Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Síða 48
Helgarblað 25.–28. nóvember 201636 Menning Í mars verða öll þrjú leiksvið og anddyri Borgarleikhússins nýtt samtímis í risaviðburðinn og listasamkomuna Fórn, þar sem boðið verður upp á heimsfræga listamenn, dans, leikhús, mynd- bönd, innsetningar og sölumarkað. Aldrei áður hefur allt leikhúsið verið notað undir einn og sama listvið- burðinn. Vinnsla verksins hefur tekið fjögur ár og nokkrar opinberar upp- ákomur verið haldnar í undirbún- ingsferlinu. Sú næsta, Hugleiðing um menningarlega fátækt í umsjón Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar, sem eru heilarnir á bak við Fórn, fer fram í Tjarnarbíói í dag, föstudaginn 25. nóvember. Við- burðurinn er hluti af nóvemberhrinu Reykjavík Dance Festival sem hefur undirtitilinn „Unglingurinn.“ Manndómsvígsla, gifting, sálumessa Fórn átti upphaflega að fara fram í byrjun Listahátíðar í Reykjavík árið 2016, en var frestað um tæpt ár vegna ófullnægðs listræns metnaðar þátt- takendanna. „Þetta er stórt og viða- mikið verkefni og við sáum hreinlega ekki fram á að geta skilað því af okk- ur eins góðu og við vildum. Við höfð- um unnið að þessu of lengi til að láta þetta bara hálfpartinn sleppa og því ákváðum við að fresta þessu,“ segir Valdimar. Meðal þeirra sem koma að verkefninu auk Ernu og Valdimars eru dansarar Íslenska dansflokksins, Ragnar Kjartansson, Margrét Bjarna- dóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Matthew Barney og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National. Þrjú leiksvið Borgarleikhússins verða samtímis tekin undir sýningar sem vinna með tilteknar athafnir eða helgisiði sem hafa þróast í mann- legum samfélögum til að marka hin ýmsu tímamót. Þetta eru seremóníur og vígslur sem manneskjur ganga í gegnum til að umbreytast og öðlast nýtt hlutverk í mannlegu sam félagi, breytast úr börnum í fullorðnar manneskjur, einhleypum í kvæntar, úr veraldlegum í andlegar. „Þetta verður í raun eins og lítið festival með fjórum verkum. Við erum að vinna með þrjár helstu helgiathafnir mannkyns, mann- dómsvígsluna, giftinguna og sálu- messuna. Í forsalnum setjum við svo upp markað, sem verður einhvers staðar á milli Sjávarútvegssýningar- innar og útimarkaðar í Marrakech. Þar verða básar sem munu bjóða upp á mismunandi lífsskoðanir,“ segir Valdimar. List sem trúarbrögð Erna og Valdimar segjast oft hafa notað trúarbrögð og trúarathafnir sem innblástur í listsköpunina, en smám saman hafi þau farið að gera sér grein fyrir að það hafi verið sköp- unarkrafturinn sjálfur sem var þeirra trúarskoðun. „Einu sinni vorum við að spá í að gifta okkur og þá fórum við að skoða hin og þessi trúarbrögð, en okkur fannst við ekki passa neins staðar inn. Þegar við fórum að pæla í þessu komumst við að því að við trúum eiginlega bara á það sem við gerum, sköpunargleðina og sköpunarkraft- inn. Það er það sem við lifum fyrir. Okkur fannst áhugavert að skapa nýjar helgiathafnir út frá þessari hreinu hugmynd. Ef við ætluðum að gifta okkur þá gætum við hannað okkar eigin „ritjúala“,“ segir Valdimar. „Þetta eru hugleiðingar um hátíðir og helgisiði í samtímanum, hvaða merkingu þeir hafi og hvort þeir séu nauðsynlegir. Mér sýnist að þótt þjóðin sé ekkert sérstaklega trú- uð í dag þá höfum við samt þörf fyrir helgisiði og hátíðir, við sjáum þetta til dæmis með jólin. Þetta er eitthvað sem heldur fólki saman og okkur finnst mikilvægur hluti af lífinu. En það eru líka alltaf að verða til nýjar hátíðir, Reykjavík Dance Festival er til dæmis á margan hátt eins og jólin fyrir mig og fólk með áhuga á sviðs- listum og tilraunaskap,“ segir Erna. Yfirleitt er talið að listsköpun hafi fyrst komið fram hjá fólki sem hluti af trúariðkun, en síðar hafa slíkar athafnir fjarlægst andlegu tenginguna og orðið að sjálfstæðu sviði í mannlegu samfélagi. Hins vegar heyrast reglulega vangaveltur um hinn andlega kjarna í listinni og slíkar hugmyndir enduróma í orðum Ernu og Valdimars. „Eftir góða sýningu eða tónleika líður manni á svipaðan hátt og fólki sem kemur út af góðri trúar- samkomu,“ segir Valdimar og Erna grípur orðin á lofti: „Maður er frels- aður í smá tíma. Að vera í góðum hóp að skapa eitthvað í sameiningu getur