Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 40
Helgarblað 25.–28. nóvember 201628 Sport Áfengi og dóp eftir misnotkun þjÁlfara Knattspyrnumenn stíga fram og lýsa afleiðingum kynferðislegrar misnotkunar af hálfu þjálfara sinna H ann sagðist ætla að drepa móður mína, föður minn og tvo bræður ef ég segði eitt orð um þetta,“ segir Paul Stewart, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta. Paul er einn nokkurra fyrrverandi knattspyrnumanna sem undan- farna daga hafa stigið fram og lýst því hvernig þeir voru misnotaðir af þjálfurum sínum í barnæsku. Alræmdur barnaníðingur Fyrstur til að stíga fram var Andy Woodward sem í dag er 43 ára. Wood- ward þótti afar efnilegur á sínum tíma en hann var aðeins ellefu ára þegar þáverandi þjálfari hans hjá Crewe, Barry Bennell, misnotaði hann. Barry þessi var dæmdur í níu ára fangelsi árið 1998 fyrir að misnota drengi á aldrinum 9 til 15 ára. Andy var einn þeirra. Í viðtali við breska blaðið The Guardian í síðustu viku sagðist hann telja að frásögn hans væri aðeins toppurinn á ísjakanum; fórnarlömb- in væru að líkindum miklu fleiri. Gerði sér upp meiðsli Woodward lagði skóna á hilluna að- eins 29 ára gamall, eftir að hafa leik- ið með liðum á borð við Sheffield United, Bury og Halifax í neðri deild- um Englands. Woodward sagði sjálf- ur að hann hefði hætt í fótbolta því hann þjáðist af kvíða og þunglyndi sem hann reki til misnotkunarinnar. Rifjaði hann upp að eitt sinn hafi hann gert sér upp meiðsli til að fá skiptingu í miðjum leik því hann fékk skyndilegt kvíðakast. Eftir að hann hætti í fótbolta hefur hann glímt við sjálfsvígshugs- anir og sektarkennd, en hann neitar að þjást lengur. „Hversu margir eru þarna úti í sömu sporum? Ég er að tala um hundruð börn sem Barry Bennell handvaldi fyrir fjölmörg fótboltalið. Þetta eru einstaklingar sem, mögu- lega, lifa enn í skelfilegum ótta.“ Einnig misnotaður af Bennell Eftir að Woodward rauf þögnina hafa fleiri stigið fram og sagt svipaða sögu. Steve Walters ólst einnig upp í her- búðum Crewe og þar kynntist hann Barry Bennell. Walters þótti, eins og Woodward, efnilegur knattspyrnu- maður og árið 1988 varð hann yngsti leikmaðurinn til að spila leik fyrir að- allið félagsins, rétt rúmlega sextán ára, og stendur met hans enn. Hann hefur aldrei áður tjáð sig opin berlega um reynslu sína af Benn- ell. „Í öll þessi ár hef ég burðast með þetta leyndarmál. En nú er kominn tími til að segja frá,“ sagði Walters við The Guardian í vikunni. Misnotkunin hófst árið 1984, þegar Walters var tólf ára, en þá hafði hann unnið keppni þar sem verðlaunin voru að fá að æfa með drengjaliði Manchester United. Bennell, sem þá var nýkominn til Crewe, var á hliðarlínunni og hreifst af hæfileikum Walters og fór svo að hann bauð honum að koma til Crewe og æfa með liðinu. „Mér fannst hann frábær þjálfari og hann hafði gott lag á að láta manni líða eins og maður væri sérstakur. Hann lofaði mér að hann myndi gera mig að stórkostleg- um leikmanni,“ sagði hann en í kjöl- farið hófst misnotkunin. Dofinn tilfinningalega Þriðji knattspyrnumaðurinn sem steig fram á dögunum er fyrrnefndur Paul Stewart sem á sínum tíma lék þrjá landsleiki fyrir England auk þess að leika með Liverpool og Totten- ham. Ekki kemur fram í umfjöllun Mirror hvaða þjálfari það var sem misnotaði hann en Paul, sem í dag er 52 ára, segir að þetta hafi gerst þegar hann var 11 til 15 ára. Paul segir að í 40 ár hafi hann þagað yfir þessu leyndarmáli og ekki sagt nokkrum manni frá, ekki einu sinni sínum nán- ustu. Hann vonast þó til þess að frá- sögn hans verði til þess að aðrir stígi fram og opni sig. Stewart segir að umræddur þjálfari hafi vingast við foreldra hans og fundið ýmsar afsakanir til að taka hann afsíðis þar sem misnotkunin fór fram, ýmist í bíl þjálfarans eða á heimili hans. Paul sagði við Mirror að afleiðingarnar hefðu verið skelfi- legar fyrir hann og leitaði hann á náðir Bakkusar og jafnvel fíkniefna á fullorðinsárum sínum. Og enn þann dag í dag glímir Paul við af- leiðingarnar. Hann kveðst ekki get- að faðmað eiginkonu sína eða börn sín og eigi erfitt með að segjast elska þau. Hann sé í raun dofinn tilfinn- ingalega. „Ég verð afi fljótlega og vil breytast og geta sýnt væntumþykju. Það er ein versta afleiðingin, að hafa ekki getað hleypt neinum nálægt mér.“ Miðað við þann fjölda sem hef- ur stigið fram að undanförnu þyk- ir líklegt að fleiri munu stíga fram og segja sína sögu á næstunni. Enska knattspyrnusambandið hef- ur brugðist við og komið upp þjón- ustugátt sem knattspyrnumenn geta leitað til. „Ég er sannfærður um að það eru margir þarna úti sem hafa þjáðst í þögn. Ég vil að þeir viti að þeir eru ekki einir og hafa ekkert til að skammast sín fyrir. Sökin er ekki þeirra,“ sagði Stewart. n Alræmdur níðingur Barry Bennell var dæmdur í níu ára fangelsi árið 1998 fyrir að misnota fjölda drengja. Misnotkun Paul Stewart lék á sínum tíma þrjá landsleiki fyrir England. Hann opnaði sig í viðtali við Mirror. Andy Wood- ward Steig fyrstur fram og lýsti misnotkun í viðtali við Guardian. Með frásögn hans hefur ákveðin flóðgátt opnast og ljóst að fleiri mál eiga að líkindum eftir að skjóta upp kollinum. Retor Fræðsla Íslenskukennsla fyrir innflytjendur Vorönn 2017 hefst 9. janúar. Skráning hafin á retor.is eða í síma 519 4800. Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 519 4800 - www.retor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.