Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Qupperneq 35
Helgarblað 25.–28. nóvember 2016 Fólk Viðtal 23 „Mig langar til að eiga þúsund líf“ um rigna yfir okkur. Það má því segja að við séum allar komnar með þykkan skráp varðandi gagnrýni. Það eina sem er öðruvísi að þeir sem gagnrýndu okkur hvað harðast gátu ekki fyrir sitt litla líf nefnt eina Reykjavíkurdóttur á nafn. Gagnrýn­ in beindist því að hópnum en ekki gegn manni persónulega. Maður er því aðeins berskjaldaðri í leikhúsinu hvað það varðar,“ segir hún. Gríðarleg samkeppni Samkeppnin er mikil í lífi leikarans og Blævi verður tíðrætt um eins konar „survival mode“, hugará­ stand sem hún komst í þegar mark­ ið blasti við og spurning var hvort hún næði í gegn. Það var allsráð­ andi í inntökuprófum fyrir LHÍ en einnig á síðasta árinu þegar leik­ listarnemarnir voru farnir að huga að næstu skrefum. „Maður var mikið að spá í hver væri að koma á sýningarnar okkar og hvort leik­ hússtjóri yrði í salnum. Baltasar Kormákur kom til dæmis á allar sýningarnar okkar, hann er pabbi bekkjarbróður míns, sem var mjög spennandi. Hann var auðvitað að koma til að sjá son sinn en engu að síður var þetta spennandi fyrir okk­ ur hin. Á þessum tímapunkti líð­ ur manni eins og það að komast á samning strax skipti mestu máli, eins og maður sé ruðningskappi í bíómynd og það séu útsendarar komnir í salinn til að ákvarða örlög þín. Það gæti auðvitað ekki ver­ ið fjarri lagi. Leikarar, eins og all­ ir aðrir listamenn, þurfa að kunna að skapa sér atvinnu sjálfir. Það er bara mismunandi eftir árum hvort þú ert inni í atvinnuleikhúsunum eða ekki.“ Hún var hins vegar á meðal þeirra sem fengu samningstil­ boð strax eftir skólann og það frá Borgar leikhúsinu. Gleðifréttirnar bárust henni skömmu fyrir útskrift við heldur kómískar aðstæður. „Ég vaknaði heima hjá strák daginn eftir djamm og fékk lánaða tölv­ una hans til þessa að skoða Face­ book. Þar biðu mín skilaboð frá Kristínu Eysteinsdóttur, leikhús­ stýru Borgar leikhússins, um að hún vildi endilega heyra í mér. Það tákn­ aði bara eitt og ég gjörsamlega frík­ aði út, hágrét og skellihló til skiptis. Blessaður maðurinn horfði á mig eins og ég væri klikkuð,“ segir Blær og hlær. Kynjastefna skapar öryggi Draumur hennar rættist en baráttan hélt áfram. „Fyrsta árið vill maður ólmur sanna sig, sýna fram á að maður eigi heima þarna innan­ dyra. Það gekk ágæt­ lega og á þessu öðru leikári þá er ég ör­ uggari með mig. Borgarleikhús­ ið er líka svo frá­ bær, samheldinn og fjölskyldu­ vænn vinnustaður. Börn starfsmanna eru reglulegir gestir á æfingum og sýningum. Þá er kynjastefna í gangi inn­ an leikhússins þar sem reynt er eftir fremsta megni að hafa kynjahlutfallið jafnt í hverri sýn­ ingu. Þegar skapað er jafn mik­ ið rými fyrir konur sem karla á sviðinu, finnur maður virkilega fyrir því hvernig maður hefur ver­ ið að keppa um 10 prósent af kök­ unni við kynsystur sínar áður fyrr í samfélaginu. Það er magnað að sjá allt í einu alla kökuna. Hún er öll í boði og maður þarf ekki að vera í samkeppni því við eigum svo miklu meira pláss en okkur er úthlut­ að. Enda eru hér allir í sam­ vinnu, ekki samkeppni. Það skapar öryggi sem gott er að finna fyrir,“ segir Blær. Elskaði, hataði og vorkenndi