Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 38
Helgarblað 25.–28. nóvember 201626 Skrýtið Sakamál „Mér þykir þetta leitt“ n Talinn hafa myrt allt að sex manns n Fékk þrefaldan lífstíðardóm Þ að var ekki hátt á Richard White risið þar sem hann sat fyrir framan ættingja fórnar lamba sinna í réttarsal í Denver í Bandaríkjunum, mánudaginn 29. nóvember 2004. „Mér þykir þetta leitt,“ sagði hann svo vart heyrðist. Fleira sagði hann ekki þegar hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á tveimur konum; Annaletiu Mariu Gonzales, 27 ára, og Victoriu Turpin, 34 ára. Líkamsleifar kvennanna fundust í bakgarði heimilis Richards. Auk tvö- falds lífstíðardóms fékk Richard 144 ára dóm fyrir kynferðislegar árásir á þrjár konur sem þó sluppu með skrekkinn. Rándýr Saksóknarinn í málinu, Kerri Lombardi, fór ekki í launkofa með álit sitt á Richard White. „Hann hefur skelft ótal aðrar konur,“ sagði hún. „Richard White er rándýr. Að veiða, nauðga, kvelja og drepa þessar kon- ur var sport í hans huga. Konur sem klukkustundum, dögum saman, sár- bændu hann að þyrma lífi þeirra. Hann naut þessa pyntingaleiks sem hann hafði búið til.“ Richard hrelldi þær konur sem hann náði inn á heimili sitt við Al- bion-stræti 2885 í Denver. Hann sagði þeim af líkunum sem grafin voru í bakgarðinum og sagði að senni- lega myndu þær einnig enda þar. Hann stakk byssuhlaupi upp í munn kvennanna á meðan hann nauðgaði þeim. Að lokum, eftir að hafa kvalið konurnar svo tímunum skipti, kyrkti Richard þær með snúru eða belti. Þriðja líkið „Herra White mun ekki nokkurn tím- ann framar líta dagsins ljós sem frjáls maður,“ sagði dómarinn, R. Michael Mullins, þegar hann kvað upp dóm yfir Richard. Með því að semja við ákæru- valdið tókst Richard að bjarga líf- tórunni. Hann samþykkti að vísa lög- reglunni á lík þriðju konunnar, sem hann hafði grafið í Costilla-sýslu í Colorado. Richard hafði, í janúar 2002, tekið upp þessa konu – hávaxna, „dökka á hörund“ og blinda á hægra auga – við strætóstöð í Denver. Hún hafði, að sögn Richards, nýlega farið í hár- lagningu, var með fallegar tennur og ör á öðrum framhandleggnum – og átti börn. Richard sagði að honum hafi verið ætlað að myrða þessa konu því hann hafði húðflúr af konu sem svipaði til hennar. Fleiri morð Ekki tókst að bera kennsl á þetta fórnarlamb fyrr en um ári síðar þegar skrifstofa saksóknara í Denver lét útbúa skissu af andliti þess. Þá kom í ljós að konan hafði verið vitni í máli sem Jon nokkur Priest rann- sóknarlögreglumaður hafði haft á sinni könnu. Um var að ræða Torrey Marie Foster og var það staðfest með því að bera saman lífsýni úr líkinu og lífsýni úr níu ára dóttur Torrey. En ekki voru öll kurl komin til grafar enn því Richard játaði að hafa myrt tvær konur að auki. Þær hefði hann hitt í Aurora í Colorado, myrt og fleygt líkum þeirra í á skammt frá La Junta í Otero-sýslu. Líkamsleifar þeirra hafa aldrei fundist. Lengi von á einum Richard White játaði einnig að hafa myrt vin sinn og vinnufélaga, Jason Reichardt, og var það morð reyndar ástæða þess að hann var gripinn. Richard var handtekinn í september 2003 vegna morðsins á Jason Reic- hardt og játaði í kjölfarið á sig hin morðin, en fyrir morðið á vini sínum fékk hann enn einn lífstíðardóminn. Verjandi Richards, Sharlene Reynolds, sagði skjólstæðing sinn geðveikan og að hann hefði svo árum skipti glímt við andleg veikindi sem ekki hefði verið tekið á. Enn fremur sagði hún að Richard væri fórnarlamb „hryllilegrar“ með- ferðar í æsku – stundum hreinlega óskaði hann þess að fá dauðadóm. Richard White varð ekki að þeirri ósk sinni, samdi enda við ákæru- valdið og mun dúsa á bak við lás og slá það sem eftir er ævinnar. n Torrey Marie Foster Kennsl voru borin á lík hennar um ári eftir að það fannst. Richard White Mun aldrei framar geta um frjálst höfuð strokið, að sögn dómara. „Að veiða, nauðga, kvelja og drepa þessar konur var sport í hans huga. Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322 CNC renniverkstæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.