Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 12
Helgarblað 6.–9. janúar 201712 Fréttir s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu n Bókanlegt í síma eða í tölvupósti n Rúmgóð herbergi með gervihnattasjónvarpi og baði n Morgunverður er innifalinn n Þráðlaus nettenging 12% afsláttur fyrir þá sem skrá sig í Bed & Breakfast klúbbinn. Aðeins 13.900 kr. fyrir tveggja manna herbergi Y rðu undanþágur afurða- stöðva í mjólkuriðnaði frá samkeppnislögum afnumdar, líkt og nú er til umræðu í stjórnarmynd- unarviðræðum, myndi það þýða allt annað og gjörbreytt umhverfi í mjólkurframleiðslu á Íslandi. Fram- leiðslan yrði miklu minni og líkur eru til að hún legðist af á jaðarsvæðum. Þetta segir Egill Sigurðsson, stjórn- arformaður Auðhumlu og Mjólkur- samsölunnar. Það kemur Agli veru- lega á óvart að nú sé til umræðu að gjörbylta kerfi sem var staðfest með búvörusamningum til tíu ára á síð- asta ári. Meðal þess sem hefur verið til umræðu í stjórnarmyndunarvið- ræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að undanförnu eru breytingar á landbúnaðarkerf- inu og þar á meðal að afnema beri undanþágur afurðastöðva í mjólkur- iðnaði frá samkeppnislögum. Þær undanþágur voru veittar með bú- vörulögum árið 2004 og heimil- uðu afurðastöðvum meðal annars að sameinast og hafa með sér víð- tæka samvinnu. Almennt er það skoðun þeirra sem eru í forsvari fyrir mjólkur framleiðslu og mjólkuriðnað að yrðu undanþágurnar afnumdar hlyti það einnig að fela í sér afnám á opinberri verðlagningu mjólkur, sem og ýmsum öðrum skyldum sem lagð- ar eru á herðar afurðastöðvanna. Er þar einkum horft til söfnunar mjólk- ur frá bændum en sú söfnun er mjög kostnaðarsöm. Kostaði 640 milljónir að sækja mjólk Á síðasta ári var kostnaður vegna söfnunar mjólkur á vegum Mjólkur- samsölunnar eða móðurfyrirtækisins Auðhumlu um 640 milljónir króna. Það samsvarar 4,7 krónum á hvern mjólkurlítra og báru mjólkurframleið- endur allan kostnað af mjólkursöfnun. Sami kostnaður leggst á hvern bónda, óháð því hvar sá er búsettur á landinu. Þannig kostar jafn mikið, 4,7 krónur á lítra, að koma mjólk í mjólkurbú hvort sem hún er sótt einn kílómetra eða 100 kílómetra. Fækkun og sameining afurðastöðva í mjólkuriðnaði hófst með skipulögðum hætti árið 1989 samkvæmt heimild í búvörulögum á þeim tíma. Ein forsendan sem lögð var til grundvallar sameiningunni var sú að hún myndi ekki bitna á mjólk- urframleiðendum á þeim svæðum þar sem mjólkurbú voru aflögð, með þeim hætti að þeir þyrftu að greiða hærri flutningskostnað. Ákveðið var að jafna kostnaðinn við söfnun mjólkur út á alla bændur, óháð búsetu. Sama verð en mismunandi kostnaður Augljóst er hins vegar að miskostn- aðarsamt er að safna mjólk eftir því hvert þarf að sækja hana. Þannig er eitt kúabú í Seyðisfirði þar sem sækja þarf mjólk að lágmarki á þriggja „Mjólk er þannig vara að það þarf að vinna hana strax. MjólkurfraMleiðsla legðist af á jaðarsvæðuM n Afnám undanþága þýðir gjörbreytt rekstrarumhverfi n Hlyti að aflétta kvöðum um söfnun mjólkur Gjörbreytt umhverfi Yrði af breytingunum myndi það að mati Egils þýða gjörbreytta stöðu í mjólkurframleiðslu hér á landi. Hún myndi dragast saman og leggjast af á jaðar- svæðum. Egill er undrandi Stjórnarformaður Mjólk- ursamsölunnar, Egill Sigurðsson, er undrandi á því að rætt sé um að gjörbylta kerfi sem stað- fest var með búvörusamningum á síðasta ári. Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.