Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Síða 38
Helgarblað 6.–9. janúar 201730 Skrýtið Sakamál
S
tundum er haft á orði að
eplið falli ekki langt frá „eik-
inni“ og burtséð frá þeirri
staðreynd að eikur bera ekki
epli þá má til sanns vegar
færa að málshátturinn eigi einkar
vel við Bandaríkjamanninn Gerald
Armond Gallego.
Uppruni
Ef glæpagenum er til að dreifa yfir-
höfuð og erfast þá voru þau Gerald
í blóð borin, hvort tveggja í föður-
og móðurætt. Þegar Gerald fæddist,
árið 1946, var faðir hans, Gerald Al-
bert Gallego, í San Quentin-fangels-
inu. Eftir að hafa fengið reynslulausn
tók Gallego eldri upp fyrri siði og var
aftur settur á bak við lás og slá.
Gallego eldri fékk enn og aftur
reynslulausn sem síðar kostaði
tvo lögregluþjóna lífið. Árið 1955
varð hann að lokum þess vafasama
heiðurs aðnjótandi að verða fyrsti
glæpamaðurinn sem geispaði gol-
unni í nýjum gasklefa í ríkisfangelsi
Mississippi sem einnig er þekkt sem
Parchman Farm.
Skal nú sjónum beint að elsku-
legri móður Gallegos yngri, Lorraine
Pullen Bennett Gallego. Innan vé-
banda stórfjölskyldu hennar fyrir-
fundust hvort tveggja morðingjar og
barnaníðingar.
Sjálf stundaði Lorraine vændi í
skuggahverfum Sacramento og Ger-
ald litli var ósjaldan notaður í sendi-
ferðir af hórmöngurunum sem þar
héldu til.
Framtíðareiginkona
Ef Gerald yngri moraði í glæpa-
genum (ef svo má að orði kom-
ast) þá var slíkt hið sama ekki uppi
á teningnum hvað eina framtíðar-
eiginkonu hans, Charlene Williams,
áhrærði. Bernska Charlene var ævin-
týri líkust. Faðir hennar, Charles, var
dugnaðarforkur sem hafði unnið sig
upp úr starfi búðarloku í stöðu fram-
kvæmdastjóra keðju matvöruversl-
ana.
Charlene naut alls hins besta, óx
úr grasi í einu af fínni hverfum Sacra-
mento, var hæfileikaríkt og vel gef-
ið einkabarn sem sýndi ótvíræða
hæfileika í fiðluleik. En … svona
upptalning býður oft upp á „en“ … í
menntaskóla kom í ljós takmarkalítið
dálæti Charlene á kynlífi, fíkniefnum
og áfengi. Slíkt var dálætið að það var
með naumindum að hún útskrifaðist
úr menntaskóla, síðar flosnaði hún
upp úr námi í háskóla og státaði, nán-
ast á sama tíma, af tveimur skammlíf-
um hjónaböndum.
Hvað sem öllu þessu leið var það
mat flestra sem til Charlene þekktu
að hún væri einfaldlega ráðvillt og
fordekruð ung kona. En það hékk
sennilega fleira á spýtunni.
Snemma beygist krókurinn
Sem fyrr segir varð Gallego yngri
aldrei þeirrar ánægju aðnjótandi að
berja föður sinn augum; Lorraine
sagði að faðir hans hefði látist af slys-
förum og tók Gallego yngri þá sögu
trúanlega.
„Illvirki bernsku
hans náðu eins
konar hámarki þegar
hann, þrettán ára, var
fangelsaður fyrir að
hafa kynmök við sex
ára nágrannastúlku.
» Loftsíur
» Smurolíusíur
» Eldsneytissíur
» Kælivatnssíur
» Glussasíur
Túrbínur
Bætir ehf. býður upp á
viðgerðarþjónustu fyrir
flestar gerðir túrbína.
Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík
Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár
Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann
hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum
mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða
varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá:
Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel®
Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation.
n Vegur dyggðar var Gerald framandi n Charlene var blinduð af ást
SkaðræðiSSkötuhjú
Hjónakornin
Charlene kolféll
fyrir Gerald.