gert mann svo hamingjusam- an. Það er auðvitað alltaf eitthvert vesen. Ef það er góður hópur og góð orka þá heldur það manni gangandi. Þetta er svolítið sama hóporka og þegar ég mætti einhvern tímann á samkomu hjá eþíópískum heilara í Austurbæjarbíói. Þegar ég gekk inn var það bara eins og að ganga á vegg, orkan var svo víruð, fólk öskr- andi og grátandi. Þetta var allt svo vel gert, þegar hann lagði hönd á mann þá hækkaði tónlistin og ljósin breyttust. Þetta var fullkomið leikhús en með bestu áhorfendur í heimi – sama hvað hann gerði, þeir dýrkuðu hann. Svona tilfinningu fær maður á sviði, maður er í samfélagi með fólki, í sama heimi, í samstillingu.“ Þessi lífsskoðun listafólksins verður í boði á einum básnum í and- dyri leikhússins en þar mun fólk reyna að selja öðrum hugmyndirn- ar sem það lifir fyrir. Þannig verður boðið upp á hinar ólíkustu lífsskoð- anir, andlegar og efnislegar, hefð- bundnar og óhefðbundnar, kerfis- bundnar og kaotískar. Unglingar án líkama Hugleiðingar um menningarlega fátækt, sem fara fram á föstudag, kalla þau ekki „sýningu“ heldur frekar menningarlega uppákomu eða viðburð. „Þetta verður bara samansafn af atriðum og eitthvert gott blaður inni á milli, næstum því eins og spjallþátturinn hans Gísla Marteins á föstudagskvöldum. Það verður formið! Við héldum annan svona viðburð á Kjarvalsstöðum í ágúst. Þetta er bara hrátt efni sem við erum að vinna í og finnum eitthvert form fyrir, þetta er ekki sýningin sjálf, en mögulega birtast einhverjir þættir þarna sem verða í Fórn,“ segir Erna. Í þetta skiptið verða Friðgeir Einarsson sviðslistamaður og Sig- tryggur Berg myndlistarmaður með þeim í þættinum auk dansara úr Ís- lenska dansflokknum, þeim Höllu Þórðardóttur, Hannesi Þór Egilssyni og Viktori Leifssyni nema. Þau segja að það hafi verið sér- staklega spennandi að tengja efni Fórnar við þema nóvemberhrinu Reykjavík Dance Festival sem er „unglingurinn“. Á unglingsárunum ganga einstaklingar jú í gegnum manndómsvígslu og eiga að komast í fullorðinna manna tölu, en ung- lingsárin eru einnig áhugaverð þar sem einstaklingar eru sérstaklega hrifnæmir og má til dæmis nefna að upplifun þeirra af tónlist er oft og tíð- um nánast trúarleg. Hins vegar óttast þau að í tækni- og snjallsímavæddu samfélagi samtímans geti fólk auðveldlega gleymt líkamanum og mikilvægi hans og sogast inn í innihaldsrýran stafrænan veruleika: „Einn drifkraft- urinn á bak við það sem við erum að gera er áherslan á að vera líkamleg- ur, finna fyrir og gera eitthvað með líkamann – dansa, syngja, öskra. Við megum ekki gleyma líkamanum. Leikhúsið er mikilvægur staður í dag því þar kemur fólk saman í eigin lík- ama og upplifir eitthvað í samein- ingu,“ segir Erna. n „ Í forsalnum setjum við svo upp markað, sem verður einhvers staðar á milli Sjávar­ útvegssýningarinnar og útimarkaðar í Marra­ kech. Þar verða básar sem munu bjóða upp á mis­ munandi lífsskoðanir. Í átt að fórninni Valdimar Jóhannsson og Erna Ómarsdóttir standa fyrir uppá- komu sem er hluti af undirbúningsferli fyrir risalistviðburðinn Fórn sem tekur yfir Borgarleikhúsið í mars. Mynd SigtryggUr Ari Sálumessa Úr verki eftir Gabríelu Friðriks- dóttur en hún er á meðal þeirra sem taka þátt í Fórn í mars Mynd HrAfnHiLdUr HóLMgeirSdóttir Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Dans, dans Það er nóg um að vera í íslensku danslífi þessa dagana. n Síðasta sýning Íslenska dansflokksins á Da Da Dans fer fram 27. nóvember. n Dansflokkurinn heldur einnig aukasýningar á barnasýningunni Óður og Flexa halda afmæli í lok nóvember og byrjun desember. n GRRRRLS eftir Ásrúnu Magnúsdóttur er sýnt 25. og 26. nóvember sem hluti af Reykjavík Dance Festival. n Steinunn Ketilsdóttir sýnir Oversta- tement/Oversteinunn: Expressions of Expectations 25. og 26. nóvember. n Katrín Gunnarsdóttir sýnir Shades of History þann 26. nóvember. Nánari upplýsingar um sýningarnar má finna á vefsíðu Íslenska dansflokksins (www.id.is) og Reykjavík Dance Festival (www.reykjavikdancefestival.com/). Undirbúa stærsta listviðburð í sögu Borgar- leikhússins n Erna og Valdimar vinna að Fórn n Uppákoma á nóvemberútgáfu RDF er liður í undirbúningsferlinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.