Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Page 63

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Page 63
Lífsstíll 55Páskablað 22.–29. mars 2016 Hópefli í fákaseli Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.Is | símI: 483 5050 Matur, drykkur og skemmtun Lærðu þetta og bjargaðu mannslífi K annt þú að bregðast við ef þú kemur að slysi, ef ein­ hver nálægt þér hnígur nið­ ur með hjartaáfall eða barn nær ekki andanum eftir að hafa gleypt smáhlut? Auðvitað er lykilatriði að hringja alltaf í 112 eftir aðstoð, en það er mikilvægt að veita einnig fyrstu hjálp þar til fag­ fólk mætir á staðinn. Það getur skipt öllu varðandi það hvort viðkomandi nái sér að fullu eða ekki. Þess vegna er mikilvægt að kunna réttu hand­ tökin og helst sækja skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum ef kostur gefst. Byrjaðu á því að læra þessi fimm atriði og þú gætir bjargað mannslífi. Lærðu hjartahnoð og á hjartastuðtæki Þetta tvennt er það mikil­ vægasta sem þú getur lært þegar kemur að því að bjarga mannslífum. Fjöldi fólks fær hjartaáfall á hverju einasta ári og í flestum tilfellum gerist það í heimahúsum. Að veita einhverjum hjarta­ hnoð í þeim aðstæðum, þar til að sjúkrabíll kemur á stað­ inn, getur þrefaldað lífslíkur viðkomandi. Hjartastuðtæki eru á mörgum opin berum stöðum eins og sundlaug­ um og íþróttahúsum en þau gera ekki mikið gagn nema vera notuð rétt. Það er því mikilvægt að læra á slík tæki. Stöðvaðu blæðingu rétt Margir halda að þegar mikil blæð­ ing á sér stað, þá eigi að reyna að loka æðinni sem blæðir úr með einhverjum hætti, en það er ekki rétt. Mikil­ vægt er að þrýsta vel á sár­ ið og lyfta upp þeim lík­ amshluta sem blæðir úr, helst þannig að sárið sé ofar en hjartað. Best er að þrýsta á sárið með sótthreinsaðri grisju eða sárabindi, en ef það er ekki við höndina má nota handklæði eða létta flík, eins og stutterma­ bol. Ekki færa slasaða einstaklinga Það getur gert illt verra ef slasaðir einstaklingar eru færðir til á slysstað. Fólki gengur að sjálfsögðu vel til og vill reyna að láta þeim slas­ aða líða betur með því að koma hon­ um á þægi­ legri stað. En slíkar til­ færingar geta valdið miklum skaða. Þess vegna er mikilvægt að hafa þá lykilreglu að leiðarljósi að hreyfa aldrei slasaða úr stað nema augljós hætta sé yfirvofandi, eins og eldsvoði eða drukknun, ef ekkert er að gert. Lærðu rétt „bakhögg“ Nú er frekar mælt með því að nota bakhögg­að­ ferðina heldur en Heim­ lich­takið ef einhver er að kafna. Allavega til að byrja með. Beygðu við­ komandi fram og sláðu fimm sinnum ákveðið á milli herðablaðanna með neðsta hlutanum af lófanum. Ef það virkar ekki gríptu þá til Heimlich­taksins. Stattu fyrir aftan viðkomandi, haltu hnefunum saman fyrir ofan nafla­ svæðið og þrýstu upp á við fimm sinnum. Þetta skal endurtaka þar til aðskotahluturinn losnar úr hálsin­ um, eða þar til viðkomandi missir meðvitund. Þá þarf að grípa til hjartahnoðs. Ef um er að ræða ung­ barn, undir eins árs, skal barnið lagt á grúfu yfir framhand­ legginn, þannig að andlitið sé í lófa þínum og höfuðið vísi niður. Sláðu fimm sinnum á milli herðablaðanna og snúðu barninu svo við og þrýstu snöggt með tveimur fingr­ um allt að fimm sinnum á miðjan brjóstkassann. Hafðu asprín við höndina Þegar einstaklingur fær hjartaáfall getur verið gott fyrir viðkomandi að taka inn asprín því það er blóð­ þynnandi og getur komið í veg fyrir að frekari stífla myndist í æðunum. Best er þó að ráðfæra sig við neyðar­ línuna áður en asprín er gefið en það tekur mjög skamman tíma að virka ef viðkomandi tyggur töfluna. n n Fyrsta hjálp getur skipt sköpum n Gott að fara á skyndihjálparnámskeið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.