Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Page 46
Helgarblað 6.–9. janúar 201738 Menning
Tvær byggingar á Íslandi eru
meðal þeirra
356 sem eru til-
nefndar til Mies
van der Rohe-verð-
launanna, arkitektaverðlauna
Evrópusambandsins, árið 2017,
en verðlaunin eru veitt á tveggja
ára fresti fyrir framúrskarandi nú-
tíma arkitektúr í álfunni. Íslensku
byggingarnar sem eru tilnefnd-
ar í ár eru fangelsið á Hólmsheiði
eftir Arkís og stækkun Keflavíkur-
flugvallar eftir Anderson og Sig-
urdsson ásamt Teikn arkitektum.
John Berger, rithöfund-ur og einn
áhrifamesti
listgagnrýn-
andi samtím-
ans, lést á heimili
sínu í París á mánudag 90 ára að
aldri. Berger er einna þekktastur
fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ways
of Seeing sem sýnd var á BBC
árið 1972 og samnefnda bók sem
var gefin út samhliða þáttunum.
Í þáttunum fjallar Berger um
fagurfræði vestrænnar menn-
ingar, breytt hlutverk listarinn-
ar í samtímanum og varpar ljósi
á hugmyndafræðina sem dylst í
listaverkunum. Ways of Seeing
hafði gríðarleg áhrif í listheimin-
um og mótaði hvernig almenn-
ingur horfði á og nálgaðist mynd-
list.
Þriðja árið í röð mun tónlistar-
akademía Red
Bull stýra dag-
skránni á einu
sviðanna á tón-
listarhátíðinni Sónar Reykjavík
sem fer fram í Hörpu í febrúar.
Áhersla RBMA hefur ávallt verið
á framsækna og frumlega tónlist,
en meðal þeirra sem koma fram
eru rapparinn Oddisee, teknó-
hávaðalistamaðurinn Vatican
Shadow, auk Pan Daijing, Marie
Davidson og Johan Carøe, en þau
þrjú síðastnefndu eiga það sam-
eiginlegt að hafa tekið þátt í ár-
legu námskeiði á vegum akadem-
íunnar í Montreal í Kanda. H
alldór Laxness lagði mikið á
sig til þess að koma bókum
sínum út erlendis. Hann
verður þó ekki sakaður um
að hafa með skrifum sín-
um reynt að upphefja þjóð sína eða
tefla henni fram líkt og fyrirsætum í
ferðabæklingi. Frekar má segja að oft
hafi hann grafið upp sína aumustu
landa, veitt þeim rödd og jafnvel
gullnar setningar til þess að benda
á hina takmörkuðu möguleika
þeirra í lífinu. Þannig málar Halldór
einstakar myndir af íslensku þjóðlífi
og vekur jafnframt athygli lesenda
sinna á löstum þess og lýtum. Í Sölku
Völku má lesa um fátækt og fátækra-
gildrur, ofríki, barnaníð, flónshátt,
einelti, kúgun kvenna, drykkjuskap
og kirkjunnar vald svo fátt eitt sé
nefnt. Þetta er stórt verk og vonlaust
að gera því öllu skil í einni leiksýn-
ingu. Maður fúlsar þó ekki við góðu
sögubroti á sviði þó að bókin standi
ekki öll til boða.
Leikstjórinn, Yana Ross, og
Salka Guðmundsdóttir semja
leikgerðina en hún nær því
miður ekki góðu flugi. Það er
líkt og þær hafi ætlað sér að
leiða fram einhver ný sannindi
úr Sölku Völku og lagt allan
kraft í einhvers konar frum-
lega nálgun í stað þess að segja
bara sögu Sölku með heiðarlegum
hætti. Þar með er þó ekki sagt að upp-
setningin sé til einskis. Til dæmis er
spennandi að fylgjast með því hvern-
ig það sem sagt er á sviðinu stangast
stundum fullkomlega á við það sem
gert er. Tímaröð atriða er stokkuð upp,
oftast með hugvitsamlegum hætti og
þáttur sjálfumglaða kvikmyndaleik-
stjórans sem vinnur að því að koma
sálarlífi Sölku á hvíta tjaldið, skapar
óvænta nálgun áhorfenda við bæði
verkið og leikara þess. Þá má nefna
ýmis hressandi svik við mannlýs-
ingar bókarinnar og þá staðreynd að
Salka sést aldrei í buxum, þrátt fyrir að
buxnaganga hennar leiki nokkuð stórt
hlutverk í bókinni. Þær stöllur bregða
svo á það ráð að fá Guðna Kolbeins-
son í hlutverk sögumanns.
Bragðdaufar samtímaklisjur
Líkt og í Mávinum fer leikstjóri verks-
ins, Yana Ross, þá leið að leggja
áherslu á tengingu verksins við glímur
okkar í nútímasamfélagi. Þessi hug-
myndafræði ágerist eftir hlé en tekst
ekkert sérstaklega vel í þetta skiptið.
Fallið er í þá gryfju að minna á
mótmælin í hruninu, fjölda
erlendra ferðamanna og
fleiri klisjur án þess að
nokkur nýr sannleik-
ur sé fram leiddur.
