Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Side 18
Páskablað 22.–29. mars 201618 Fréttir
Safnaverðlaunin eru viðurkenning,
veitt annað hvert ár íslensku safni
fyrir framúrskarandi starfsemi.
ÓSKAÐ ER EFTIR ÁBENDINGUM
frá almenningi, stofnunum og
félagasamtökum um safn eða
einstök verkefni á starfssviði
safna sem þykja til eftirbreytni
og íslensku safnastarfi til
framdráttar. Söfnum er jafnframt
heimilt að senda inn kynningar
á eigin verkefnum.
Til greina koma sýningar, útgáfur
og annað er snýr að þjónustu við
safngesti jafnt sem verkefni er
lúta að faglegu innra starfi svo
sem rannsóknir og varðveisla.
Valnefnd tilnefnir þrjú söfn
eða verkefni sem tilkynnt verða
á Alþjóðlega safnadeginum
á Íslandi, 18. maí og hlýtur eitt
þeirra viðurkenninguna. Safna
verð launin verða veitt í tíunda
sinn 13. júlí 2016 á Bessastöðum.
Ábendingum skal skilað í síðasta
lagi 17. apríl 2016
Sendist:
Safnaverdlaun@icom.is eða
Safnaverðlaunin 2016 – Íslandsdeild
ICOM – pósthólf 1513 – 121 Reykjavík
Íslandsdeild alþjóðaráðs safna – ICOM og
FÍSOS – Félag íslenskra safna og safnmanna
standa saman að verðlaununum.
ÍSLENSKU SAFNaVERÐLAUNIN
2012
ÍSLENSKU
SAFNAVERÐLAUNIN
2016
66°Norður sótti 186
milljóNir til möltu
Fataframleiðandinn fær greitt vegna dómsmáls sem fyrrverandi forstjóri þess vann í Hæstarétti
m
altverska félagið Molden
Enterprises Limited var
á föstudag dæmt til að
greiða 66°Norður alls 186
milljónir króna vegna
dómsmáls sem fyrrverandi forstjóri
fataframleiðandans vann gegn því.
66°Norður höfðaði málið á þeirri
forsendu að Molden Enterprises,
sem hét áður Egus Inc. og var þá
í eigu kvikmyndaframleiðandans
Sigur jóns Sighvatssonar, hefði lofað
að greiða félaginu kostnað af starfs-
lokum forstjórans. Héraðsdómur
Reykjavíkur féllst á það og dæmdi
maltverska félagið til að bæta fata-
framleiðandanum tjónið.
Lofaði skaðleysi
Málshöfðun 66°Norður (Sjóklæða-
gerðarinnar hf.) á hendur Molden
Enterprises er í dómi héraðsdóms
rakin til kaupa samlagshlutafélags-
ins SF II á 51% hlut í fataframleið-
andanum af maltverska félaginu
í júní 2011. Molden var þá eigu
Sigur jóns Sighvatssonar en hann
og tryggingafélagið Sjóvá-Almenn-
ar yfirtóku 66°Norður í janúar 2005.
Í samningi Molden og 66°Norður
var ákvæði um að fyrrnefnda félagið
ábyrgðist að kaupréttur sem Halldór
Gunnar Eyjólfsson, fyrrverandi for-
stjóri 66°Norður, átti samkvæmt
ráðningarsamningi væri fallinn úr
gildi. Halldór ætti engar kröfur á
hendur félaginu. Ef til málaferla
um kaupréttinn kæmi myndi malt-
verska félagið bæta íslenska fyrir-
tækinu allan kostnað sem væri um-
fram það sem leiddi af uppgjöri
ráðningarsamnings forstjórans.
Halldór Gunnar höfðaði mál á
hendur 66°Norður í mars 2012 og
rúmum tveimur árum síðar stað-
festi Hæstiréttur að fyrirtækið
þyrfti að greiða honum 110 millj-
ónir króna vegna kaupréttarins.
Lögmenn Molden önnuðust mála-
reksturinn í nafni 66°Norður í sam-
ræmi við ákvæði kaupsamningsins
frá júní 2011. Í október 2014, einu og
hálfu ári eftir að Sigurjón sagði al-
farið skilið við fataframleiðandann,
krafði 66°Norður síðan maltverska
félagið um 186 milljónir króna.
Staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur
eins og áður segir greiðsluskyldu
þess í lok síðustu viku.
