Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Qupperneq 18
Helgarblað 25.–28. nóvember 201618 Umræða V ið megum aldrei gleyma því hversu mikil verðmæti eru í því falin að við skulum enn, meira en þúsund árum eftir að forfeður okkar og formæður settust fyrst að á landinu, tala að mestu leyti sama tungumálið. Sem þýðir að við höfum beinan og lifandi aðgang að allri menningarsögu þjóðarinn- ar, við skiljum og njótum þess sem skrifað hefur verið og ort á öllum tímum í okkar sögu. Í þessari stað- reynd felast okkar fjársjóðir, þarna er okkar gullforði. Hér eru ekki hallir eða fornar kirkjur með frægum steindum gluggum, gylltum turnum og líkneskjum, hér eru ekki málverk renesanstímans, ekki fornar borgir með bogasölum og steinlögðum götum – en allt sem samsvarar þessu er í bókunum okkar og textum sem við lesum og njótum eins og þar séu hugsanir okkar samtímafólks. Menn eiga ekki að vera með sí- felldar hrakspár, en verða hins vegar að minnast þess að þessi staða get- ur breyst á skömmum tíma; í okkar nágrannalöndum var einnig töluð þessi sama forna tunga, en það breyttist tiltölulega snöggt á síðmið- öldum fyrir áhrif voldugra þjóða eins og hinnar þýsku. Á sama hátt var íslenskan á hröðu undanhaldi fyrir tveimur til þremur öldum, þá voru málsskjöl og ýmsar frásagnir færðar til bókar á tungu sem líktist mun meira dönsku, og sama gilti um talmál í helstu kaupstöðum. Hugsa sér hvers við hefðum farið á mis ef þetta hefði gengið alla leið, og að mál okkar hefði orðið einhver dönskuafbökun? En því leitar þetta á mig nú að margt bendir til þess að tunga okkar sé enn á ný á þannig kross- götum. Það gæti gerst nokkuð hratt að íslenskan léti undan síga sem opinbert samskiptamál, og úr því gæti þróunin orðið illviðráðanleg; við vitum til dæmis að það þýðir lítið að ætla að panta sér kaffi eða öl á íslensku á helstu veitingastöðum, og sama gildir um þá staði þar sem túrisminn er mestur, gististöðvar, samgöngumiðstöðvar, og þar eftir götunum. Talandi tæki En nú telja þeir sem kynnt hafa sér málin að upp séu að renna glænýir tímar í tækniþróun, og það er í tengslum við tölvur og tölvustýrð tæki sem fylgja mæltum skipunum, skilja það sem sagt er við þau. Í stað- inn fyrir alls konar handstýrða virkni þá muni þessum tækjum innan skamms verða stýrt með orðum; þar er átt við öll helstu heimilistæki; menn munu ekki lengur fara með höndina á slökkvara heldur segja „verði ljós!“ – svipað muni gilda um bílana. Og svo er einnig líklegt að þeir sem skrifa texta, hvort sem það eru stutt skilaboð í gegnum síma eða lengri texta, muni ekki lengur lemja á lyklaborð heldur einfaldlega mæla það fram sem tækin og tölvurnar eiga að birta. Og að þá muni þau ein tungumál gilda sem viðkomandi tæki skilja; verði það til dæmis svo eftir, segjum, tuttugu ár að öll sam- skipti okkar við tæki og tölvur þurfi að fara fram á ensku, einfaldlega vegna þess að þau skilja ekki ís- lensku, þá er auðvitað komin upp þannig staða fyrir okkar móðurmál sem við unnendur þess getum ekki hugsað til. Þetta segir málfræðingurinn Fræðimenn eins og málfræðingar skilja þessa hættu. Ég ætla að leyfa Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Íslenskan og rafrænan„Verði það til dæmis svo eftir, segjum, tuttugu ár að öll sam- skipti okkar við tæki og tölvur þurfi að fara fram á ensku, einfaldlega vegna þess að þau skilja ekki ís- lensku, þá er auðvitað komin upp þannig staða fyrir okkar móður mál sem við unnendur þess getum ekki hugsað til. Eiríkur Rögnvaldsson „Fjárfesting í máltækni verður því að vera grunnþáttur í fram- kvæmd íslenskrar málstefnu.“ Mynd SigTRygguR ARi VE R T Bíókvöld? Þetta verður veisla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.