Morgunblaðið - 07.01.2017, Side 57

Morgunblaðið - 07.01.2017, Side 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Það er ekki að spyrja aðþeim Valtýsdætrum, Gyðuog Kristínu Önnu. Í fyrra átti Kristín Anna að mati pist- ilritara plötu ársins, hina mögn- uðu Howl, og nú kemur tvíbura- systir hennar með plötu, Epicycle, og skilur eftir svipaða upp- lifun í huga hans. Það er eitthvað rétt við þetta, eitthvað rökrétt. Og þótt ólíkar séu plöturnar að áferð, Howl tilraunakennd hljóðlykkja sem endist í um áttatíu mínútur en þessi plata hér öllu mel- ódískari, þá eru hughrifin þau sömu. Hér er einhver óræður galdur í gangi sem hefur sig upp fyrir sjálfa tónlistina og hittir mann þráðbeint í hjartastað. Einhver galdur Morgunblaðið/RAX Frumleg Gyða Valtýsdóttir ferðast frjáls um heim tónlistarinnar á Epicycle. Á plötunni er að finna lög eða verk eftir tónskáld sem koma úr heimi skrifaðrar tónlist- ar, samtíma, klassíkur eða hvað fólk vill nú kalla það. Hér eru verk eftir þekkta höfunda á borð við Schubert, Messiaen og Prokofiev en einnig er tekist á við efni eftir tilraunagjarna höf- unda á borð við George Crumb og Harry Partch, hvers ferill einkenndist af uppátækjasemi, frumlegri hugsun og nýsköpun og tóna þeir félagar því laglega við alla framvindu hér. Epicycle var tekin upp víða á árabilinu 2012-2013, og við ým- iss konar kost, fyrst og fremst af Gyðu sjálfri. Helsti sam- verkamaður Gyðu á þessari plötu er annars Shahzad Ismaily sem ætti að vera orðinn Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur unnið með listamönnum eins og Ólöfu Arnalds og Jófríði Áka- dóttur svo fátt eitt sé talið. Einn- ig koma Hilmar Jensson, Michael York, Julian Sartorius og Danny Tunick við sögu. Þrátt fyrir að fengist sé við ólík tónskáld – og að upptökusagan sé eins og hún er – er platan einstaklega heil- steypt, líður áfram eins og fal- legur draumur. Engin truflun, ekkert uppbrot, bara hreint flæði. Gyða tekst t.d. á við Seiki- los-verkið, elsta þekkta tónverk veraldar, sem varðveitt er á grafsteini. Þar syngur Gyða og sekkjapípa kemur við sögu og áhrifin af því eru með ólíkindum. Plötuna má finna á netsíð- unni Bandcamp en einnig er hún til á geisladiski (Smekkleysa gef- ur út). Gyða beitti og óhefð- bundnum leiðum við útgáfu, þannig er platan til á korti þar sem búið er að koma draumsó- leyjarfræjum fyrir sem hægt er að leggja í mold og vökva svo upp spretti blóm. Á kortinu eru svo upplýsingar um tónlistina og niðurhalskóði fyrir Bandcamp- vefsíðu hennar. Á einu tónleika- ferðalagi sínu bjó hún þá til lykt fyrir lögin, seldi litlar flöskur sem innihéldu lyktina og svo var niðurhalskóði fyrir hvert og eitt lag. Aftur, það er eitthvað rétt við þetta allt saman … » Þrátt fyrir að feng-ist sé við ólík tón- skáld – og að upp- tökusagan sé eins og hún er – er platan ein- staklega heilsteypt, líður áfram eins og fallegur draumur. Engin truflun, ekkert uppbrot, bara hreint flæði. Ein af plötum síðasta árs, ef ekki bara plata síð- asta árs, er verk Gyðu Valtýsdóttur, Epicycle. Á plötunni fer hún frumlegum höndum um ýmis verk úr tónsögunni, klassík og samtíma, í góðu samstarfi við nokkra mektarspilara. Bandarísku Golden Globes-kvik- mynda- og sjónvarpsþáttaverðlaun- in verða afhent á sunnudaginn en þau þykja jafnan gefa vísbendingu um það sem koma skal á Óskars- verðlaununum, hvaða kvikmyndir verði farsælastar þar. Hinir ýmsu fréttamiðlar hafa birt spár sínar um hverjir hljóti hnettina gylltu og þyk- ir nær öruggt að kvikmyndin La La Land hreppi verðlaun sem besta dans- og söngvamyndin. Enska dagblaðið Guardian telur líklegast að þáttaröðin Stranger Things fái verðlaunin í dramatíska flokknum en telur Game of Thrones eiga skilið að hreppa þau verðlaun. Í gamanþáttaflokknum eru þættirnir Transparent taldir líklegastir en Atlanta eigi skilið að hreppa verð- launin. Tímaritið Rolling Stone segir í sinni spá að besta dramatíska kvik- myndin verði að öllum líkindum Moonlight, sem af mörgum gagn- rýnendum erlendis var talin besta mynd ársins 2016 og að leikstjóri hennar, Barry Jenksins, muni hreppa hnöttinn sem besti leikstjóri. Þá verði La La Land valin sú besta í flokki gaman- og dans- og söngva- mynda. Í flokki leikara er Casey Affleck talinn sigurstranglegastur í aðalhlutverki í dramatískri kvik- mynd, Manchester by the Sea, og í gamanmyndaflokki er Ryan Gosling talinn sigurstranglegastur, fyrir leik sinn í La La Land. Besta leikkonan í dramatískri kvikmynd verður Natal- ie Portman fyrir túlkun sína á Jackie Kennedy í kvikmyndinni Jackie og í gamanmyndaflokki er það enn og aftur La La Land, leikkonan Emma Stone. La La Land hlaut flestar tilefn- ingar til gullhnattarins í ár, sjö tals- ins, og má því búast við að hún hljóti þá nokkra. La La Land sigurstrangleg Dans- og söngvamynd Úr La La Land sem þykir ein af bestu kvikmyndum nýliðins árs. Ryan Gosling og Emma Stone fara með aðalhlutverkin í henni. Ullarnærföt í útivistina Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslunin Bjarg, Akranesi • Verslunin Tákn, Húsavík JMJ, Akureyri • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað Veiðisport, Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Hafnarbúðin, Ísafirði • Blómsturvellir, Hellissandi Kaupfélag V-Húnvetninga • Mæðgur og Magazin, Stykkishólmi • Eyjavík, Vestmannaeyjum Pex, Reyðarfirði • Siglósport, Siglufirði 30 ÁRA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S–XXL Miðasala og nánari upplýsingar 2D ÍSL TAL - SÝND KL. 1.45, 3.50, 6 2D ENS TAL - SÝND KL. 8, 10.15 2D ENS TAL - SÝND KL. 5, 8 TILBOÐ KL: 1.45 ÍSL TAL TILBOÐ KL 2TILBOÐ KL 2 GLEÐILEGT NÝTT ÁR SÝND KL. 10.25 SÝND KL. 2, 8.15, 10.50 SÝND KL. 2, 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.