Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Qupperneq 2
Helgarblað 6.–9. janúar 20172 Fréttir É g sá ekki flugeldinn koma en þau segja mér að hann hafi lagt eðli- lega af stað en svo beygt og flogið beint í gegnum rúðuna hjá mér.“ Þetta segir Jón Skúli Skúlason, íbúi á Húsavík. Jón Skúli varð fyrir því á gamlárskvöld að flugeldur af stærstu gerð, með tívolíbombu, sprakk inni í svefnherbergi og olli þar töluverðum skemmdum. Tryggingar nágrannans sem skaut flugeldinum upp bæta ekki tjónið því ef staðið er rétt að, ber sá sem skýtur enga ábyrgð á flugeldin- um eftir að hann er farinn upp. Svo heppilega vildi til að enginn var í herberginu þegar óhappið varð, um korteri fyrir miðnætti á gamlárs- kvöld, en dóttir Jóns Skúla, sem er í námi í Reykjavík, gisti þó í her- berginu yfir hátíðirnar. Herberg- ið var því í notkun. „Það hefði orðið stórslys,“ segir Jón Skúli spurður hvernig hann teldi að farið hefði ef einhver hefði verið inni í herberginu. Krakkarnir hafi verið frammi á gangi þegar bomban sprakk. „Það glumdi í öllu,“ segir hann. Eldur í gardínu og sæng Sjálfur var Jón Skúli í bílskúrnum, á hæðinni fyrir neðan, þegar óhapp- ið varð. Hann segir að drunurnar hafi verið miklar. Hann hljóp upp og mætti þá nágrönnunum, sem hlaup- ið höfðu á vettvang með slökkvitæki. Flugeldurinn flæktist í gardínu og kveikti í henni eld. Þá kviknaði lít- ill eldur í sæng á rúmi auk þess sem sprengingin varð til þess að svartir brunablettir eru nálægt öllum inn- anstokksmunum í herberginu. „Það er stór brunablettur á hurðinni og aðrir minni á skápum og rúmi. Það logaði í sænginni þegar ég kom inn – en bara smá.“ Ekki kom til þess að beita þyrfti slökkvitækinu. Jón Skúli segir að leifarnar af flug- eldinum bendi til þess að um flugeld með tívolíbombu ofan á hafi verið að ræða – sem sagt flugeld af stærstu gerð. Skotmaðurinn ekki ábyrgur Þeir nágrannarnir voru sammála um að sá þeirra sem skaut upp rakettunni bæri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS, sem er reynd- ar ekki aðili að þessu tjóni, ábyrgist brunatrygging þolanda almennt það tjón sem verður á eign hans. Það gild- ir ef ekki er hægt að sýna fram á stór- fellt gáleysi þess sem tendrar. Þegar haft var samband við tryggingafélagið kom þetta á daginn. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Menn bera víst ekki ábyrgð á rak- ettunni nema menn sýni mika óvar- kárni,“ segir Jón Skúli. Hann sæti því sjálfur uppi með tjónið. Jón Skúli er með innbústryggingu hjá Sjóvá, sem greiðir tjónið, en hann sæti sjálfur uppi með sjálfsábyrgðina ef þeir ná- grannarnir hefðu ekki orðið ásáttir um málalyktar þar að lútandi. Hann segir að fjölskyldan hafi jafnað sig fljótt á atvikinu og ára- mótin hafi að öðru leyti geng- ið stórslysalaust fyrir sig. Ná- granninn hafi þó ákveðið að sprengja ekki meira þetta árið. Hann hafi brugðið á það ráð að farga því sem eftir var af skotfærum. Þær upplýsingar fengust frá Sjóvá að sá sem kveikti í flugeldinum sé tryggður gegn þeirri skaðabótaskyldu sem fellur á hann samkvæmt íslensk- um lögum. Háttsemi hans þurfi að vera saknæm. Sjóvá líti ekki svo á að sök felist í því að flugeldurinn hafi skyndilega tekið aðra stefnu. Þá stofnist ekki skaðabótaábyrgð vegna tjóns sem munatrygging tekur til. Innbústrygging Jóns Skúla, líka hjá Sjóvá, bætir tjónið í þessu tilviki. Fé- laginu sé því lögum samkvæmt ekki heimilt að greiða út úr tryggingu þess sem kveikti í flugeldinum. Hjá Sjóvá fengust líka þær upp- lýsingar (á fimmtudagsmorgun) að engar tilkynningar hafi borist til Sjóvár vegna alvarlegra flugelda- slysa eða annars tjóns um þessi ára- mót. Sömu sögu var að segja hjá VÍS, þegar DV leitaði svara. „Það er magnað að okkur skuli takast þetta og við erum stolt af okkar fólki,“ seg- ir Sigurjón Andrésson, for stöðumaður markaðsmála og for varna hjá Sjóvá, í sam- tali við DV. n Tívolíbomba sprakk n Flugeldur nágrannans beygði af leið n Eldur kviknaði í sæng og gardínu Baldur Guðmundsson baldur@dv.is inni í svefnherbergi Jón Skúli Var í bílskúrnum þegar atvikið á sér stað. PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler www.plusminus.is ÚTSALA Útsalan er hafin 20-80 % afsláttur af umgjörðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.