Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Page 42
Fyrsti fornbíllinn sem ég gerði upp var Cadillac Eldorado ár-gerð 1968 og ég á hann enn- þá,“ segir Steini. Sá bíll er einn af fjórum sem Steini á og sá fimmti er að bætast í safnið, en Steini er núna að gera upp AMC Pacer árgerð 1978. Bílarnir eru þó ekki geymdir á safni, heldur er Steini með þá hér og þar og keyrir þá alla reglulega. „Þeir eru allir eins og nýir.“ Steini segir marga fornbíla til á landinu og úti um allt land, sumir á söfnum en aðrir sem eru bara geymdir í bílskúrum eða geymsl- um, sjaldan keyrðir og í raun aðeins eigandanum til ánægju. „Eigandinn í raun bara labbar út í bílskúr og brosir.“ Félagi í tveimur fornklúbbum Steini er félagi í bæði Cruiser- og Cadillac-klúbbnum og einn stofn- enda þess síðarnefnda, hann er þó ekki lengur í stjórn og segist ekki hafa tíma til þess. „Cadillac-klúbburinn var stofnaður í tilefni af því að við keyrðum Route 66 á Cadillac og þá var sniðugt að vera í ameríska Cadillac-klúbbnum og fá þjónustu frá klúbbnum í þessari ferð,“ segir Steini. Þeir voru fimm félagarnir sem keyrðu, rithöfundarnir Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson, Jóhann Páll Valdimarsson, fyrrver- andi eigandi Forlagsins, og Sveinn Magnús Sveinsson, kvikmynda- gerðarmaður. Ferðalagið var gefið út bæði í bók og kvikmynd. Bókin Úti að aka: á reykspúandi kadilakk yfir Ameríku kom út árið 2006. Samnefnd heimildamynd var svo sýnd árið 2016. „Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum í klúbbnum og krakkar hafa mikinn áhuga,“ segir Steini. „Bílasportið almennt er mest stundaða hobbí í heimi. Það er líka geysimikill iðnaður í kring- um þetta. Heilu verksmiðjurnar erlendis sem eru að endursmíða bílana og farið að framleiða mikið af varahlutum í þá. Í dag getur þú endurbyggt bíl með nýjum varahlutum.“ Þegar veður leyfir þá keyrir Cadillac klúbburinn um á þriðju- dögum og Cruiser klúbburinn á fimmtudögum. Á 17. júní og Menningarnótt keyrir Cadillac- klúbburinn niður Laugaveg og bíl- unum er svo stillt upp við Hörpu, fyrir áhugasama til að skoða. „Síðan eru hinar ýmsu uppákom- ur í báðum klúbbum, svona eftir tilefni og áhuga.“ En af hverju að gera upp fornbíla og hvenær telst bíll vera fornbíll? „Fornbílar eru svo falleg stykki, ég sé þá bara sem skúlptúra,“ segir Steini, en bíll þarf að vera 25 ára til að teljast forn- bíll. Steini sjálfur er orðinn 71 árs og hefur gert upp fimm fornbíla. Hann segist gera fornbíla upp af því að það sé svo gaman, hann ætlar hins vegar ekki að gera upp þann sjötta. „Í þessu hobbíi þýðir ekkert að horfa í peninga, frekar en í mörgum öðrum hobbíum, það er ekkert að hafa upp úr þessu peningalega.“ Aðalsteinn Ásgeirsson, eða Steini í Svissinum eins og hann er oftast nefndur, er einn helsti áhugamaður um fornbíla á landinu. Hann gerir upp fornbíla, er meðlim- ur í bæði Cadillac- og Cruiser-klúbbnum, auk þess að vera einn stofnenda fyrrnefnda klúbbsins og hefur keyrt Route 66 á Cadillac. „Fornbílar eru eins og skúlptúrar“ Steini í Svissinum er áhugamaður um fornbíla Fyrsti bíllinn Steini er einn helsti áhugamaður um fornbíla á landinu. Hér er hann með fyrsta fornbílinn sinn, en Elvis Presley ók um á eins bíl. Hinir og þessir Fallegu Forn- bílar sem eru í eigu ýmissa að- ila víðsvegar um landið svartur og stílhreinn Cadillac Eldorado. tveir Ford Ford Mustang, sá vinsælasti, og Ford Excel, sem mikið var lagt í, en floppaði í sölu. sjöundi áratugurinn Volvo Amazon var sá flottasti á árunum 1960–1970. rauður og rennilegur Chevrolet Impala, árgerð 1962. borgaralegur bíll Benz, árgerð 1936, var fyrsti fjöldaframleiddi Bensinn fyrir hinn almenna borgara. sá stærsti Cadillac, árgerð 1962. Þeir verða varla stærri, bíllinn er 12 fermetrar, 6x2 metrar, sem er eins og meðal barnaherbergi. Framtíðarbílinn Citroen, árgerð 197 3, þótti framtíðarbíll að öllu leyti þegar hann kom á markað á sínum tíma. Þegar Richard Nixon, forseti Bandaríkj- anna, og Georges Pompidou, forseti Frakk lands, komu í hemsókn til Íslands keyrðu þeir um á svon a bíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.