Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Side 6
Helgarblað 6.–9. janúar 20176 Fréttir Eina sápan sem þú þarft fyrir alla fjölskylduna og heimilið dr. bronner’s: Óeining innan Viðreisnar n Benedikt formaður sagður halda þingmönnum í myrkrinu n Ekki sátt um stefnuna T öluverðrar kergju gætir inn- an Viðreisnar vegna stjórn- armyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðis- flokk og Bjarta framtíð. Er annars vegar kergja í garð Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, sem sagður er halda spilunum svo þétt að sér að þingmenn flokksins og bakland sé því sem næst óupp- lýst um stöðu viðræðnanna. Hins vegar er óeining innan þingflokks- ins varðandi stefnumál sem leggja á áherslu á í viðræðunum og þá ráð- herrastóla sem sóst er eftir. DV hefur heimildir fyrir því að áhrifafólk innan Viðreisnar sé orðið býsna langeygt eftir upplýsingum um stöðu mála í viðræðum for- manns síns við þá Bjarna Benedikts- son, formann Sjálfstæðisflokksins, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, um hugsanlegt stjórnar- samstarf. Í viðtölum í fjölmiðlum síðustu daga hafa þeir þremenn- ingar talað á þeim nótum að allt sé að ganga saman í viðræðum flokk- anna og fátt beri í milli. Innan Við- reisnar er hins vegar óánægja með það í hvaða átt viðræðurnar stefna, eftir því sem þingmönnum flokks- ins sýnist. Vilja frekar utanríkisráðuneytið Benedikt mun nú sækja mjög fast að fá í sinn hlut stól fjármálaráð- herra, verði af myndun stjórnarinn- ar. Innan Viðreisnar eru hins vegar uppi sjónarmið, í það minnsta hjá hluta þingmanna, um að það sé ekki endilega skynsamleg afstaða heldur væri mun mikilvægara að flokkurinn fengi í sinn hlut utan- ríkisráðuneytið. Flokkurinn hafi í kosningabaráttu sinni lagt áherslu á Evrópumál og vestræna sam- vinnu en einnig uppbyggingu heil- brigðis- og velferðarkerfisins. Nú bendi margt til að enginn þessara málaflokka verði á hendi Viðreisn- ar, ef marka megi það sem leki út um stjórnarmyndunarviðræðurn- ar, og það sé ótækt. Hins vegar ber þess að geta að í ljósi þess hversu lítt Benedikt hefur upplýst um gang mála eru Viðreisnarþingmenn þó í myrkrinu með þetta. Benedikt er þannig sagður hafa verið í takmörk- uðu sambandi við þingmenn síð- ustu daga. Líka meðvitaðir um eins manns meirihluta Þingmenn Viðreisnar sem DV ræddi við segja að staðan sé óþægileg, óþægilegt sé að hafa takmarkaða hugmynd um hver staða viðræðn- anna sé. Menn lesi í fjölmiðlum að sátt sé um meginlínur og að styttist í niðurstöðu en hafi ekki séð stafkrók um mikilvæga málaflokka. Einn þingmaður Viðreisnar orðaði það þannig við blaðamann að það væru ekki bara þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem væru meðvitaðir um að hugsanleg stjórn hefði bara eins manns meirihluta, það væru þing- menn Viðreisnar líka. Þá er sögð óánægja í baklandi flokksins vegna þess að gengið sé út frá því sem sjálfsögðum hlut að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson eigi heimt- ingu á ráðherrastólum í ríkisstjórn. Það þyki ekki lýðræðislegt og auk þess þyki það ekki til sóma fyrir flokk sem hefur lagt áherslu á að jafna verði stöðu kynjanna í samfé- laginu að bjóða upp á ráðherralista þar sem halli á konur. Gott að heyra að vel gangi Hanna Katrín Friðriksson, þing- flokksformaður Viðreisnar, vildi ekki tjá sig um deilurnar innan Viðreisnar þegar DV leitaði eft- ir því. Hún staðfesti hins vegar að hún teldi æskilegt að eitthvað færi að birtast handfast um stöðu við- ræðnanna. „Það er gott að heyra að viðræðurnar gangi vel. Ég er hins vegar orðin óþreyjufull að sjá alla- vega drög að útkomu til að geta tekið efnislega afstöðu til hugsan- legs stjórnar sáttmála. Mig er farið að lengja nokkuð eftir því og það er rétt að taka fram að þingmenn Við- reisnar eru ekki búnir að taka efnis- lega afstöðu til stjórnarsamstarfs.“ Ekki náðist í Benedikt Jóhannes- son, formann Viðreisnar, við vinnslu fréttarinnar. n „Gott að heyra að vel gangi Ekki á eitt sáttir Þingmenn Viðreisnar munu ekki sáttir við framgöngu formanns síns, Benedikts Jóhann- essonar, í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þykir vanta upp á upplýsingaflæðið. Mynd SiGtryGGur Ari Orðin óþreyjufull Hanna Katrín Friðriks- son, þingflokksfor- maður Viðreisnar, bíður þess með óþreyju að sjá drög að stjórnar- sáttmála. Freyr rögnvaldsson freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.