Æfingar fyr­ ir Sölku Völku hófust skömmu eftir kosningar. Að sögn Blævar hafa þær reynt á en að sama skapi fyllt hana innblæstri. „Það eru æfingar yfir daginn og síðan sýningar á kvöldin. Þetta get­ ur verið erfitt en er alltaf skemmti­ legt. Ég hafði ekki lesið Sölku Völku en dreif í því þegar þetta hlutverk lá fyrir. Ég varð gjörsamlega ástfangin af þessari bók og hágrét á sum­ um stöðum. Ég tengi svo sterkt við Sölku, Arnald og sérstaklega Sigur­ línu, móður hennar. Ég elskaði hana, hataði hana en á sama tíma vorkenndi ég henni. Það eru örugg­ lega margir sem eiga slíkt samband við móður sína,“ segir Blær. Óvægin sýn á söguna og Ísland Leikstjóri Sölku Völku, Yana Ross, er þekkt fyrir að setja á svið klass­ ísk verk með nýstárlegu sniði. Hún leikstýrði Mávinum á síðasta leikári Borgarleikhússins, sem var einmitt fyrsta verkefni Blævar í atvinnu­ mannaleikhúsi. Sú sýning vakti mikið umtal og kepptust áhorfend­ ur við að lofa verkið eða lasta. „Það var frábært að taka þátt í Mávinum og það verður spennandi að tak­ ast á við Sölku Völku. Á sínum tíma var bókin mjög ögrandi og þjóð­ in hefur tekið ástfóstri við þessa sögu. Það verður því fróðlegt að sjá hverjar viðtökurnar verða því þarna munum við sjá óvægna sýn útlendings á söguna og Ísland. Ég er viss um að Salka Valka verður enn á ný ögrandi,“ segir Blær. Sem dæmi nefnir hún að leik­ stjórinn hafi á fyrstu æfingu rætt um þá staðreynd að Ísland væri í raun nýlenda en Íslendingar vildu ógjarnan horfast í augu við það. „Þetta fannst mér áhugaverð sýn sem ég hafði aldrei velt fyrir mér. Mörgum finnst hreinlega óþægilegt að heyra þetta og kannski er þetta ástæðan fyrir minnimáttarkennd Íslendinga, hvernig við þurfum sí­ fellt að reyna að sanna okkur í aug­ um annarra,“ segir hún. Barnalán leikkvenna Að svo stöddu getur Blær lítið sagt um áherslur verksins en hún er auðsýnilega spennt. Talið berst að dularfullum álögum sem virðast loða við hlutverk helstu kven­ persóna verksins. „Það virðast fylgja þau álög á uppsetningu Sölku Völku að leikkonurnar í helstu hlutverkum verða yfirleitt ólétt­ ar. Þannig varð Guðrún Gísladótt­ ir, sem lék Sölku Völku í uppsetn­ ingu verksins á níunda áratugnum, ólétt um það leyti sem sýningar stóðu yfir. Ilmur Kristjánsdóttir lék síðan Sölku Völku fyrir rúmum ára­ tug og varð ólétt sem og Halldóra Geirharðsdóttir, sem lék Sigurlínu, móður Sölku í verkinu. Álögin hafa þegar látið á sér kræla á fyrirhug­ aðri sýningu verksins því Unnur Ösp Stefáns dóttir átti að fara með hlutverk Sigurlínu en nýlega var greint frá því að hún og eiginmað­ ur hennar, Björn Thors, eigi von á barni. „Ég túlka það sem svo að Unnur Ösp hafi tekið af mér ómak­ ið og séð um þetta fyrir mig,“ segir Blær kímin. Svo skemmtilega vill til að Hall­ dóra Geirharðsdóttir mun taka að sér hlutverk Sigurlínu og þá mun dóttir hennar, sú sem kom undir þegar Salka Valka var síðast sett á svið, leika lítið hlutverk aðalsögu­ hetjunnar á barnsaldri. n „Fjölskyldu­ aðstæður mínar voru kannski ekki alltaf hefðbundnar og það hafði örugglega mikil áhrif á mig. Kannski var það veganesti inn í leik­ listina því stundum fann maður sér annan heim og ímyndunaraflið fékk lausan tauminn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.