Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Side 6
Helgarblað 23.–26. september 20166 Fréttir Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 gæða dekk á góðu verði Fimm stærstu stofurnar högnuðust um 1.645 milljónir n Logos hagnaðist jafn mikið og hinar fjórar til samans n 5,3 milljarða hagnaður frá bankahruni S amanlagður hagnaður fimm af stærstu lögmannastofum landsins nam 1.645 milljónum króna á árinu 2015 og jókst um 230 millj­ ónir frá fyrra ári. Logos, stærsta lög­ mannastofan hér á landi, var sem fyrr í algjörum sérflokki en á síðasta ári skilaði stofan hagnaði upp á 824 milljónir króna eftir skatta. Starf­ semi félagsins í London, þar sem Logos hefur starfrækt skrifstofu frá því í ársbyrjun 2006, átti stóran þátt í bættri afkomu á milli ára – hagnað­ urinn jókst um meira en 200 milljón­ ir – en tæplega 40 prósent af hagnaði Logos komu til vegna reksturs stof­ unnar á Bretlandi. Eigendur Logos voru sautján í árslok 2015 og því má áætla að arðgreiðslur til þeirra vegna hagnaðar síðasta árs hafi að meðaltali numið 48,5 milljónum króna. Samkvæmt nýbirtum ársreikning­ um lögmannastofanna fimm – Logos, Lex, BBA Legal, Landslaga og Mark­ arinnar – þá batnaði afkoma þeirra allra á milli ára nema í tilfelli Lex þar sem hagnaður stofunnar dróst saman um 60 milljónir og nam samtals 146 milljónum á síðasta ári. Tekjur Lex, sem er næst stærsta lögmannastofa landsins, voru ríflega 1.100 milljón­ ir á árinu 2015 og drógust saman um liðlega 90 milljónir frá fyrra ári. Hafi allur hagnaður félagsins verið greidd­ ur út í arð, líkt og venja er, þá hafa sautján eigendur Lex að meðaltali fengið í sinn hlut um 8,6 milljónir. Það er umtalsvert lægri arðgreiðsla borið saman við hinar lögmannastofurnar. Góð afkoma BBA Legal Hjá BBA Legal, þriðju stærstu lög­ mannastofunni á Íslandi, jókst hagn­ aðurinn lítillega og var 265 milljónir króna í fyrra. Meira en þriðjungur af 725 milljóna króna tekjum stofunn­ ar, eða ríflega 36 prósent, skilaði sér sem hagnaður félagsins en til saman­ burðar var þetta hagnaðarhlutfall að­ eins 13 prósent hjá Lex. Afkoma BBA Legal í fyrra hefur að óbreyttu þýtt að sjö eigendur stofunnar hafa að meðal tali fengið tæplega 38 milljónir króna í arð. BBA Legal hefur á undan­ förnum árum jafnan verið í hópi þeirra lögmannastofa sem hafa skil­ að hvað mestum hagnaði en ástæða þess er meðal annars sú að ýmsir er­ lendir aðilar hafa verið hlutfallslega stórir í hópi viðskiptavina stofunnar. Heildarvelta þessara þriggja stærstu lögmannastofa landsins – Logos, Lex og BBA – var 4,5 milljarðar á árinu 2015 og jókst hún um 400 milljónir frá fyrra ári. Landslög og Mörkin lög­ mannastofa áttu einnig góðu gengi að fagna í fyrra og nam hagnaður þeirra hvorrar um sig ríflega 200 milljónum króna. Sjö eigendur Mark­ arinnar báru hins vegar nokkuð meira úr býtum en eigendur Lands­ laga, sem eru tólf talsins, en þeir hafa að meðaltali fengið um 34 milljónir króna í sinn hlut í arð. Í hópi eigenda á Mörkinni eru hæstaréttarlög­ mennirnir Gestur Jónsson og Hörður Felix Harðarson en þeir eru verjend­ ur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í markaðsmisnotkunar­ máli Kaupþings en málflutningi í því máli fyrir Hæstarétti lauk fyrr í þess­ um mánuði. 