Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Síða 13
Helgarblað 14. júlí 2017 fréttir 13
Slagsmál á Hrauninu:
„Ég beit af honum vörina“
Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal lenti saman með blóðugum afleiðingum
T
il alvarlegra átaka kom á
Litla-Hrauni í miðri viku
sem endaði með því að
fangi beit efri vörina af sam-
fanga sínum. Atvikið átti sér stað
á meðan útivistartíma fanganna
stóð, nánar tiltekið á gervigras-
velli við fangelsið. Hinn slasaði var
þegar fluttur undir læknishendur
á meðan gerandinn var látinn
sæta einangrun.
Spýtti stykkinu út úr sér
Samkvæmt heimildum DV hófst
atburðarásin þannig að föngun-
um Baldri Kolbeinssyni og Styrmi
Haukdal Snæfeld Kristinssyni varð
sundurorða. „Þeir voru að rífast
um fíkniefni og síðan fóru þeir
að slást. Það reyndi einn fangi að
stíga inn á milli en sá fékk þung
högg frá báðum aðilum. Hann er
með gervigóm sem brotnaði í þrjá
hluta,“ segir sjónarvottur í samtali
við DV. Að hans sögn hafði Styrmir
betur í slagsmálunum og hafði bar-
ið Baldur „í spað“ þegar að blóð-
ugum endalokunum kom. Þessu
lauk með þeim hætti að Styrmir
tók sér stöðu klofvega yfir Baldri
og hugðist halda barsmíðunum
áfram þegar Baldur reisti sig upp
og beit í andlit Styrmis. Náði Bald-
ur að bíta efri vör Styrmis og beit
hana í sundur af öllu afli. Hann
spýtti síðan stykkinu út úr sér á
gervigrasið.
Herma heimildir að Styrmir
hafi orgað af sársauka og foss-
blæddi úr honum, meðal annars
yfir Baldur. Fangaverðir brugðust
fljótt við og tóku Baldur úr umferð
en Styrmi var veitt aðhlynning.
„Það var hrikalegt að sjá Styrmi
skríða alblóðugan um gervigras-
ið í leit að stykkinu úr efri vör-
inni,“ segir sjónarvotturinn. Þegar
Baldur var dreginn í burtu öskraði
hann hróðugur: „Ég beit af honum
vörina.“
Samkvæmt heimildum DV
tókst læknum að sauma vörina
aftur á Styrmi.
Tróð saur upp í samfanga sinn
Tvímenningarnir eiga langan
sakaferil að baki. Baldur hefur áður
átt í skærum við samfanga sína.
Þann 10. maí 2014 veittist hann
að samfanga sínum, sem dæmd-
ur hafði verið fyrir kynferðis brot
gegn barni, og makaði saur í and-
lit hans. Í frétt DV frá þeim tíma
kemur fram að Baldur hefði tekið
um höfuð mansins og „makað og
troðið saur í andlit hans og munn
og því næst slegið hann tvisvar til
þrisvar í höfuð og líkama.“ Hafði
Baldur saurinn meðferðis í poka
innanklæða.
Þá var greint ítarlega frá sam-
skiptum Baldurs og strokufangans
Matthíasar Mána Erlingssonar.
Þeir réðust gegn fangaverði á Litla-
Hrauni í maí 2013 og nokkrum
mánuðum síðar réðst Baldur
fólskulega á Matthías Mána í félagi
við annan mann og barði hann ít-
rekað með lás í andlitið.
Baldur, sem er fæddur árið
1990, afplánar nú 18 mánaða
dóm sem hann hlaut 4. maí síðast-
liðinn. Um var að ræða alls ellefu
brot, meðal annars húsbrot, þjófn-
aði, tilrán til
ráns, hylmingu
og fíkniefna-
lagabrot.
Skar móður sína á háls
Styrmir, sem fæddur er árið 1977,
afplánar fjögurra ára fangelsis-
dóm fyrir að hafa stungið mann
í brjóstið fyrir utan smáhýsi við
Fiskislóð í Reykjavík í byrjun árs
2015. Árásin kom í kjölfar þess að
Styrmir og brotaþolinn höfðu tek-
ist á um talsverða hríð og brúk-
að meðal annars tunnur, skóflur
og grindur til verksins. Átökunum
lauk með hnífstungunni en af-
leiðingarnar voru þær að fjögurra
sentimetra sár myndaðist á brjósti
brotaþola. Báðir voru undir áhrif-
um eiturlyfja þegar atvikið átti sér
stað.
Styrmir hefur ellefu sinnum
verið dæmdur fyrir brot gegn al-
mennum hegningar- og um-
ferðarlögum. Hann hefur fimm
sinnum verið dæmdur í fangelsi
fyrir líkamsárás, fyrst árið 1994, og
setið vel á sjötta ár innan veggja
fangelsa landsins.
Hann viðtali við hann í DV í
maí 2004 kom fram að hann hefði
skorið móður sína á háls þremur
árum fyrr. Styrmir var dæmd-
ur ósakhæfur vegna geðklofa en
blessunarlega lifði móðir hans
árásina af og hlaut ekki varan-
legan skaða. n
Litla-Hraun Slagsmálin áttu
sér stað á útisvæði fangelsisins og
enduðu með því að Baldur Kolbeins-
son beit efri vörina af samfanga
sínum, Styrmi Haukdal.
„Það var
hrikalegt
að sjá Styrmi
skríða alblóðugan
um gervigrasið í
leit að stykkinu úr
efri vörinni
Styrmir Haukdal Kristinsson Hlaut hrikalega áverka eftir átök við Baldur Kolbeinsson
Góðar
sængur
sem má
þvo við
95° hita
Teygjulök
í öllum stærðum á góðu verði
Dýnuhlífar,
rakaheldnar, þola þvott við 95°
Rúmfatnaður, vandaður,
100% cotton satin með 300TH. 60/60µ.
Handklæði, gæðavara, 500 gsm.
100% cotton satin með 300TH. 60/60µ.
Frábærar vörur fyrir hótel, og bændagistingu
og sjúkrastofnanir
Stórhöfði 17 • 110 Reykjavík • Sími 5877685 • Netfang: elias@egheild.is • www.egheild.is
HEILD EHF
Opið frá
kl. 13 til 18
virka daga.
Vinsamlegast
sendið net-
skilaboð.