Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Qupperneq 42
Helgarblað 22.–29. mars 20162 Bílablaðið - Kynningarblað
Íslyft afhendir í vikunni sex
nýja Goupil-rafmagnsbíla
Fyrirtækin IGS og Airport Associates á Keflavíkurflugvelli bæta við flotann
F
yrirtækið Íslyft og Steinbock
þjónustan ehf. afhentu nú í
vikunni sex nýja Goupil-raf-
magnsbíla til IGS og Airport
Associates á Keflavíkur-
flugvelli. Fyrir eiga þessi fyrirtæki
meira en 20 Goupil-bíla. Að sögn
Péturs Svavarssonar sölumanns er
Íslyft líklega það fyrirtæki sem hef-
ur selt einna flesta rafmagnsbíla á
íslenska markaðnum en fyrirtækið
selur rafmagnsbíla frá Goupil,
Melex og Linde. „Þessir bílar eru
notaðir t.d. í álverksmiðjum, af
bæjarfélögum, kirkjugörðum, í
þjónustu á flugvöllum og víðar,“
segir hann.
Yfir 5.000 Goupil-bílar í
notkun í dag
Pétur segir að Goupil, sem er
franskur framleiðandi, hafi verið
stofnað árið 1996 af tveimur raf-
magnsverkfræðingum. „Eftir mikla
vinnu hjá þeim við að útfæra bílinn
kom fyrsti G3-bíllinn í almenna sölu
árið 2001. Síðan þá hefur vöxtur fyr-
irtækisins verið ótrúlegur, hann
hefur verið um 40% á ári. Árið 2011
keypti bandaríska fyrirtækjasam-
steypan Polaris Industries Goupil.
Goupil er samt sem áður rekið sem
sjálfstætt fyrir tæki. Yfir fimm þús-
und Goupil bílar eru í notkun í dag.
„Hægt er að fá Goupil-bílana í ým-
iss konar útfærslum, s.s. með föst-
um eða sturtanlegum palli, há-
þrýsti- eða vökvunardælum, fyrir
ruslsöfnun, kössum með renni-
hurðum o.m.fl. Einn af mörgum
kostum Goupil er mikil burðargeta
sem er allt að 700 kíló á palli og get-
ur hann dregið þriggja tonna kerru.
Í boði er tveggja ára ábyrð. Val-
ið stendur um nokkrar stærðir af
rafgeymum sem alla er hægt er að
hlaða í 16A raftenglum. Rafgeymar
eru með fjögurra ára ábyrgð/1.500
hleðslur og hægt er að keyra allt að
120 kílómetra á einni hleðslu. Í bíl-
unum eru sýrurafgeymar með sjálf-
virkri vatnsáfyllingu,“ segir Pétur.
Þekktir fyrir
framúrskarandi þjónustu
Boðið er upp á mislangar og breiðar
útgáfur með keyrsluhraða allt að
40 kílómetrum. Beygjuradíus er
aðeins 3 metrar. Einnig er Goupil
nú fáanlegur í raf-hybrid útgáfu.
Íslyft og Steinbock þjónustan ehf.
hafa verið markaðsráðandi í sölu
á lyfturum á Íslandi og verið sölu-
hæst í hefðbundnum rafmagns- og
dísillyfturum sl. 20 ár. Fyrirtækið er
þekkt fyrir framúrskarandi þjón-
ustu. n
Íslyft og Steinbock þjónustan ehf.
Vesturvör 32,
200 Kópavogur
Sími: 564-1600
islyft@islyft.is