Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Side 74

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2016, Side 74
Páskablað 22.–29. mars 201666 Menning 5 5 2 - 6 0 6 0 Í þessari viku verður myndin Bat- man vs Superman frumsýnd hér á landi, en þar mætast þessar þekktu ofurhetjur. Ben Affleck fer með hlutverk Batmans og Henry Cavill er í hlutverki Supermans. Ofur hetjurnar hafa í áratugi glatt sjónvarps- og kvikmyndaunnendur. Fjölmargir leikarar hafa tekið að sér að túlka persónurnar. Adam West, Michael Keaton, George Clooney, Val Kilmer og Christian Bale eru meðal þeirra sem hafa leikið Bat- man. George Reeves og Christopher Reeve eru þekktustu leikararnir sem brugðu sér í hlutverk Supermans. Örlög þeirra beggja voru óblíð og reyndar svo mjög að talað hefur verið um að bölvun sé yfir Superman. Þeir hjátrúarfullu telja upp, máli sínu til stuðnings, fjölmörg og mismerkileg dæmi um áföll sem dundu á þeim sem unnu að Superman-sjónvarps- þáttunum og -kvikmyndunum og er þá sérstaklega vísað til örlaga George Reeves og Christopher Reeve. Himinlifandi yfir frægðinni George Reeves lék Superman í kvik- mynd árið 1951 og síðan í afar vin- sælum sjónvarpsþáttum sem sýnd- ir voru á árunum 1952–58. Fyrsta kvikmyndahlutverk Reeves var í Á hverfanda hveli þar sem hann lék einn af vonbiðlum Scarlett O'Hara. Kvikmyndahlutverkin urðu fleiri en frægð öðlaðist hann ekki fyrr en í hlutverki sínu sem Superman í rúm- lega hundrað sjónvarpsþáttum og nokkrum kvikmyndum um ofur- hetjuna. Leikarinn var furðu lostinn en um leið himinlifandi yfir frægð sinni en hann hafði ekki haft mikla trú á áhrifamætti sjónvarpsins. Hlut- verk Supermans var svo tengt Reeves að hann átti erfitt með að fá önnur hlutverk. Þvert á það sem ætla mætti auðgaðist hann ekki mjög á því að leika í sjónvarpsþáttunum vinsælu. Sjálfsmorð eða morð? Árið 1959 var komið að Reeves látn- um á heimili hans og var byssa við hlið hans. Niðurstaða réttarrann- sóknar var að hann hefði framið sjálfsmorð. Margir efuðust um það og töldu að hann hefði verið myrtur og enn aðrir töldu að um slysaskot hefði verið að ræða. Reeves var 45 ára gamall þegar hann lést. Gleðskapur var á heimili hans og skyndilega heyrðist skothvellur af efri hæðinni. Komið var að Reeves látnum í svefn- herbergi hans. Þegar lögregla kom á svæðið voru gestirnir mjög drukknir og vitnisburður þeirra ruglingslegur og þversagnakenndur. Þótt aðstæður þættu benda til þess að Reeves hefði framið sjálfsmorð efuðust margir um það. Leikarinn hafði ekki þjáðst af þunglyndi heldur verið kátur og glaður síðustu mánuðina sem hann lifði. Göt eftir byssukúlur fundust í lofti og á gólfi og tómt skothylki und- ir líkinu. Þetta ýtti undir grunsemdir um að ekki hefði verið um sjálfsmorð að ræða. Hinir grunuðu Ein kenning er sú að fyrrverandi ást- kona hans, leikkonan Toni Mannix, hefði ráðið mann til að drepa leik- arann. Toni var gift einum forstjóra MGM, Eddie Mannix, en átti í ástar- sambandi við Reeves í sjö ár. Hann sleit sambandi þeirra og unnusta Reeves, leikkonan Leonore Lemm- on, bar að Toni hefði setið um leikar- ann mánuðum saman. Leonore, sem var meðal gesta á heimili Reeves kvöldið sem hann dó, var einnig meðal grunaðra, hún var sjúk- lega afbrýðisöm og þau höfðu rif- ist heiftar lega kvöldið sem hann dó. Leonore fór frá Kaliforníu daginn eftir lát leikarans og sneri aldrei þangað aftur. Toni var harmi sleginn eftir lát leikarans. Eftir dauða Reeves komst sú saga á kreik að hann hefði trúað því að hann væri Superman og hefði dáið þegar hann hefði reynt að fljúga. Sú saga er jafn fjarri raunveruleikanum og sú lífseiga saga að lík Walt Disney hefði verið fryst. Kvikmyndin Hollywood- land fjallar um dauða Reeves. Ben Affleck fór þar með hlutverk Reeves og Diana Lane lék Toni Mannix. Gátan um dauða George Reeves er enn óleyst. n Óblíð örlög SupermanS George Reeves og Christopher Reeve urðu ekki langlífir Háður öndunar- vél og í hjólastól Christopher Reeve var ungur að árum þegar hann hóf leikferil sinn. Hann lærði leiklist í Julliard þar sem hann kynntist Robin Williams og með þeim tókst djúp vinátta. Hann lék síðan á sviði með goðsögninni Katherine Hepburn sem hafði mikið dálæti á honum. Árið 1978 lék hann Superman í kvikmynd og varð heimsfrægur. Hann hafði aldrei verið sérstakur aðdáandi Superman en hafði þó horft á sjónvarpsþættina þar sem George Reeves lék kappann. Christopher Reeve var svo sann­ færandi í hlutverki sínu sem ofurhetjan að hann átti erfitt með að fá hlutverk í öðrum myndum. Árið 1995 var hann í út­ reiðartúr þegar hann féll af hesti sínum. Hann hálsbrotnaði og lamaðist fyrir neð­ an háls. Hann gat ekki andað hjálparlaust og var því háður öndunarvél og í hjóla­ stól. Á næstum árum vakti hugrekki hans og lífskraftur í erfiðri lífsbaráttu mikla athygli og aðdáun umheimsins. Eftir slysið lék hann í nokkrum myndum, auk þess sem hann leikstýrði. Hann var ötull talsmaður rannsókna á sviði mænuskaða og stofnaði rannsóknasetur sem vann að slíkum rannsóknum, og þar eru börn hans nú í forsvari. Hann lést árið 2004 af völdum hjartabilunar, 52 ára gamall. Tveimur árum síðar lést ekkja hans, Dana Reeve, úr lungnakrabbameini, en hafði aldrei reykt. Hún var 44 ára gömul. Superman Returns er tileinkuð Christopher og Dönu Reeve. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is George Reeves Hann varð heimil­ isvinur sjónvarps­ áhorf­ enda og börn litu á hann sem fyr­ irmynd. Superman og Lucy Ball George Reeves var gestur í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Lucy Ball.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.