Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 31
Helgarblað 6.–9. janúar 2017 Kynningarblað - Heilsa 7 Slökun og upplifun – Betra útlit og bætt líðan Unique hár & spa H árgreiðslu- og snyrtistofan Unique hár & spa fagnar núna tíu árum í Borgar- túni 29 en stofan hefur þó starfað enn lengur eða í alls 16 ár. Unique hár & spa býður upp á mjög fjölbreytta og víðtæka þjón- ustu sem miðar að vellíðan við- skiptavina, bættu útliti og frábæru hári. Eigandi stofunnar er Jóhanna María Gunnarsdóttir, sem aldrei er kölluð annað en Jóa. Auk hennar starfa 12 manns á stofunni, hár- greiðslumeistarar, snyrtifræðimeist- arar og fótaaðgerðafræðingur. Á Unique kemur fólk í litun og klippingu, blástur og greiðslur. Meðferðirnar sem í boði eru inni á spainu eru fyrir andlit, hendur, fæt- ur, líkama og einnig vaxmeðferð – jafnt fyrir konur sem karla. Mikið er lagt upp úr því að miða þjónustuna að þörfum hvers og eins, til dæmis í mismunandi möguleik- um í andlitsmeðferðum: „Hægt er að velja um 30, 60 eða 90 mínútur, sem fer þá bæði eftir tím- anum sem fólk hefur í meðferðina og þörfum þess. Ef þú ert í 30 mín- útur er lögð aðaláhersla á einhvern einn þátt, ef þú ert í 60 mínútur er áherslan á tvo þætti sem húðina vantar. Í 90 mínútna meðferðinni er möguleiki á þremur áhersluþáttum sem henta þinni húð,“ segir Jóa og bendir jafnframt á að hún telji and- litsmeðferðirnar vera einhverja þá bestu slökun sem hægt sé að ná sér í: „Það er ekkert betra en 90 mínútna andlitsbað í janúar.“ Jóa segir að mikil þörf sé á að fólk komi í fótsnyrtingu: „Það er alltaf vitlaust að gera hjá fótaaðgerða- fræðingnum mínum. Fótaaðgerð- ir eru mikilvægar fyrir heilsu og vellíðan en geta einnig verið fyrir- byggjandi fyrir fótavandamál seinna meir.“ Slökum á og upplifum frábæra þjónustu Hjá Unique hár & spa getur fólk nýtt sér ólíkar meðferðir í sömu ferðinni: „Vinsælast hjá okkar viðskiptavinum er að bóka á snyrtistofuna í litun og plokkun, hand-, fót- eða vaxmeðferð og nýta þannig biðtímann á meðan liturinn bíður í hárinu,“ segir Jóa. n Sem fyrr segir er Unique hár & spa til húsa að Borgartúni 29 í Reykja- vík. Opið er mánudaga frá kl. 9 til 16, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtu- daga frá 9 til 18 og föstudaga frá 9 til 16. Síminn er 552-6789. Ítarlegar upplýsingar er að finna á vefsíðunni unique.is og Unique hár & spa er líka á Facebook. Starfsfólk Unique á jólatjútti fyrir skömmu. Unique hár & spa býður nýjasta hársnyrti meist- arann, Lilju Rut Kristjánsdóttur, velkomna til starfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.