Keyptu Sigurjón út
DV hefur ekki upplýsingar um hvort
Sigurjón Sighvatsson sé enn eigandi
Molden Enterprises. Hann sagði
skilið við 66°Norður í mars 2013
þegar hann seldi 49% hlut sinn í fyr-
irtækinu til SF II sem var þá að fullu
í eigu Helga Rúnars Óskarssonar,
núverandi forstjóra og eiganda
fataframleiðandans, og Bjarneyjar
Harðardóttur, eiginkonu hans.
Nokkrum mánuðum áður en sú sala
gekk í gegn hafnaði Héraðsdómur
Reykjaness kröfu félags Sigurjóns
um að sýslumaðurinn í Hafnar firði
yrði fenginn til að setja lögbann
á að Bjarney fengi að starfa fyrir
fyrir tækið. Samkvæmt frétt mbl.is
um deilurnar innan eigendahóps-
ins, sem birtist 19. september 2012,
var krafan tilkomin vegna meintra
starfa Bjarneyjar fyrir Sjóklæða-
gerðina eftir að ráðningarsamning-
ur við hana rann út.
Einkahlutafélagið Hrós, sem
Helgi Rúnar er í forsvari fyrir, var í
byrjun mars dæmt til að greiða sjóða-
stýringarfyrirtækinu Stefni, dóttur-
félagi Arion banka, 86 milljónir
króna ásamt dráttarvöxtum.
Héraðs dómur Reykjavíkur staðfesti
þá að SÍA I, framtakssjóður í stýr-
ingu Stefnis, ætti rétt á viðbótar-
greiðslu vegna 327 milljóna króna
leiðréttingar á gengistryggðum lán-
um 66°Norður. Eins og kom fram
í frétt DV lásu starfsmenn Stefnis
um leiðréttinguna í fjölmiðlum í
október 2014 eða rúmum tveimur
árum eftir að félag Helga keypti SÍA
I út úr eigendahópi 66°Norður. SÍA
I átti 74% hlut í SF II þegar félagið
keypti 51% hlutinn í 66°Norður af
félagi Sigurjóns í júní 2011.
Hrós gagnstefndi Stefni fyrir
héraðs dómi þar sem þess var krafist
að félagið ætti rétt á afslætti af 582
milljóna kaupverðinu sem það
greiddi fyrir hlut SÍA I í 66°Norður.
Ástæðan væri meðal annars dóms-
málið sem Halldór Gunnar Eyjólfs-
son vann fyrir Hæstarétti. Héraðs-
dómur Reykjavíkur sýknaði Stefni af
kröfu Hróss. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Eigandi 66°Norður Helgi Rúnar Óskars-
son var ráðinn forstjóri fataframleiðandans
í febrúar 2011.
Seldi sig út Sigurjón Sighvatsson átti
Egus Inc., nú Molden Enterprises Limited,
þegar SF II keypti 51% í 66°Norður af malt-
verska félaginu. MyNd RóbERt REyNiSSoN
Þ
ingmenn allra stjórnarand-
stöðuflokkanna á Alþingi
hafa rætt um að leggja fram
vantrauststillögu á Sigmund
Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra. Ástæðan er upplýsingar um
að eiginkona hans, Anna Sigurlaug
Pálsdóttir, eigi fjármuni í félaginu
Wintris Inc. sem er skráð á Tortola
á Bresku Jómfrúaeyjunum. Róbert
Marshall, þingmaður Bjartrar fram-
tíðar, sagði í Morgunútvarpi Rásar
2 í gær, mánudag, enga ákvörðun
hafa verið tekna innan þingflokks-
ins um hvort vantrauststillaga yrði
lögð fram. Sjálfur væri hann þeirrar
skoðunar að leggja eigi slíka tillögu
fram. Helgi Hrafn Gunnarsson, þing-
maður Pírata, hafði þá áður sagt það
óhugsandi að forsætisráðherra sæti
áfram. Þingflokkur Samfylkingarinn-
ar hefur að sögn Árna Páls Árnasonar,
formanns flokksins, ekkert ákveðið
um vantrauststillögu þrátt fyrir að
meðlimir hans hafi heyrt af slíkum
vangaveltum. Katrín Jakobsdóttir, for-
maður VG, tók í gær í sama streng og
Árni og sagði þingflokk hennar ekki
hafa rætt vantraust á Sigmund. n
Skoða vantraust á Sigmund
Þingmaður Bjartrar framtíðar vill leggja tillöguna fram
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson hefur verið gagnrýndur
harðlega vegna félags sem eiginkona hans
á á Tortola. MyNd SiGtRyGGuR ARi