Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Qupperneq 58
Páskablað 22.–29. mars 201650 Skrýtið Sakamál - Leiðandi á leiksvæðum jh@johannhelgi.is • johannhelgi.is HEILDARLAUSNIR FYRIR LEIKSVÆÐI Uppsetningar, viðhald og þjónusta • Útileiktæki • Girðingar • Gervigras • Hjólabrettarampar • Gúmmíhellur • Fallvarnarefni Tilboð á Lappset útileiktækjum 2016 Leitið til sölumanna í síma 565 1048 Óði hundur og Kjötbolla n Joseph Taborsky gekk berserksgang um tíu vikna skeið n Engum skyldi eirt B andaríkjamaðurinn Joseph Taborsky var ekki merki­ legur pappír. Hann fæddist árið 1924 í Connecticut og var síðar tekinn af lífi í því sama fylki. Afbrot hans samanstóðu af röð rán og morða á 6. áratug síðustu aldar og fékk hann viðurnefnið Óði hundur vegna ódæða sinna. Ásamt vini sínum, Arthur „Kjöt­ bollu“ Culcombe, einbeitt hann sér að verslunum og gjarna voru eigendur þeirra liðið lík þegar kumpánarnir yfirgáfu verslanirnar með ránsfeng sinn. Einnig nauðg­ aði Taborsky nokkrum konum og kyrkti í kjölfarið. Á dauðadeild Ferill Taborskys varði aðeins í sex vikur, en fyrsta morðið framdi hann árið 1950, ásamt yngri bróður sínum Albert, í West Hartford í Connecticut. Fórnarlambið var verslunar eigandinn Louis Wolfson og fyrir vikið fékk Taborsky dauða­ dóm. Albert slapp með lífstíðar­ dóm fyrir að hafa borið vitni fyrir ákæruvaldið. Taborsky eyddi rúmum fjórum árum á dauðadeild en dómur hans var mildaður þegar eina vitnið gegn honum, Albert, var úrskurðað andlega vanheilt, geðbilað eins og áður var sagt, og vistað á stofnun. Joseph Taborsky losnaði úr grjótinu í október 1955, hélt til í Brooklyn en heimsótti iðulega móður sína, Mabel, í Connecticut. Í slagtogi með Culcombe Á þessum tíma þvældist Taborsky um með áðurnefndum Arthur Culcombe og 15. desember, 1956, hófst blóðugt, tíu vikna tímabil í Connecticut. Klukkan sex um kvöldið skutu þeir félagar Nickola Leone til bana í klæðskeraverslun hans í Hartford. Um klukkustund síðar hlaut Ed­ ward Kurpewski, þrítugur eigandi bensínstöðvar, sömu örlög. Hann var neyddur niður á hnén og síðan skotinn í hnakkann. Á sama tíma var Daniel Janowski svo ólánsamur að aka bifreið sinni inn í viðgerðaraðstöðuna á bensín­ stöðinni. Taborsky dró hann út úr bílnum og skaut hann tvisvar í höfuðið. Culcombe óhlýðnast Tæpri viku síðar rændu Taborsky og Culcombe matvöruverslun í eigu Arthurs Vinton, 64 ára, og konu hans, 62 ára. Þriggja ára stúlka, barnabarn hjónanna, var í verslun­ inni á sama tíma. Taborsky lamdi hjónin sundur og saman þar til þau lágu meðvit­ undarlaus á gólfinu. Skipaði hann Culcombe að myrða stúlkuna en Culcombe hugnaðist það ekki, kom henni fyrir á bak við kæliborð, sagði henni að vera hljóð og skaut einu skoti í gólfið. Þann 26. desember hnaut ein­ hver um líkið af Samuel Cohn innan við afgreiðsluborðið í versl­ un hans í East Hartford. Stórfættur slúbbert Klukkan sjö að kvöldi 5. janúar, 1957, varð Frank Adinolfi, eigandi skóverslunar, fyrir barðinu á þrjót­ unum tveimur. Þegar þeir voru í óða önn að berja Adinolfi með byssum sínum bar að garði hjónin Bernard og Ruth Speyer og skipti engum togum að Taborsky sendi þau yfir í eilífðina með skoti í höfuðið. Fyrir einhverja slembilukku lifði Adinolfi barsmíðarnar af. Hann hlýtur að hafa verið skósali af lífi og sál því þrátt fyrir allt og allt tók hann eftir því að Taborsky var óvenju stórfættur. Með þær upplýsingar í huga leitaði lögreglan að stórfætt­ um slúbbert í skýrslum sínum. Makleg málagjöld Lögreglan hafði þó ekki hendur í hári Taborskys og Culcombes fyrr en 23. febrúar. Þá hafði þeim tekist að myrða sitt síðasta fórnarlamb, John M. Rosenthal, tæplega sjö­ tugan lyfjasala. Þann 26. janúar skaut Taborsky Rosenthal tveimur skotum í bringuna í verslun hans við Maple­breiðgötu í Hartford. Sem fyrr segir voru tvímenn­ ingarnir handteknir í febrúar. Báðir fengu dauðadóm, en Culcombe áfrýjaði og niðurstaðan varð lífs­ tíðardómur honum til handa. Hann var ekki talinn reiða vitið í þverpok­ um og einnig var honum talið til tekna að hafa þyrmt lífi barnabarns Vinton­hjónanna. Joseph Taborsky mun vera einn um þann vafasama heiður að hafa tvisvar verið sendur á dauðadeild. Í seinna skiptið átti hann ekki aftur­ kvæmt því lífshlaupi hans lauk 17. maí, 1960, í rafmagnsstól í fangelsi í Wethersfield í Connecticut. n „Þegar þeir voru í óða önn að berja Adinolfi með byssum sínum bar að garði hjónin Bernard og Ruth Speyer. Ákærður Taborsky (lengst t.h.) var 36 ára þegar hann fór til fundar við skapara sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.