Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Side 56
Helgarblað 25.–28. nóvember 2016 93. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535 Honda HR-V kostar frá kr. 3.840.000 MEÐ SJÁLFSKIPTINGU Öruggur, fullkomið skipulag, nákvæmur frágangur og betri í alla staði. Honda HR-V er ekki bara fimm stjörnu bíll hvað varðar öryggi, í HR-V á hver hlutur sinn stað og hlutverk. Við hönnuðum nýjan Honda HR-V með þetta að leiðarljósi. Útkoman er fallegur borgarjeppi, með frábæra eiginleika innan sem utan. Nýr Honda HR-V, fullkominn fyrir þig. ALLT Á SÍNUM FULLKOMNA STAÐ Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 Það hengir enginn rakara fyrir smið! Sakamál og tedrykkja n Þingkonan fyrrverandi Katrín Júlíusdóttir segir það fljótt geta komist upp í vana að drekka te og horfa á sakamálasjónvarpsstöðina Investigation Discovery á daginn þegar börn hennar eru farin í skóla. Þetta viðurkennir hún á Twitter-síðu sinni og bendir þar á að hún eigi eftir eina viku af fríi. Katrín hætti á þingi fyrir síðustu alþingiskosningar í lok október og byrjar fljótlega í nýju starfi fram- kvæmdastjóra Samtaka fjármála- fyrirtækja. Ekki kom fram í Twitter- færslunni hvort hún taki teboll- ann með í vinnuna. Björt skálaði í Leifsstöð n Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, skellti sér í skemmtiferð til New York- borgar á fimmtudag eða á sama tíma og upp úr stjórnarmyndunarvið- ræður hennar flokks, Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna voru að slitna. Þingkon- an fór með stórum vinkvenna- hópi og á Facebook mátti sjá þær skála í bjór og kampavíni í Leifs- stöð. Slapp hún því við hasarinn á Alþingi en hún er einn af aðeins tveimur þingmönnum Bjartrar fram- tíðar sem eru með þing- reynslu. Leggur skærunum eftir hálfa öld á Klapparstíg n Sigurpáll setur rekstur og húsnæði Rakarastofunnar Klapparstíg á sölu n Vonar að einhver taki við keflinu É g mun sakna viðskiptavinanna og félagsskaparins en þetta mun allt lifa. Bæði einstaklingarnir og ýmis skemmtileg atvik sem komu upp á þessum tíma,“ segir hárskerameistarinn Sigurpáll Gríms- son á Rakarastofunni Klapparstíg. Sigurpáll og stofan standa nú á tíma- mótum þar sem hann hyggst setjast í helgan stein næsta vor og hefur sett stofuna og húsnæðið á sölu. Þegar Sigurpáll gengur frá rak- arastólnum í vor verða 50 ár síðan hann tók við rekstri Rakarastofunnar Klappar stíg. Það var árið 1967. Þá var stofan á öðrum stað á Klapparstíg en hún hafði verið stofnuð árið 1918 og er að sögn Sigurpáls eitt elsta fyrirtæki landsins. Ef enginn kaupir rekstur- inn og húsnæðið og heldur áfram að skerða hár á þessum stað gæti því farið svo að ásjóna Klapparstígs síðustu ára- tuga breytist verulega og rakarastofan leggist af á 99 ára afmæli sínu. Sigur- páll er þó vongóður um að einhver taki við keflinu og fylli öldina og rúm- lega það. „Við skulum bara vona að það ger- ist ekki þetta leggist. Vonandi tekur einhver við keflinu.“ Sigurpáll, sem orðinn er 71 árs, segir að hann sé kominn á tíma og þetta sé komið gott að sinni. Hann seg- ir að hann eigi erfitt með að setja sig í þau spor sem hann er í, að vera að láta af störfum eftir að hafa klippt hár og rakað skegg í hálfa öld. „Þetta verður mikil breyting. En þegar maður er búinn að standa vakt- ina í 50 ár og vel það þá er maður bú- inn að skila sínu til þjóðfélagsins, ef svo má segja. Reka fyrirtæki og skaffa vinnu, þetta hefur verið mjög gott.“ Í dag starfa sjö manns á stofunni en þegar mest var störfuðu þar ríflega 30 að sögn Sigurpáls. „Líklega helm- ingur voru nemendur sem komu ofan úr skóla þannig að við tókum hálfan bekkinn og mikill fjöldi sem útskrif- aðist hjá okkur á þessu tímabili. Fjórði hver fór og setti upp stofu, bæði úti á landi og hérna, þannig að þetta hefur smitað út frá sér.“ Alltaf hefur Sigurpáll átt sína fastakúnna og hann hefur mátt tileinka sér og aðlagast ótal tískustraumum og stefnum síðastliðin 50 ár. Rakarastofur verða oft eins og félagsmiðstöðvar þar sem fólk kemur saman, ræðir málin og vinabönd verða til. Þegar hann gengur sáttur frá stólnum eftir hálfa öld á Klapparstígnum segir Sigurpáll að hann muni taka minningarnar og vinskapinn með sér. n Kveður af Klapparstíg Sigurpáll Gríms- son hefur ákveðið að setjast í helgan stein næsta vor og vonast til að einhver góður aðili taki við keflinu, kaupi rekstur stofunnar og húsnæði og haldi áfram þar sem hann hefur staðið vaktina í hálfa öld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.