Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Side 40
Æska landsins fyllti Silfurberg Rapparinn Post Malone er einn sá heitasti á rappsen- unni í dag og síðastliðinn miðvikudag, 11. júlí, fyllti hann Silfurberg í Hörpu. Æska landsins flykktist á tónleikana til að hlýða á lög hans og íslensku tónlistarmannanna Auðs og Alexanders Jarls sem sáu um upphitun. Í febrúar 2015 setti Post Malone lagið White Iverson inn á tón-listarveituna SoundCloud. Tón- listarmenn á borð við Wiz Khalifa og Mac Miller fóru að tvíta um hann og lofa hann í bak og fyrir. Tónlistarhátíðir, boð um samstarf frá Kanye West, Jay-Z og 50 Cent, auk baráttu stóru útgáfurisanna um hann fylgdi svo í kjölfarið. Í ágúst sama ár samdi hann við Republic Records. Fyrsta platan, Stoney, kom út 9. desember 2016. Lagið White Iverson er orðinn risasmellur; en það náði 1. sæti á Rhythm Radio-listanum og er þreföld platínumsmáskífa. Því hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúm- lega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo. Post Malone er nýkominn úr heimstónleikaferðalagi þar sem hann hitaði upp fyrir vin sinn Justin Bieber og ferðast nú um heiminn með heilmikið af glænýju eigin efni. Fylgist vel með rappsenunni Leiklistarneminn og Snapchat- stjarnan Aron Már Ólafsson eða Aron Mola eins og hann kallar sig á Snapchat var hæstánægður með tónleika Post Malone. „Þetta voru mjög vel heppnaðir tónleikar,“ segir Aron. „Ég er mikill aðdáandi Post Malone, en ég fór að fylgjast með honum einhvern tíma á síðasta ári.“ Aron fylgist vel með rappsen- unni, bæði hér heima og erlendis, enda rótgróinn í henni hér heima og segir hann að hér heima fylgist rapparar hver með öðrum og hjálp- ist að. Aron stundar nú nám í leik- list og er á öðru ári. Hann er einnig aðallega í því að taka upp, klippa og leikstýra tónlistarmyndbönd- um og það nýjasta er Joey Cypher sem rappararnir Joey Christ, Hr. Hnetu smjör, Aron Can og Birnir gerðu saman, en myndbandið var tekið upp í verslun Costco í Kaup- túni. „Post Malone er tiltölulega nýr tónlistarmaður á rappsenunni og því er markhópurinn hans kannski aðeins yngri,“ segir Aron. En ætla má að meðal aldurinn á tónleikunum hafi verið 15–18 ára, en helgast það kannski líka af því að jafnan er aldurs takmark á slíka tónleika hér heima vegna áfengis- sölu. Og líklega eiga margir þeirra sem eldri eru bara eftir að uppgötva Post Malone og tónlist hans. Post Malone raPPar af list Vel flúrAður og Vinsæll Post Malone heilsar tónleikagestum. Mynd MuMMi Lú DJ-Að Af snillD Mynd MuMMi Lú Töff á sViði Post Malone er hress á sviðinu. Mynd MuMMi Lú TAkTu í hönDinA á Mér Það er alltaf töff að geta tekið í höndina á frægum tónlist-armanni. Mynd MuMMi Lú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.