segist boða
stefnubreytingu, hún vill einbeita sér að því
að kenna þjóðinni (ef hún er til) að slappa
af, hætta að vinna svona mikið, fara í frí og
staðnæmast jafnvel á miðri göngu og horfa
til himins.
Guðmundur Franklín Jónsson
Aldur: 66 ára Búseta: Danmörku
Steig fram: 20. mars
n Guðmundur er stofnandi stjórnmálaflokks-
ins Hægri-grænna sem nýverið rann inn í Ís-
lensku þjóðfylkinguna. Guðmundur hefur ekki
gefið út stefnuyfirlýsingu, en í framboðstil-
kynningu kom fram að eftir því sem hann
eltist gerði hann sér grein fyrir forréttindum
þess að fæðast Íslendingur og vildi þjóna fólk-
inu í landinu af auðmýkt og heiðarleika.
Halla Tómasdóttir
Aldur: 47 ára Búsett: Sunnubraut,
Kópavogi Steig fram: 17. mars
n Halla er rekstrarhagfræðingur sem hefur
komið að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík
og var annar stofnenda Auðar Capital. Hún
kom einnig á Þjóðfundinum árið 2009.
Halla segist vera ötull talsmaður þess að
Íslendingar horfi til víðari skilgreiningar á
arðsemi og ekki bara til fjárhagslegs arðs.
Hún vill virkja konur til áhrifa og sjá fleiri
frumkvöðla að störfum. Höllu er hugleikið að
á Íslandi byggist upp samfélag réttlætis sem
virkjar allan sinn mannauð til gagns.
Heimir Örn Hólmarsson
Aldur: 35 ára Búsettur: Akurgerði,
Reykjavík Steig fram: 4. mars
n Heimir Örn er rafmagnstæknifræðingur
og með meistaragráðu í verkefnastjórnun.
Hann starfar hjá Icelandair sem áreiðan-
leikasérfræðingur. Heimir vill beita sér
fyrir réttlæti, mannréttindum og jafnrétti,
forvörnum og vitundarvakningu, landkynn-
ingu og uppbyggingu menningar og lista.
Þá vill hann efla lýðræðið í landinu og telur
hlutverk forseta að vera traustur öryggis-
ventill sem gætir hagsmuna heildarinnar.
Hildur Þórðardóttir
Aldur: 48 ára Búsett: Kristnibraut,
Reykjavík Steig fram: 3. janúar
n Hildur er þjóðfræðingur, rithöfundur
og heilari. Hildur segist standa fyrir betra
samfélag, meira vald til fólksins og hún vill
auka jöfnuð. Þá eru henni náttúruvernd og
mannréttindi fyrir alla hugleikin. Forseta-
embættið er sameiningartákn þjóðarinnar,
forseti er andlegur leiðtogi hennar og
öryggisventill gegn Alþingi. Hún segir að
forsetaembættið sé ekki frátekið fyrir
dægurstjörnur íslensks samfélags.
Hrannar Pétursson
Aldur: 42 ára Búsettur: Garðastræti,
Reykjavík Steig fram: 20. mars
n Hrannar er félagsfræðingur og hefur með-
al annars starfað sem framkvæmdastjóri hjá
Vodafone og verið talsmaður fyrirtækisins.
Hann hefur undanfarið verið sjálfstætt
starfandi ráðgjafi í upplýsingamálum.
Hrannar segist vera þeirrar skoðunar að
forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki
og sam félagslegu. Forseti á að leggja sig
fram um að sameina fólk, vera sanngjarn og
staðfastur. Þá á á forseti að tala fyrir gagn-
kvæmum skilningi ólíkra skoðana.
Sturla Jónsson
Aldur: 49 ára Búsettur: Tröllaborgum,
Reykjavík Steig fram: 19. mars
n Sturla er vörubílstjóri og bauð fram undir
eigin nafni í kosningum til Alþingis 2013.
Hann hefur verið áberandi þátttakandi
í þjóðfélagsumræðunni, sérstaklega frá
hruni. Sturla er sá eini sem þegar hefur
safnað 3.000 meðmælendum.
Vigfús Bjarni Albertsson
Aldur: 41 árs Búsettur: Kambsvegi,
Reykjavík Steig fram: 6. mars
n Vigfús Bjarni er sjúkrahússprestur á
Landspítalanum í Reykjavík. Hann segir að
forsetaembættið geti minnt á það sem er
mikilvægast í samfélagsgerð okkar og segir
að Íslendingar þurfi að varðveita hver annan.
Forseti eigi að lyfta því sem vel er gert og gefa
þeim rödd sem ekki hafi hana. Embættið eigi
að sameina þjóðarsálina og minna á dugnað,
þrautseigju og sköpunargáfu Íslendinga.
Þorgrímur Þráinsson
Aldur: 57 ára Búsettur: Tunguvegi,
Reykjavík Steig fram: 24. nóvember
n Þorgrímur er rithöfundur, fyrrverandi
landsliðsmaður í knattspyrnu og hefur sinnt
forvarnarfræðslu fyrir ungmenni. Þorgrímur
hefur ekki gefið upp ákveðnar línur varðandi
sýn sína á forsetaembættið en segist vilja
verða forseti barna og manngæsku sem verði
óhræddur við að hlusta á sérfræðinga. Hann
ætli ekki að þykjast vera annar enn hann er.