Morgunblaðið - 07.01.2017, Qupperneq 33
33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Gagnger gluggaþvottur Nú er komið að nýárshreinsun í verslunum og veitingastöðum Reykjavíkur og þessir dugnaðarforkar láta hér hendur standa fram úr ermum og þvo rúðu í miðbænum.
Golli
Túnisborg| Hryðju-
verkaárásin á jóla-
markaðinn í Berlín –
þar sem tólf létust og
meira en fimmtíu
manns særðust –
varpaði dökkum
skugga yfir jólahátíð-
ina víða um Evrópu.
Frá Túnis, þar sem ég
var staddur í eftir-
leiknum, virtist sem
árásin hefði einnig haft mikil, en
öðruvísi, áhrif þar. Túnis er nefni-
lega heimaland Anis Amri, þess
sem grunaður er um verknaðinn.
Túnisbúar óttast hryðjuverk eins
og Evrópumenn. En þeir óttast
ekki bara einstakar árásir, eins og
þær sem gerðar voru á Bardo-
safnið í Túnisborg eða á Sousse-
ströndinni árið 2015, eða jafnvel
þau mörgu pólitísku tilræði og
morð sem landið hefur orðið vitni
að frá því að breytt var um
stjórnarstefnu árið 2011. Tún-
isbúar óttast að samfélagslegur
órói muni eyðileggja þeirra merki-
lega en viðkvæma unga lýðræð-
isríki. Nágrannaríkið Líbía býður
upp á dimma sýn um það hvernig
sú framtíð gæti litið út.
Horfurnar á því að ríkisstjórn
Túnis geti haft hemil á ástandinu
ein síns liðs eru ekki góðar. Túnis-
búar vita að ríkið þeirra stendur
höllum fæti og getur ekki verndað
þá í raun. Ríkið gæti endað eins og
Egyptaland, sem er að verða að
lögregluríki, eða færst í sömu átt
og Alsír, sem daðraði við að mynda
íslamskt ofsatrúarríki fyrir 25 ár-
um en færðist svo í átt einræðis og
margra ára ofbeldis.
Það bætir gráu ofan
á svart að áhyggjur af
hryðjuverkum hafa
nær gert út af við
ferðaþjónustuna í
Túnis, og þannig veikt
efnahag ríkisins
stórum. Afleiðingin er
sú að ríki sem er nú
þegar í höndum Al-
þjóðagjaldeyrissjóðs-
ins reynir að kaupa
sér samfélagslegan
stöðugleika með því
að fjölga ríkisstarfsmönnum. Þá
hefur ríkið hækkað skatta til þess
að koma til móts við ört vaxandi
skuldir ríkissjóðs, og þar með
dregið enn frekar úr hagvexti.
Þessi vítahringur, sem leiðir nið-
ur á við, er nú meitlaður í stein,
þar sem helstu verkalýðsfélög hafa
sett úrslitakosti og samfélagið er
að missa þolinmæðina. Það er sér-
staklega unga fólkið sem hefur
misst allt traust á að stofnanir
ríkisins haldi – og það er alvarlegt
vandamál í ríki þar sem 38%
þjóðarinnar eru undir 25 ára aldri.
Unga fólkið sem ég hitti í Túnis,
sem var þar á vegum breska
einkaframtaksins Forward Think-
ing, en hlutverk þess er að auka
skilning milli kristinna og múslima,
hafði ýmsar skoðanir frá báðum
endum hins pólitíska litrófs. En
það átti eitt sameiginlegt: Það lítur
á sig sem fórnarlömb alþjóðavæð-
ingarinnar. Alþjóðasamfélagið er
að mati ungmennanna með ráða-
brugg gegn þeim, að reyna að
grafa undan möguleikum þeirra til
þess að finna sér vinnu og stofna
fjölskyldu. Þetta viðhorf hefur búið
til frjóan akur fyrir hryðjuverka-
menn til að plægja; fleiri ein-
staklingar hafa farið frá Túnis en
nokkru öðru ríki til þess að taka
þátt í heilögu stríði í Sýrlandi og í
Írak.
Ógnin af hryðjuverkum sem nær
yfir landamæri hefur dregið at-
hygli heimsins að Túnis. En sú ógn
er ekki eina ástæðan fyrir því að
við ættum að hafa áhyggjur af ör-
lögum landsins. Túnis veitir enn
vonarneista um framtíð lýðræðis
og frelsis í þessum heimshluta.
Ég heimsótti Túnis ásamt fyrr-
verandi embættismann frá Úkra-
ínu, ríki sem á margt sameiginlegt
með Túnis þrátt fyrir að saga
þeirra og menning sé mismunandi.
Úkraína gekk einnig í gegnum
byltingu þar sem leiðtogi ríkisins
hrökklaðist í útlegð, og varð einnig
fyrir því að umbætur sem beðið
hafði verið eftir voru settar í bið.
