Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 42

Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 ✝ Anna Þórð-ardóttir Bach- mann fæddist 7. júlí 1928 á Ísafirði. Hún lést 1. janúar 2017 á Brákarhlíð, Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi. Foreldrar henn- ar voru Þórður Jó- hannesson úrsmið- ur, fæddur 16. des- ember 1888, látinn 13. desember 1979, og Kristín Magnúsdóttir, fædd 22. ágúst 1898, látin 26. september 1991. Systkini Önnu voru Högni, Hjördís, Helga, Ólafur og Magnús. Anna giftist 20. ágúst 1949 Bjarna Bachmann, kenn- ara og síðar safnverði í Borg- Anna Stefánsdóttir. Börn þeirra eru: a) Þórhildur Krist- ín, sambýlismaður Styrmir Már Ólafsson. Barn hennar er Hilm- ir Bjarni. b) Hjördís, sambýlis- maður Jón Gústi Jónsson. c) Bjarni. 4) Atli, f. 17. janúar 1966. Anna ólst upp á Ísafirði, eftir hefðbundna skólagöngu fór hún í Iðnskóla Ísafjarðar og lærði hárgreiðslu og starfaði við þá iðn fyrst hjá móðursyst- ur sinni og síðan sjálfstætt. Eft- ir að fjölskyldan flutti í Borg- arnes var hún fyrst heimavinn- andi og þegar Bjarni tók við Safnahúsinu fór hún að vinna með honum að uppbygginga safnanna, síðan þegar hann lét af störfum vann hún áfram á bókasafninu þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Anna var félagi í Oddfellowstúkunni Ásgerði á Akranesi. Útför Önnu verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, 7. jan- úar 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. arnesi. Börn Önnu og Bjarna eru: 1) Þórður, f. 9. júlí 1949, maki Björg Hólmfríður Krist- ófersdóttir. Börn þeirra eru: a) Anna, sambýlis- maður Ólafur Ágúst Pálsson. b) Kristófer. 2) Guð- rún Kristín, f. 19. mars 1953, maki Pétur Georg Guðmundsson. Dætur þeirra eru: a) Birna Rún, sambýlismaður Tómas Sigurðsson. b) Sigrún Helga, sambýlismaður Ingólfur Birgir Sigurgeirsson. Barn þeirra er Pétur Geir. 3) Guðjón, f. 27. febrúar 1960, maki Kristín Elsku mamma mín, nú þegar kveðjustundin er runnin upp og þú farin til Sumarlandsins er margs að minnast, þú varst mjög trúuð og vissir að þar yrði þinn næsti áfangastaður. Þú minntist oft á æskuárin á Ísafirði þegar þið voruð í portinu í leik og söng, því söngur var þitt yndi. Þú varst alltaf syngjandi, þegar við vorum á Ísafirði í eld- húsinu hjá ömmu og afa, var gam- an að hlusta á ykkur systurnar og ömmu syngja lögin fjórraddað, því gleymi ég aldrei. Þú kunnir svo mikið af lögum og það var skemmtilegt að fyrir þessi nýliðnu jól fékk Guðjón þig til að syngja nokkur lög sem hann tók upp og setti á disk, þú fórst létt með þau 12 lög sem þú söngst svo vel og án þess að hafa texta og undirleik til hjálpar, þú mundir alla textana. Dætur mínar höfðu mikla ánægju af að heimsækja þig upp í Borgarnes og vera hjá ykkur pabba, þegar ég var að segja dætrum mínum hvernig þær ættu að haga sér, sögðu þær: „Mamma, amma ræður öllu þar og þú átt ekki að skipta þér af.“ Það þýddi að ég ætti ekki að vera með áhyggjur. Þú varst dugleg að vera með barnabörnin þín, enda fannst þeim gott að koma og vera hjá þér. Þegar ömmustrákurinn minn kom til mín þá var hringt í ömmu Önnu og þið sunguð saman í sím- ann, þú sagðir mér að vera dugleg að kenna honum vísur og syngja með honum. Fyrir nokkrum árum fluttir þú í Brákarhlíð, dvalarheimili aldraða í Borgarnesi, og þú varst svo ánægð þar, sagðir að allir væru svo góðir og starfsfólkið yndislegt, ber að þakka fyrir þá umönnun sem þú fékkst þar. Einnig vil ég þakka bræðrum mínum og mág- konum fyrir alla aðstoð sem þau hafa veitt þér. Elsku mamma, þegar að leiða- lokum er komið vil ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman og mun ég geyma allar góðar minningar í hjarta mér. