Morgunblaðið - 07.01.2017, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 07.01.2017, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Hættan á því að Golfstraumurinn veikist þar til hann leysist upp hefur að öllum líkindum verið stórlega vanmetin. Svo segir haffræðing- urinn Stefan Rahmstorf í grein sem birtist 4. janúar síðastliðinn á vefsíð- unni RealClimate. Leysist Golfstraumurinn upp mun lofthiti á Íslandi lækka með af- drifaríkum hætti en ef marka má niðurstöður rannsóknarinnar yrði þá um 5-9 gráða frost á Íslandi yfir vetrarmánuðina eftir um 300 ár. Þá yrðu Grænland, Bretland og Skand- inavía einnig fyrir áhrifum kuldans. „Aðalatriðið er að þetta er ekki spá heldur hættumat. Það er mark- tæk hætta á því að Golfstraumurinn leysist upp vegna hnattrænnar hlýn- unar sem hefði afleiðingar fyrir Ís- land,“ segir Rahmstorf í samtali við Morgunblaðið en eina leiðin til að draga úr hættunni sé sú að ná bönd- um á hnattrænu hlýnunina og voru skref stigin í þá átt með samþykkt Parísarsamkomulagsins í loftslags- málum fyrir ári. Saltmagn sjávar hefur áhrif Rannsóknin sem Rahmstorf vísar til í grein sinni var framkvæmd af Wei Liu og samstarfsmönnum hjá Scripps-stofnuninni í haffræði í San Diego og Háskólanum í Wisconsin- Madison. Þar var nýjum aðferðum beitt við að meta stöðugleika Golf- straumsins í breyttu loftslagi næstu áratuga. Þau líktu eftir Golfstraumnum í Atlantshafinu en breyttu hins vegar streymi ferskvatns í Atlantshafið til þess að ná réttari mynd af saltmagni sjávar. Breyting saltmagnsins í heild hafði svo áhrif á stöðugleika hring- rásar sjávar í komandi loftlagsbreyt- ingum. Þannig að þegar áhrif tvö- földunar koltvísýrings í andrúmsloftinu á stöðugleika straumsins voru könnuð, að gerðum áðurnefndum breytingum, kom í ljós að straumurinn leysist fullkomlega upp á næstu öldum. Áður hafði verið talið, þegar salt- magn sjávar var ekki leiðrétt fyrir auknu streymi ferskvatns til sjávar, að Golfstraumurinn myndi aðeins veikjast um 20% við tvöföldun koltvísýrings. Ferskvatn, þ.e. úrkoma, vatn úr ám og frá bráðnun jökla, flæðir stöð- ugt í Atlantshafið, og saltvatn, sem kemur frá suðri, myndar jafnvægi. Ef straumurinn veikist þá er minna framboð á salti og þar sem fersk- vatnið er léttara en saltvatn sekkur það ekki í djúpið svo auðveldlega en það er sú myndun djúpvatns sem keyrir Golfstrauminn áfram. Við þessar aðstæður geti því myndast óstöðvandi vítahringur. Leysist upp innan 300 ára Rannsóknin sýnir þannig að Golf- straumurinn leysist upp innan 300 ára ef fram fer sem horfir og mun hafa misst þriðjung styrks síns eftir 100 ár. Hún er þó að mati Rahmstorfs ekki lokaorðið í rannsóknum á Golf- straumnum og afdrifum hans á næstu öldum. Ýmislegt hafi mátt gera öðruvísi en hann nefnir sem dæmi að tvöföldun koltvísýringsins hafi verið framkvæmd snögglega en ekki í skrefum eins og raunin yrði. Þá hafi ekki verið tekið tillit til hraðrar bráðnunar jökla á Græn- landi sem gæti veikt Golfstrauminn enn frekar. Það sé því að minnsta kosti tvennt sem bendi til þess að hættan á því að Golfstraumurinn hverfi hafi verið vanmetin fram til þessa, þ.e. kerfis- bundin skekkja í mati á stöðugleika streymisins ásamt bráðnun jökla á Grænlandi. Næstu skref séu því meðal annars að skoða þessa þætti nánar. Telur hættuna vera vanmetna  Haffræðingurinn Stefan Rahmstorf segir að kuldinn aukist mjög á Íslandi yfir vetrarmánuðina ef Golfstraumurinn hverfur  Gæti horfið innan 300 ára Morgunblaðið/ÞÖK Kalt Aðstæður á Íslandi myndu breytast nyti Golfstraumsins ekki lengur við en kuldinn yfir vetrarmánuði gæti farið í 5-9 gráða frost að staðaldri. Japönsk stjórn- völd kölluðu heim sendiherra sinn í Suður-Kóreu vegna umdeildrar styttu sem var sett upp við ræðis- mannsskrifstofu Japans í borginni Busan. Japönsk stjórnvöld hafa einnig hætt öllum viðræðum við suður- kóresk stjórnvöld um gjaldeyris- skiptasamning