Og bæði ríki hafa orðið fyrir veru-
legum skakkaföllum af völdum
stríðsátaka (í tilfelli Túnis voru
þau átök í Líbíu), þar á meðal
vegna töluverðs fjölda fólks sem
orðið hefur að flýja heimili sín.
(Ríkin hafa hvort um sig um tvær
milljónir manna á vergangi.) Al-
þjóðasamfélagið þarf að hjálpa til
við að tryggja að bæði Túnis og
Úkraína geti uppfyllt þær vonir
sem byltingar þessara ríkja
kveiktu. Í þeirri aðstoð þarf að fel-
ast aðstoð við flóttamenn en um
leið – og það skiptir mun meira
máli – að styðja við umbætur sem
styrkja stoðir ríkisvaldsins.
Pólitísk umræða hefur vaknað í
Túnis með öllum þeim göllum sem
því fylgja, þökk sé íslamistahreyf-
ingunni Ennahda og flokkunum á
þingi sem eru ekki trúarlegs eðlis.
Sú umræða hefur bjargað ríkinu
frá pólitísku hyldýpi. En ef rík-
isstjórnin getur ekki komið á um-
bótum mun þessi samræða falla
um sig sjálf – ásamt vonum og
draumum ungu kynslóðarinnar í
Túnis.
Hér má einnig læra af fordæmi
Úkraínu. Umbótaferlið þar er haf-
ið, að hluta til vegna töluverðrar
erlendrar aðstoðar. En hags-
munaöfl streitast enn gegn fram-
förum. Þó að umbætur verði að
eiga rætur sínar innan frá geta
utanaðkomandi – þá sérstaklega
Evrópusambandið – aðstoðað við
að hlúa að þeim innlendu rótum
með því að veita trúverðuga leið að
grundvallarbreytingum.
Það að rétta hjálparhönd væri
Evrópusambandinu sjálfu til góða.
Það á líka við flóttamannavanda að
etja, sem það getur ekki leyst án
öflugrar samvinnu við nágranna
sína. Til dæmis hafa stofnanir Evr-
ópu og ríkisstjórn Spánar náð að
hemja flóttamannastrauminn sem
fer yfir Gíbraltarsund.
Til þess að ná stjórn á vand-
anum, og gera flóttann öruggari
fyrir flóttamennina sjálfa, þarf að
gera fleiri samninga við trúverð-
uga samstarfsaðila. Túnis er góður
kandídat til þess. Evrópa hefur nú
þegar náð að semja um leiðir við
Túnis til þess að hemja strauminn
og skila þeim sem hefur verið
meinað um hæli.
En samt sýnir árásin í Berlín
glöggt hversu takmarkaða getu
túnískar stofnanir hafa. Svo virðist
sem Amri hafi ekki verið vísað úr
Þýskalandi af því að skrifræðið í
Túnis gat ekki staðfest ríkis-
borgararétt hans nógu skjótt.
Þess vegna þarf alþjóðasam-
félagið líka að bjóða Túnis úrræði
til þess að styrkja stofnanir ríkis-
ins og borgaralegt samfélag, ásamt
því að veita landinu framtíðarsýn
um nánari tengsl við ESB til þess
að stýra hinni pólitísku þróun, líkt
og sambandið hefur gert í Úkra-
ínu. Málið snýst ekki um aðild að
ESB, heldur um að opna á nýja
markaði og slaka á kröfum um
vegabréfsáritanir (sem verður
vissulega erfiðara að ná í gegn eft-
ir ódæðið í Berlín.)
Óttinn er sá, bæði í Túnis og í
Úkraínu, að Evrópusambandið
muni loka landamærum sínum enn
frekar. Ég sá óttann í augum um-
bótasinna í Úkraínu þegar Bret-
land samþykkti að yfirgefa sam-
bandið, og ég skynjaði svipuð
viðbrögð í Túnis þegar borin voru
kennsl á árásarmanninn í Berlín.
Verði viðbrögðin þau að reyna ein-
angra sig frá umheiminum mun
Evrópusambandið einungis koma í
veg fyrir að þegnar þessara ríkja
eygi einhverja von um bætt líf
heima fyrir.
Eftir Erik
Berglöf »Ógnin af hryðjuverk-
um sem nær yfir
landamæri hefur dregið
athygli heimsins að Tún-
is. En sú ógn er ekki eina
ástæðan fyrir því að við
ættum að hafa áhyggjur
af örlögum landsins.
Erik Berglöf
Erik Berglöf er prófessor og for-
stöðumaður Institute of Global Aff-
airs við London School of Economics
and Political Science.
©Project Syndicate, 2016.
www.project-syndicate.org
Túnis í greipum óttans