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Guðrún Kristín. Elsku amma, það er einhvern veginn þannig að það er sama hversu undirbúinn maður er fyrir að þurfa að kveðja einhvern ná- kominn þá er það einhvern veginn alltaf svo erfitt. Minningarnar hrannast upp og eins sorgmædd- ur og maður verður við það að hugsa að fleiri minningar verða ekki til, þá hlýjar maður sér við að eiga þessar minningar og fyllist þakklæti yfir þeim. Minningarnar sem okkur eru hvað kærastar eru þegar við syst- ur vorum yngri og í heimsókn hjá ykkur afa í Borgarnesi. Dagarnir þar voru alltaf ævintýri þar sem enginn hafði tíma til að stoppa og gera ekki neitt. Allar heimsókn- irnar á bókasafnið, Bjössaróló, berjamó, kaupfélagið, fjöruferð- irnar, sundferðirnar og svo mætti lengi telja. Alltaf voru til bollur, kökur og snúðar með ekta súkku- laði og á hverju kvöldi var kvöld- kaffi áður en farið var að sofa. Oft- ar en ekki klæddum við okkur upp í sundbol á kvöldin og bjuggum til kjóla á okkur úr slæðunum þínum. Í kjölfarið var síðan slegið upp dansleik, þar sem við hlustuðum á gamlar og góðar íslenskar dægur- lagaperlur og sungum og dönsuð- um með þér. Jólagjöfin frá þér í ár er því sú allra dýrmætasta sem við höfum nokkurn tíma fengið, geisladiskur þar sem þú syngur inn á þín uppáhaldslög. Sætt lætur fuglanna söngur í eyra, sætara þó er minn ástvin að heyra. … (Steingrímur Thorsteinsson) Elsku amma, þú varst alltaf svo blíð og góð og skiptir ekki skapi sama hver uppátæki okkar voru. Um leið og við hlýjum okkur við minningarnar sem við eigum með þér er við hlustum á þig syngja þessar perlur þá hugsum við til þess að nú ertu komin til afa í Sumarlandið og áfram haldið þið ykkar ferðalagi. Við elskum þig. Þínar Birna Rún og Sigrún Helga. Kynni mín af Önnu Bachmann hófust eftir að ég tók að mér stjórnarstörf í Listasafni Borgar- ness. Mér varð fljótt ljóst hve mik- ils virði söfnin voru henni og eig- inmanni hennar, Bjarna Bach- mann, í raun áttu þau allan þeirra hug. Það má segja að söfnin hafi orðið til í Borgarnesi fyrir þrot- laust og óeigingjarnt starf þeirra hjóna. Söfnin bjuggu við mjög þröng- an kost á Borgarbraut á fyrstu ár- um þeirra en þrotlaus barátta þeirra fyrir bættum hag varð til þess að þau voru flutt í núverandi húsnæði að Bjarnarbraut 4 í Borgarnesi. Segja má að þau hjón hafi nánast flutt allt safnefnið á eigin höndum með dyggum stuðn- ingi fjölskyldunnar í nýja húsnæð- ið þar sem öllu var haganlega fyrir komið. Árið 1990 tók ég við forstöðu Safnahússins þegar Bjarni lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann vann þó áfram í hlutastarfi eink- um við skjalasafnið um nokkurra ár skeið en hann hafði mikinn áhuga á því efni sem þar var að finna og gerði sér góða grein fyrir þeim verðmætum sem það geym- ir. Alla tíð studdi Anna eiginmann sinn með ráðum og dáð við hans störf. Anna hélt áfram að vinna við söfnin og sinnti afgreiðslu á bóka- safninu sem henni var afar kært og hún gjörþekkti. Einnig sá hún um leiðsögn gesta á hinum söfn- unum sem eru í Safnahúsinu eftir því sem þurfti. Hún var einstakur starfskraft- ur, umhyggjusemi hennar, ná- kvæmni og alúð við hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur var við brugðið. Hún hugsaði um söfnin af mikilli natni og skilningi á því veigamikla hlutverki og menning- argildi sem þau hafa fyrir allt sam- félagið. Henni var mikið í mun að geta boðið upp á góða þjónustu bóka- safns, listsýningar sem hefðu gildi fyrir samfélagið og safnmuni á byggðasafni sem ykju skilning á högum fólks í héraðinu á fyrri tíð. Öllum þeim sem sóttu Safnahúsið heim sinnti hún af alúð og nær- gætni og ríkri þjónustulund. Fas Önnu var hæglátt og fágað og það fór lítið fyrir henni en hún gat verið föst fyrir. Börn og aðrir gestir sem komu í bókasafnið skynjuðu að þar giltu ákveðnar reglur um frið og ró án þess að þær væru mikið færðar í orð. Mér er minnisstætt þegar ég nefndi við hana einu sinni að ég vildi breyta til í bókasafninu. Ég sá strax að henni var brugðið og þótti ég full- framhleypinn en ég fékk hana til að taka þátt í vali á húsgögnum og bað hana að koma þeim fyrir svo vel færi. Hún brást glöð við og gerði það af smekkvísi og þannig úr garði að breytingarnar buðu upp á að gestir gátu virt fyrir sér nokkrar af afsteypum af listaverk- um Ásmundar Sveinssonar og borið augum önnur falleg lista- verk í eigu safnsins. Héraðsbúar eiga þeim hjónum mikið að þakka fyrir störf þeirra fyrir Safnahús Borgarfjarðar sem er sannkallað héraðsdjásn sem ætti að njóta meiri viðurkenning- ar en það gerir í dag. Anna lét af störfum þegar hún náði eftirlaunaaldri eftir afar far- sæl og fórnfús störf fyrir Safnahús Borgarfjarðar. Ég færi börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur í þeirri vissu að minningin um sér- staklega vandaða og góða konu lifi. Guðmundur Guðmarsson, f.v. forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar. Anna Þórðardóttir Bachmann ✝ Pálína ÁgústaJónsdóttir hús- móðir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands að morgni 24. desember 2016. Hún var dóttir hjónanna Jóns S. Jóhannessonar stórkaupmanns, f. 17. júlí 1909, d. 11. september 1989, og Katrínar Skaptadóttur, f. 17. ágúst 1914, d. 9. október 2013. Systkini Pál- ínu eru Sveinborg Jónsdóttir, f. 1943, og Jens Ágúst Jónsson, f. 1949. Þann 26. september 1959 giftist Pálína Kristni Jóni Reyni Kristinssyni, f. 2. október 1937. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Katrínu Helgu, f. 29. nóvember 1959, maki Sigtryggur Harð- arson, 2) Árna Sverri, f. 5. desem- ber 1962, unnusta hans er Daníela Jó- hannsdóttir og 3) Guðmund Andrés, f. 29. desember 1964. Sonur Katr- ínar er Kristján Páll Rafnsson, f. 16. desember 1978, dætur hans eru Sumarrós Lilja, f. 2006, og Hólmfríður Katla, f. 2008. Börn Katrínar og Sig- tryggs eru Kristín Þórdís, f. 2. október 1999, d. 18. nóvember 1999, Kristinn Þór, f. 10. nóv- ember 2002, og Hlynur Þór, f. 1. janúar 2007. Úför Pálínu Ágústu Jóns- dóttur fer fram frá Stokkseyr- arkirkju í dag, 7. janúar 2017, klukkan 13. Ferðalögin, harmonikkan, hlátur þinn, gleði, bjartsýni og já- kvæðni munu fylgja mér mína rest af ævidögum. Já gerðu það bara, þú getur þetta alveg, var ávallt veganesti þitt til okkar. Þetta blessast, sagðir þú, alveg sama hvað á gekk. Og trúin þín flutti miklu meira en fjöll. Takk fyrir yndislega sam- fylgd, elsku hjartans mamma mín. Þótt sárt sé saknað ljúfra stunda mömmu með ég veit hún bíður mín þar sem hún er. Hjartað kramið, sálin sár, að enda svona þetta ár. En elsku mamma, þínar þrautir horfnar eru á braut. Í vellíðan hvíldu og Guð þig geymi. Minningu um þig í hjarta mínu geymi. Katrín Helga Reynisdóttir. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. Bæn Gísla á Uppsölum á vel við þegar við kveðjum ömmu í síðasta sinn. Hún trúði á Guð sinn og treysti og var viss um að hann leiddi hana gegnum lífið. Takk, amma, fyrir að vera þú. Takk fyrir allt. Kristinn Þór og Hlynur Þór. Systir mín, Pálína Ágústa Jónsdóttir, eða Ína eins og hún var kölluð, lést á aðfangadag eftir langvinn veikindi. Ína átti við vanheilsu að stríða mestalla sína ævi. Skömmu fyrir andlátið innti ég hana eftir því hvort hún væri kvalin, þá kímdi hún og sagði: „Jenni minn, þetta bjargast allt saman.“ Annað svar hefði verið stílbrot því hún kveinkaði sér aldrei. Hún átti alltaf von um betri tíma sér og sínum til handa. Ína var mjög trygg og þótti vænt um fólkið sitt og þess naut ég sérstaklega sem litli bróðir hennar. Þökk sé þér, kæra systir. Minningin lifir. Jens Ágúst Jónsson. Pálína Ágústa Jónsdóttir Elskulegur maðurinn minn, ástkær faðir okkar og bróðir, BJÖRN BALDURSSON frá Vigur, lést á gamlársdag. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 14. janúar klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Ísafjarðarkirkju. . Ingunn Ósk Sturludóttir, Baldur Björnsson, Snjólaug Ásta Björnsdóttir og systkini hins látna. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN AXELSDÓTTIR húsmóðir, lést 5. janúar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. janúar klukkan 13. . Martha S. H. Kristjánsdóttir, Marías Hafsteinn Guðmundsson, Salóme B. Guðmundsdóttir, Axel Guðmundsson, Ólöf Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN GEIR PÉTURSSON, Njarðarvöllum 6, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 14. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegt þakklæti til starfsfólks D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Dagdvöl aldraðra á Nesvöllum fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Guð blessi ykkur öll. . Pétur Fr. Kristjánsson, Karitas B. Kristjánsdóttir, Kristinn Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUÐNA ÞÓRÐAR SIGURMUNDSSONAR, Gvendargeisla 166, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Eimskipa, Landspítala, líknardeildar í Kópavogi og Karitas heimahjúkrunar, einnig félagar hans í Oddfellow-reglunni. . Edda Sveinbjörnsdóttir, Karólína Þórunn Guðnadóttir, Garðar Guðnason, Henrietta Fríða Árnadóttir, Brynjar Óli Garðarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.