Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Síða 72
64 Menning Páskablað 22.–29. mars 2016
Augnheilbrigði
Thealoz inniheldur trehalósa sem er nátt-
úrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum
og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna horn-
himnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án
rotvarnarefna og má nota með linsum.
Hvarmabólga og þurr augu.
Fæst í öllum helstu apótekum.
Gagnaveita íslenskra
huldubókmennta
n Guðrún Heiður Ísaksdóttir og Sveinn Benediktsson varðveita innihald íslenskra bókverka
Á
bak við Dulkápuna leynist
ógrynni af óvenjulegum orð-
um, sjaldséðum myndum og
frumlegri nálgun á form bók-
arinnar. Vefsíðan dulkapan.
net er gagnagrunnur og upplýsinga-
veita um bók- og textaverk eftir mynd-
listarmenn. Þar eru verkin skrásett og
varðveitt, upplýsingar skráðar, mynd-
ir og myndbönd af þeim birt og sum-
um verkum er jafnvel hægt að fletta í
heild sinni á stafrænu formi.
Vefsíðan var opnuð opinberlega á
HönnunarMars og um leið sýndu að-
standendur hennar fjölbreytt úrval
bókverka í Núllinu, sýningaými Ný-
listasafnisns í kjallaranum að Banka-
stræti 0.
Vantaði vettvang fyrir bókverk
„Hugmyndin að því að gera svona
gagnasafn á internetinu kviknaði fyrir
tveimur eða þremur árum. Ég hef
alltaf haft mjög mikinn áhuga á bók-
verkum og Svenni var mikið að pæla
í alls konar „zines“ og umgekkst hóp
af fólki sem var mikið að gera svo-
leiðis sjálfútgefin tímarit. Mér fannst
bara vanta vettvang til að geta skoð-
að svona efni,“ segir Guðrún Heiður
Ísaksdóttir myndlistarkona en hún
stendur að Dulkápunni ásamt Sveini
Benediktssyni, grafískum hönnuði.
„Mörg svona verk eru geymd á
listasöfnum og í kössum hér og þar en
það þora ekki allir að mæta og biðja
um að fá að skoða bókverkin. Þess
vegna spratt sú hugmynd að setja
þetta allt á einn stað þar sem maður
gæti að minnsta kosti fengið grunn-
upplýsingar um verkin en helst að
maður gæti skoðað þau í heild sinni,“
útskýrir Guðrún.
„Við fengum styrk frá Rannís í
fyrrasumar og þá fórum við að hanna
útlitið og byrjuðum að leita að verk-
um. Við höfðum samband við Ný-
listasafnið, en það hafði skrásett sín
bókverk fyrir Sarpinn, þannig að við
fengum að nota þann upplýsinga-
pakka. Svo fórum við að leita að verk-
um og hafa samband við einstaklinga,“
segir Guðrún og Sveinn skýtur inn í:
„Sarpur.is er auðvitað frábært safn,
en okkur langaði að fara lengra með
þetta. Við vildum vera með gagna-
banka sem væri sérstaklega hugsaður
fyrir bókverk og önnur textaverk
myndlistarmanna,“ segir hann.
Snýst um að varðveita
innihaldið
„Við viljum setja sem flest sjaldgæf
verk inn á síðuna, sýna verk sem er
erfitt fyrir almenning að komast að,“
segir Sveinn.
„Oft leyfa söfn eða eigendur ekki
öllum almenningi að koma og fletta
þeim – enda væru þau þá mjög fljót
að skemmast. Ef verkið er til í staf-
rænu formi getur það hins vegar
flakkað um allt og fleiri fengið að
njóta þess. Safnarar og söfn geta rifist
um upprunalegu eintökin, en við höf-
um mestan áhuga á innihaldinu,“
segir hann. „Það eru til ótal verk sem
eru svo uppfull af frábær hugmynd-
um, það væri einfaldlega svo leiðin-
legt ef þau glötuðust. Maður veit
aldrei hvað gæti komið fyrir verk, það
gæti til dæmis komið upp eldur eða
verkið týnst.“
Markmið Dulkápunnar er enn
fremur að varðveita bókverkin og
miðla innihaldi þeirra á nýstárlegan
og óhefðbundinn hátt – enda segir
tvívíð ljósmynd eða afrit oftar en ekki
bara hálfa söguna.
„Okkur finnst mjög spennandi að
hugsa um hvernig við getum komið
bókverkinu frá okkur á óhefðbundinn
hátt. Getum við brotið þetta upp, látið
höfundinn lesa upp, eða látið hann
gera gjörning og tekið hann upp? Ef
verkin eru þess eðlis að við náum ekki
að skanna þau getur verið gaman að
birta myndbönd af því þegar flett er
rólega í gegnum þau. Það getur verið
mjög fallegt og þá fær fólk tilfinningu
fyrir innihaldinu. Ef þetta er ekki mik-
ill lestur – eins og til dæmis mörg verk
eftir Dieter Roth, sem eru frekar geó-
metrísk og myndræn – þá er það alveg
jafn góð leið til að sýna innihaldið.
Þetta er það sem Dulkápan snýst um:
að varðveita innihaldið,“ segir Sveinn.
Viðburðir og útgáfa
Dulkápan er nú á fullu að leita uppi
og skrásetja verk en Guðrún og
Sveinn vonast líka til að listamenn og
eigendur hafi samband og hjálpi til
við skráningu á bókverkunum. „Lista-
menn geta tekið myndir af verkun-
um eða skannað þau og sent okkur
í tölvupósti,“ segir Guðrún og seg-
ir Sveinn að fólk sé nú þegar farið að
setja sig í samband við þau.
„Strax eftir HönnunarMars byrj-
uðum við að fá tölvupóst frá fólki.
Þetta fékk góðar viðtökur og ég held
að fólk hafi séð að við erum að gera
þetta af ástríðu og viljum gera þetta
vel,“ segir Sveinn.
Í framtíðinni er stefnt á að stækka
síðuna og bæta við nýjum miðlun-
arleiðum. Þá mun Dulkápan halda
viðburði og jafnvel standa að útgáfu
bókverka. Tveir listamenn unnu til
að mynda bókverk sérstaklega fyrir
opnunina og birtu í heild sinni á
Dulkápunni. „María Dalberg gerði
verkið Landamannalaugar sérstak-
lega fyrir síðuna. Halldór Ásgeirs-
son hafði svo verið að skrifa minnis-
punkta inn í eitthvert gamalt japanskt
heimspekirit frá árinu 2003, en hann
kláraði verkið og birti í samstarfi við
Dulkápuna. Bæði verkin er hægt að
skoða í heild sinni á síðunni,“ segir
Guðrún. n
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Guðrún Heiður og Sveinn Hafa skapað gagnagrunn um bók- og textaverk íslenskra myndlistarmanna á vefsíðunni dulkapan.net.
Landmannalaugar Bókverkið Land-
mannalaugar eftir Maríu Dalberg er byggt á
20 minútna löngum göngutúr í Grænagili í
Landmannalaugum. Minnispunktar Minnispunktar frá árunum 2003–2015 er 172 blaðsíðna bókverk eftir
Halldór Ásgeirsson. Verkið er aðeins til í einu eintaki, en er hægt að skoða í heild sinni á
Dulkápunni.
Dulkapan.net skjáskot af vefsíðunni
„Þetta er
það sem
Dulkápan snýst
um: að varðveita
innihaldið