Það er ekki góð þróun
þegar leikstjórar fara
offari í túlkun sinni
þannig að ekkert verði
eftir fyrir áhorfandann til
þess að velta fyrir sér að sýn-
ingu lokinni. Þessi mötun er því
miður ljóður á báðum jólasýningum
stóru leikhúsanna í ár. Illa tókst svo
að binda verkið saman eftir hlé, þetta
var eins og samansafn af lokasenum
og hefði að ósekju mátt vinna betur
því byrjunin var ágæt.
Góður leikur
Leikhópurinn er þéttur og afbragðs-
góður þó að einstaka leikarar þyrftu
að þjálfa rödd sína betur ef ætlun
þeirra er að starfa á stóra sviðinu.
Leikararnir unnu líka tæknilega vel
úr því að afklæðast hlutverkum sín-
um og sýna á sér aðra hlið leikara í
kvikmyndaupptöku.
Þuríður Blær var góð í hlutverki
Sölku Völku, jarðbundin, yfirveg-
uð og ákveðin. Hilmir Snær er auð-
vitað fjarri því að líkjast þeirri mynd
sem skáldið málar af Steinþóri en
fer þó létt með hlutverkið, sveiflast á
milli ofsa og auðmýktar, fyrirlitlegur
og andstyggilegur kvennabósi og of-
beldismaður. Senan þar sem hann fer
á fyllerí var útfærð með einföldum en
afar eftirminnilegum hætti. Áhersla
leikstjóra á hans þátt í sýningunni
skyggði þó á möguleika annarra og
framvindu sögunnar í heild. Á frum-
sýningu var Júlía Guðrún í hlutverki
hinnar yngri Sölku Völku. Hún sýndi
mjög stilltan leik og var bæði trúverð-
ug og spennandi.
Líkt og Hilmir þá er Halldóra Geir-
harðsdóttir ekki heldur lík lýsingum
Laxness á útliti Sigurlínu. En flónsk-
una leikur hún svo vel, roluna sem
ekkert hefur nema trú sína á Guði,
er ekki einu sinni með reikning hjá
Bogesen. Hvorki Bogesen né Arnald-
ur fengu það pláss í sýningunni sem
þeir annars hafa í sögunni. Jóhann
Sigurðarson var þó þrumandi góður
sem nafni sinn, Bogesen, þurfti varla
að gera annað en að andvarpa til þess
að koma meiningu sinni til skila.
Halldór Gylfason fékk hins vegar
ágætt rými fyrir hinn ólögulega von-
biðil Sigurlínu, Jukka. Hann lyftir
sögunni svolítið upp, því þrátt fyrir að
vera einstaklega ólukkulegur þá
er hann jafnframt sárgræti-
lega fyndinn, líkt og Hall-
dór skilaði ágætlega.
Guðni Kolbeins-
son var svo í hlutverki
sögumanns. Rödd
hans er notaleg og
lesturinn prýðilegur en
hann var ekki jafn lip-
ur á sviði og aðrir leikarar
verksins.
Lokuð rými enn og aftur
Leikmyndin var margbrotin og leik-
munir þjónuðu hlutverki sínu ágæt-
lega. Að undanförnu hefur geisað
hálfgerður tískufaraldur í leikhúsun-
um þar sem lengri og styttri senur fara
fram í afmörkuðum og stundum lok-
uðum kössum á sviðinu. Þetta tókst
ágætlega hér en kannski er kominn
tími til að spara hugmyndina aðeins.
Lýsingin var vel unnin og vann vel
með landslagi leikmyndarinnar en
búningarnir voru hins vegar dauflegir
og gerðu lítið fyrir sýninguna.
Verkið líður fyrir stefnuleysi eft-
ir hlé og of ríka áherslu á samband
Sölku og Steinþórs, á kostnað annarra
áhugaverðari þátta í lífi Sölku. Þá
hefði mátt huga betur að því að ekki
er víst að allir áhorfendur þekki
söguna. En góður leikur og ágæt út-
færsla á nokkrum stöðum bætir þetta
að einhverju leyti upp. n
Tilþrifalítil
tilvistarbarátta
Klassískt verk
Salka Valka eftir
Halldór Laxness er eitt
þekktasta verk íslenskra
nútímabókmennta.
Bryndís Loftsdóttir
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Salka Valka
Höfundur: Halldór Laxness
Leikstjórn: Yana Ross
Leikgerð: Yana Ross og Salka Guðmundsdóttir
Leikarar: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Hilmir
Snær Guðnason, Halldóra Geirharðsdóttir,
Sigrún Edda Björnsdóttir, Björn Stefáns-
son, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmar
Guðjónsson, Jóhann Sigurðarson, Halldór
Gylfason, Guðni Kolbeinsson, Júlía Guðrún
L. Henje og Auður Aradóttir
Leikmynd: Michat Korchowiec
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins
Salka Valka í Borgarleikhúsinu„Þessi mötun er
því miður ljóður
á báðum jólasýningum
stóru leikhúsanna í ár.
Úr listheiminum
powerið og bassinn
engu líkur!
Þráðlausu Touch heyrnartólin fást á www.mytouch.rocks
Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki.
Einnig er hægt að svara í símann með þeim.
Fæst á www.mytouch.rocks