Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Side 40
Páskablað 22.–29. mars 201640 Fólk Viðtal I ðulega hefjast viðtöl af þessu tagi með lýsingu á veðri og að- stæðum á kaffihúsi. Hér er ekki þörf á því. Fyrir framan mig situr Kári Stefánsson, vísindamaður, læknir og margt fleira. Skegg og hár er hvítt. Hann er svartklæddur frá hálsi og niður úr. Hann er íbygginn. Næstum eins og að hann sé við það að finna nýtt gen. „Ég er í góðu jafnvægi,“ svarar hann spurningunni: Hvernig ertu? „Æi,“ hrekkur upp úr mér. „Nei, nei. Ég verð iðulega brjálaður mjög fljótt.“ Hann áttar sig á að fyrir blaðamann er vænlegra að hafa hann þeim megin. Kári hefur farið mikinn í samfé- lagslegri umræðu á Íslandi síðustu vikurnar og rifist við forystumenn ríkisstjórnarinnar. Þó mest við Sig- mund Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra. Kári. Þú leggur af stað með undir- skriftasöfnun sem hefur það mark- mið að auka útgjöld til heilbrigð- iskerfisins – og já, til hamingju með árangurinn í henni. Þú endar svo í hávaðarifrildi við forsætisráðherra. „Ég mótmæli því harðlega að það hafi leitt til hávaðarifrildis milli mín og forsætisráðherra.“ Sigmundur of viðkvæmur Þið hafið skipst mjög harkalega á skoðunum. „Ég held að forsætisráðherra hafi orðið á svolítil mistök í þessu öllu saman. Hann hefur litið á undir- skriftasöfnunina sem gagnrýni á sína ríkisstjórn og það á sjálfsagt rætur að rekja til þess að hann hefur upp á síðkastið, að mínu mati, verið of viðkvæmur fyrir eðlilegu aðhaldi í samfélaginu. Hann kom inn í ís- lensk stjórnmál sem ferskur vindur á vordegi og leiddi af miklum dugn- aði og kjarki baráttu gegn þessum Icesave-samningum. Hann vann þar þessari þjóð mikið þarfaverk. Við get- um öll verið honum þakklát fyrir það. Upp á síðkastið finnst mér hann hafa orðið óþarflega viðkvæmur fyrir gagnrýni sem alltaf hlýtur að vera beint að forsætisráðherra og það öllum stundum. Ég held hann hafi ekki áttað sig á hversu mikil upphefð það var að vera undir fer- tugu og vera orðinn forsætisráð- herra. En þegar maður tekur við slíku starfi setur hann sig í miðj- una í þess háttar gagnrýni. Ég held að hann hafi tekið þessari undir- skriftasöfnun sem gagnrýni á sig og sína ríkisstjórn, sem er al- ger misskilningur. Þessi undir- skriftasöfnun er tilraun til þess að fá fólkið í landinu til þess að tjá sig um ákveðinn málaflokk. Ég gerði það í þeirri von að hægt væri að nota það til þess að breyta því hvernig við for- gangsröðum í ríkisfjármálum. Þegar fólk ræðir hvert hlutverk samfélagsins eigi að vera þá greinir okkur á. Fæddir sósíalistar eins og ég telja að samfélagið eigi að gera allt fyrir okkur og svo eru það frjáls- hyggjumennirnir, sem finnst að samfélagið eigi að gera mjög lítið. En ég held að við séum öll sammála um að samfélagið á að hlúa að þeim sem eru meiddir og lasnir í okkar samfélagi. Ef við gerum það ekki þá erum við ekki samfélag. Við höfum verið að heykjast á þessu á síðustu áratugum. Við höfum ekki fjárfest í heilbrigðiskerfinu þannig að það geti sinnt þessu hlutverki. Ég var að reyna með þessari undirskriftasöfn- un að fá fólk til að þröngva stjórn- málamönnum til þess að forgangs- raða á annan hátt, setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðiskerfið. Með þessu má segja að ég sé að gagnrýna síðasta aldarfjórðung af íslenskri pólitík. Með því má svo aftur segja að gagnrýnin hitti okkur fyrir, þjóð- ina sem kýs það fólk sem stjórnar landinu. Það er hreinn misskilning- ur hjá Sigmundi að líta á þetta sem gagnrýni á hann eða hans flokk.“ En þið hafið misst ykkur í persónulega hluti? „Ég er algerlega ósammála því. Ég held að það hafi verið mistök af Sig- mundi að skrifa grein þar sem hann kallar mig Toppara landsins. Það er gersamlega út í hött fyrir mann í hans stöðu að láta draga sig út í slíkt. Ég hins vegar, sem venjulegur þegn í þessu samfélagi, hef miklu meira frelsi til að tjá mig.“ Strákpjakkurinn forsætisráðherra „Það kann vel að vera að uppeldi mitt spili inn í. Ég var alinn upp á heimili þar sem við bræðurnir vorum fjórir og það var mikið slegist og kné látið fylgja kviði. Síðan risu menn bara upp og voru vinir. En ég hef ekki bara skotið föstum skotum að Sigmundi. Ég hef líka skotið á Bjarna Benediktsson og við höfum samt setið saman á síðustu tveimur dögum og átt fínar sam- ræður og verið býsna sammála um margt er lýtur að heilbrigðiskerfinu.“ En hefurðu hitt Sigmund eitthvað eða heyrt í honum? „Nei. Ég reyndi að ná sambandi við hann til þess að ræða hvernig ég gæti skilað honum þessari undir- skriftasöfnun þannig að hún líti ekki út sem gagnrýni á ríkisstjórnina en Sigmundi finnst ég of vondur maður til þess að ræða við mig. Hann á dáldið erfitt strákpjakk- urinn með að hysja sig upp úr þeirri skoðun að hann hafi verið barinn of fast. Þetta er misskilningur. Menn eiga að geta tekist á og eiga að geta kveðið fast að en samt sest niður að kvöldi og rætt saman og leyst vanda- mál.“ Þegar við Kári sitjum saman flett- um við upp á endurreisn.is og könn- um stöðuna á undirskriftasöfnun- inni. Teljarinn segir 84.720. Hverju á þessi undirskriftasöfnun að breyta? „Ég er að vonast til þess að Heilbrigðismál verða næsta kosningamál „Allt erfðamengi mitt hefur verið raðgreint tvisvar Eggert Skúlason eggert@dv.is „Þessi undir- skriftasöfn- un er tilraun til þess að fá fólk- ið í landinu til þess að tjá sig um ákveðinn málaflokk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.