Morgunblaðið - 07.01.2017, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
AULIKA TOP
Frábær kaffivél fyrir
meðalstór fyrirtæki
4.900,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
GRAN CREMA
Frábær kaffivél
fyrir lítil fyrirtæki
3.900,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
COSMETAL
Kolsýruvatnskælir
fyrir kröfuharða
5.500,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
Drykkjarlausnir
fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@ke rfi.is | kerfi.is
Dæmi:
Fagleg & persónuleg þjónusta
ÚR BÆJARLÍFINU
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Nýtt ár heilsaði með rysjóttu
veðri og ekki komust allir jólagestir
burtu á áætluðum tíma sökum veð-
urs. Dyntóttir veðurguðir hafa einn-
ig áhrif á sjósóknina, en þrír línu-
bátar róa frá Þórshöfn um þessar
mundir, allir innan við 15 tonn að
stærð og því undanþegnir verkfalli
og eru innan Landssambands smá-
bátaeigenda. Aðeins einn þeirra hef-
ur farið í róður eftir áramót, Litla-
nesið sem er í eigu Ísfélags
Vestmannaeyja. Frystihús félagsins
stendur nú hljótt vegna sjó-
mannaverkfallsins, líkt og aðrar
fiskvinnslur í landinu, og lítið fer
fyrir loðnuleit þessa dagana.
Afar snjólétt hefur verið hér á
norðausturhorninu það sem af er
vetri og haustið var einstaklega
gott. Nóvember var óvenjulegur
góður svo elstu menn muna vart eft-
ir svo góðu veðri á þeim árstíma. Fé
var tekið seint á hús og hey voru al-
mennt næg og góð. Það var ekki
fyrr en jólin nálguðust að tíðin fór
að versna með eilífum lægðagangi
og stormbeljanda. Milda veðráttan
fram að því styttir þó veturinn,
finnst fólki, og snjóleysið virðist
ekki hafa plagað neinn nema helst
börnin og kostnaður sveitarfé-
lagsins vegna snjómoksturs er í
minna lagi.
Engin sjoppa er lengur á Þórs-
höfn og eftirsjá að Grillskálanum,
sem brann til kaldra kola 13. desem-
ber. Skálinn var vel staðsettur í
hjarta bæjarins og þægilegt að
skjótast þar inn og hitta mann og
annan yfir kaffispjalli.
Íbúar binda vonir við að N1
byggi nýjan skála á þessum hag-
stæða stað en ákvörðun hefur ekki
verið tekin um það enn, að sögn for-
svarsmanna N1, þar sem málið er
enn í rannsóknarferli og tryggingar-
hliðin þar með óljós. Engar for-
sendur eru því enn fyrir ákvörðun
varðandi byggingu en menn eru þó
farnir að velta fyrir sér byggingar-
kostnaði. Eldsneytissjálfsali með
bættri aðstöðu er nú kominn upp en
sárlega vantar veitingaskálann og
þá þjónustu sem honum fylgdi.
Þorrablótið verður haldið annan
laugardag í febrúar en undirbún-
ingur er hafinn og munu einhverjir
fá að sjá sjálfa sig í spéspegli á
skemmtidagskrá sem tilheyrir
þorrablóti. Sú nýbreytni verður í
þetta sinn að hluti blótsins fer fram í
sal íþróttamiðstöðvarinnar, þ.e.
borðhald og skemmtidagskrá, en
dansleikurinn sem fyrr í félags-
heimilinu Þórsveri. Reynslan leiðir í
ljós hvort fólki hugnast það til fram-
tíðar eða aðhyllist áfram kenn-
inguna um að „þröngt megi sáttir
sitja“, en oft hefur þurft að raða
stólum þétt í félagsheimilið svo allir
komist fyrir á þessari stærstu
skemmtun ársins hér í bænum.
Rysjótt veður í ársbyrjun
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Dæla Nýr eldneytissjálfsali er kominn í miðbæ Þórshafnar þar sem sá gamli brann upp en sárlega vantar söluskála.
Samningur um að Hrafnista taki
við rekstri hjúkrunarheimilisins
Ísafoldar í Garðabæ var undirrit-
aður í gær af þeim Gunnari Ein-
arssyni, bæjarstjóra Garðabæjar,
og Guðmundi Hallvarðssyni,
stjórnarformanni Sjómannadags-
ráðs, en ráðið á og rekur Hrafnistu.
Samkvæmt samningnum tekur
Hrafnista við rekstri Ísafoldar 1.
febrúar næstkomandi.
Garðabær hefur rekið Ísafold frá
2013 en þar búa 60 einstaklingar.
Undanfarið ár hefur Garðabær átt í
viðræðum við ríkið um að það taki
við rekstrinum en þær viðræður
skiluðu ekki árangri. Í framhaldinu
fól bæjarráð bæjarstjóra í nóvem-
ber sl. að kanna möguleika þess að
þriðji aðili kæmi að rekstrinum.
Viðræður Garðabæjar og Hrafnistu
hófust í kjölfarið og hafa staðið yfir
frá því í nóvember.
Hrafnista er ein stærsta heil-
brigðisstofnun landsins, með starf-
semi í fimm sveitarfélögum. Ísafold
er sjötta hjúkrunarheimilið á veg-
um Hrafnistu.
Ljósmynd/Birkir Fanndal
Ísafold Guðmundur Hallvarðsson, for-
stjóri Hrafnistu, og Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri í Garðabæ, við undirritun.
Hrafnista tekur við
rekstri Ísafoldar
Hópur fólks lét
greipar sópa í
verslun Rauða
krossins í Kefla-
vík í vikunni, án
þess að greiða
fyrir það sem
tekið var.
Í tilkynningu
frá lögreglunni á
Suðurnesjum
segir að haft hafi
verið uppi á nokkrum ein-
staklingum sem viðurkenndu að
hafa tekið fatnað.
Þá voru tvær konur stöðvaðar í
Nettó og reyndust báðar vera með
þýfi úr versluninni í veskjum sínum.
Önnur var með varning að verð-
mæti um 7.000 kr. en hin með hluti
að andvirði um 18.000 krónur.
Stálu úr verslun
Rauða krossins
Lögregla Stolið frá
Rauða krossinum.
Hagkaup afhenti Mæðrastyrks-
nefnd Reykjavíkur og Kópavogs
rúmlega einnar milljónar króna
styrk í fyrradag.
Féð var þannig til komið að fyrir
jól var gestum Hagkaups boðið að
spila lag á píanó sem komið hafði
verið fyrir utan nýja verslun Hag-
kaups í Smáralind og fyrir hvern
þann sem settist við píanóið og spil-
aði lag lét Hagkaup 5.000 krónur
renna til Mæðrastyrksnefndanna
tveggja.
Alls léku 212 gestir á píanóið og
söfnuðust þar með 1.060.000 krón-
ur og skiptist sú upphæð jafnt á
milli Mæðrastyrksnefnda Reykja-
víkur og Kópavogs, 530.000 krónur
á hvorn aðila.
Söfnuðu milljón
með píanóleik
STUTT