Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 12
Helgarblað 6.–9. janúar 201712 Fréttir
s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com
Ertu á leið í flug?
Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á
flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu
n Bókanlegt í síma eða í tölvupósti
n Rúmgóð herbergi með
gervihnattasjónvarpi og baði
n Morgunverður er innifalinn
n Þráðlaus nettenging
12% afsláttur fyrir þá sem skrá
sig í Bed & Breakfast klúbbinn.
Aðeins 13.900 kr. fyrir tveggja manna herbergi
Y
rðu undanþágur afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði
frá samkeppnislögum
afnumdar, líkt og nú er til
umræðu í stjórnarmynd-
unarviðræðum, myndi það þýða
allt annað og gjörbreytt umhverfi í
mjólkurframleiðslu á Íslandi. Fram-
leiðslan yrði miklu minni og líkur eru
til að hún legðist af á jaðarsvæðum.
Þetta segir Egill Sigurðsson, stjórn-
arformaður Auðhumlu og Mjólkur-
samsölunnar. Það kemur Agli veru-
lega á óvart að nú sé til umræðu að
gjörbylta kerfi sem var staðfest með
búvörusamningum til tíu ára á síð-
asta ári.
Meðal þess sem hefur verið til
umræðu í stjórnarmyndunarvið-
ræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar
og Bjartrar framtíðar að undanförnu
eru breytingar á landbúnaðarkerf-
inu og þar á meðal að afnema beri
undanþágur afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði frá samkeppnislögum. Þær
undanþágur voru veittar með bú-
vörulögum árið 2004 og heimil-
uðu afurðastöðvum meðal annars
að sameinast og hafa með sér víð-
tæka samvinnu. Almennt er það
skoðun þeirra sem eru í forsvari fyrir
mjólkur framleiðslu og mjólkuriðnað
að yrðu undanþágurnar afnumdar
hlyti það einnig að fela í sér afnám á
opinberri verðlagningu mjólkur, sem
og ýmsum öðrum skyldum sem lagð-
ar eru á herðar afurðastöðvanna. Er
þar einkum horft til söfnunar mjólk-
ur frá bændum en sú söfnun er mjög
kostnaðarsöm.
Kostaði 640 milljónir að
sækja mjólk
Á síðasta ári var kostnaður vegna
söfnunar mjólkur á vegum Mjólkur-
samsölunnar eða móðurfyrirtækisins
Auðhumlu um 640 milljónir króna.
Það samsvarar 4,7 krónum á hvern
mjólkurlítra og báru mjólkurframleið-
endur allan kostnað af mjólkursöfnun.
Sami kostnaður leggst á hvern bónda,
óháð því hvar sá er búsettur á landinu.
Þannig kostar jafn mikið, 4,7 krónur á
lítra, að koma mjólk í mjólkurbú hvort
sem hún er sótt einn kílómetra eða
100 kílómetra. Fækkun og sameining
afurðastöðva í mjólkuriðnaði hófst
með skipulögðum hætti árið 1989
samkvæmt heimild í búvörulögum á
þeim tíma. Ein forsendan sem lögð
var til grundvallar sameiningunni var
sú að hún myndi ekki bitna á mjólk-
urframleiðendum á þeim svæðum
þar sem mjólkurbú voru
aflögð, með þeim hætti að
þeir þyrftu að greiða hærri
flutningskostnað. Ákveðið
var að jafna kostnaðinn við
söfnun mjólkur út á alla
bændur, óháð búsetu.
Sama verð en
mismunandi kostnaður
Augljóst er hins vegar að miskostn-
aðarsamt er að safna mjólk eftir því
hvert þarf að sækja hana. Þannig er
eitt kúabú í Seyðisfirði þar sem sækja
þarf mjólk að lágmarki á þriggja
„Mjólk er
þannig
vara að það þarf
að vinna hana
strax.
MjólkurfraMleiðsla
legðist af á jaðarsvæðuM
n Afnám undanþága þýðir gjörbreytt rekstrarumhverfi
n Hlyti að aflétta kvöðum um söfnun mjólkur
Gjörbreytt umhverfi Yrði
af breytingunum myndi það
að mati Egils þýða gjörbreytta
stöðu í mjólkurframleiðslu hér
á landi. Hún myndi dragast
saman og leggjast af á jaðar-
svæðum.
Egill er undrandi Stjórnarformaður Mjólk-
ursamsölunnar, Egill Sigurðsson, er undrandi á
því að rætt sé um að gjörbylta kerfi sem stað-
fest var með búvörusamningum á síðasta ári.
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is