ríkjanna og hefur öll- um frekari efnahagsviðræðum ríkjanna verið slegið á frest. Styttan var til minningar um þær konur sem voru kynlífsþrælar jap- anskra hermanna í síðari heimsstyrj- öldinni og var reist af borgara- samtökum í Suður-Kóreu. SUÐUR-KÓREA Stjórnvöld í Japan mótmæla styttu Marine Le Pen, formaður Þjóðfylk- ingarinnar í Frakklandi, lofaði því í gær að ef hún yrði kjörin forseti Frakklands myndi hún berjast fyrir því að Frakkar segðu skilið við Evr- ópusambandið. Væri það háð því að ESB yrði ekki við kröfum þeirra um að láta eftir stjórn á landamærum, löggjafarvaldi og efnahags- og pen- ingamálastefnu. Le Pen hefur áður lofað að kasta evrunni og skipuleggja þjóðar- atkvæðagreiðslu um hvort Frakk- land eigi að segja sig úr ESB, eða „Frexit“. Þó virðist sem hún sé að mýkjast í afstöðu sinni gagnvart gjaldmiðlinum, en hún hefur sagst myndu skoða „sameiginlegan gjald- miðil“ sem væri til samhliða inn- lendum gjaldmiðli. „Ég er ekki búin að skipta um skoðun um ferlið sem ég mun setja af stað fyrir Frakkland í tengslum við ESB,“ sagði hún á fundi með erlendum blaðamönnum í gær. Evran nýtt sem hnífur Beri hún sigur úr býtum í forseta- kosningunum 7. maí næstkomandi mun hún samstundis hefja viðræður við ESB um að endurreisa fjórar meginstoðir fullveldisins. Að liðnum sex mánuðum myndi hún svo boða til „Frexit“-kosninga. Kannanir fyrir áramót í Frakk- landi sýndu að landsmenn voru ekki hlynntir því að ganga úr ESB en voru á báðum áttum varðandi sam- eiginlega gjaldmiðilinn. Le Pen var ánægð með þá niðurstöðu enda hef- ur hún sagt að ESB hafi til að mynda notað evruna í Grikklandi, „ekki sem gjaldmiðil heldur sem hníf sem rekinn var milli rifja landsins til að þvinga það til að gera það sem fólkið vildi ekki gera“. AFP Frexit Le Pen var afdráttarlaus í afstöðu sinni gagnvart ESB og evru. Frakkar úr ESB verði ekki gengið að kröfum  Le Pen vill endurheimta fullveldið Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2017 Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Áhersla er lögð á eftirfarandi: • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu. • Árangursríkar áfengis- og vímuvarnir. • Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði og hreyfingu. • Aðgerðir til að draga úr tóbaksnotkun. • Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu. • Forvarnir gegn sjálfsvígum. Við úthlutun verður tekið mið af lýðheilustefnu velferðarráðuneytisins, sbr. skjalið Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. (Útg. 2016) Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang: - Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu. - Verkefni með eigin fjármögnun og/eða aðra fjármögnun. Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið. Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvin- duskýrslu að verkefni loknu. Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2017 og skal sótt um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/. Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef Embættis landlæknis. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins. Embætti landlæknis - Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík - Sími 5101900 - lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is Donald Trump hefur tilnefnt Dan Coats, fyrr- verandi öldunga- deildarþingmann úr röðum repú- blikana, sem yfir- mann leyniþjón- ustunnar í Bandaríkjunum. Coats hefur gagnrýnt Rússa töluvert og var settur á svartan lista þeirra árið 2014 í kjölfar þess að Bandarík- in beittu þá refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga í Rússland. Þá varð Coats m.a. að orði: „Þótt ég sé mjög vonsvikinn að komast ekki í sumarfrí með fjölskylduna mína til Síberíu í sumar lít ég á það sem heið- ur að vera á þessum lista.“ BANDARÍKIN Nýr yfirmaður leyni- þjónustunnar valinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.