2,7 milljarða velta Logos Afkoma flestra íslenskra lög­ mannastofa batnaði stórlega í kjöl­ far fjármálaáfallsins haustið 2008 vegna aukinna umsvifa í tengslum við gjaldþrot og fjárhagslega endur­ skipulagningu margra stærstu fyrir­ tækja landsins. Það hefur ekki síst átt við um starfsemi Logos en á tímabil­ inu 2009 til 2015 hefur samanlagð­ ur hagnaður stofunnar numið tæp­ lega 5,3 milljörðum króna. Á síðasta ári jukust þannig tekjur Logos um ríf­ lega 20 prósent og voru samtals 2.666 milljónir króna. Meðalfjöldi stöðu­ gilda á árinu var 70,2 og hélst sá fjöldi nánast óbreyttur á milli ára. Á með­ al eigenda Logos eru hæstaréttarlög­ mennirnir Óttar Pálsson, Þórólfur Jónsson og Guðmundur Oddsson, en sá síðastnefndi stýrir skrifstofu Logos í London. Mikill hagnaður Logos á undan­ förnum árum skýrist ekki síst af þeim stóru verkefnum sem lögmanna­ stofan hefur sinnt fyrir erlenda að­ ila sem hafa átt mikilla hagsmuna að gæta hér á landi. Þar vega þyngst verk­ efni í tengslum við uppgjör gömlu bankanna sem luku allir nauða­ samningum um síðastliðin áramót. Í þeirri vinnu starfað Logos náið með alþjóðlegu lögmannastofunni Akin Gump (áður Bingham) sem ráðgjaf­ ar stærstu kröfuhafa Glitnis, Kaup­ þings og gamla Landsbankans (LBI). Þannig var Óttar Pálsson einn mikil­ vægasti ráðgjafi kröfuhafa í gegnum allt slitaferli bankanna og átti stór­ an þátt í því að fá helstu kröfuhafa Glitnis til að fallast á stöðugleikaskil­ yrði íslenskra stjórnvalda í byrjun júní 2015 þar sem þeir samþykktu meðal annars að inna af hendi svo­ nefnt stöðugleikaframlag upp á ríf­ lega 230 milljarða króna. Óttar var jafnframt kjörinn í fjögurra manna stjórn eignarhaldsfélags Kaupþings á fyrsta aðalfundi félagsins um miðjan mars fyrr á þessu ári. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Einn eigenda Markarinnar Hörður Felix Harðarson Einn eigenda Landslaga Jóhannes Karl Sveinsson Einn eigenda BBA Baldvin Björn Haraldsson Einn eigenda Lex Helgi Jóhannesson Einn eigenda Logos Óttar Pálsson Hagnaður á árinu 2015 824 milljónir 146 milljónir263 milljónir 203 milljónir 209 milljónir G jaldþrotaskiptum hjá Smáís, Samtökum myndréttarhafa á Íslandi, lauk á dögunum og námu lýstar kröfur tæpum 16,5 milljónum króna. Í Lögbirtingablaðinu er greint frá skiptalokum, en þeim lauk þann 15. september síðastliðinn. Engar eignir fundust í búinu. Smáís voru úrskurðuð gjaldþrota af Héraðs­ dómi Reykjavíkur í ágúst árið 2014. Það var stjórn Smáís sem óskaði eftir því á sínum tíma að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. RÚV greindi frá því árið 2014 að ástæð­ an væri brot fyrrverandi fram­ kvæmdastjóra samtakanna, Snæ­ björns Steingrímssonar. Snæbjörn var framkvæmdastjóri samtakanna á árunum 2007 til 2013 að hann lét af störfum. Í gjaldþrotaskiptabeiðninni kom fram, samkvæmt fyrrnefndri frétt RÚV, að ársreikningar samtak­ anna hafi verið falsaðir, opinber­ um gögnum ekki verið skilað með réttum hætti og vanrækt hefði verið að færa bókhald. Þá hafi Snæbjörn viðurkennt fjárdrátt fyrir stjórninni. Samtökin voru stofnuð árið 1992 sem hagsmunagæsluaðili rétthafa myndefnis á Íslandi. Áður en samtökin lögðu upp laupana háðu þau harða og stundum óvin­ sæla baráttu gegn ólöglegu niður­ hali á netinu. n Sextán milljóna gjaldþrot Smáís Fór í þrot vegna fjárdráttar framkvæmdastjórans Framkvæmdastjórinn Snæbjörn viðurkenndi fjárdrátt fyrir stjórninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.