Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Side 44
2015 Dánardómstjóri staðfesti
að B.B. King hefði látist af nátt-
úrulegum orsökum tengdum
Alzheimersjúkdómi sem hann
þjáðist af, en ekki myrtur.
Tvær dætra hans höfðu
sakað aðstoðarmenn
Kings um að hafa átt
sök á dauða hans.
Hvað gerðist
14. júlí?
Eftirminnilegir viðburðir í tónlistarsögunni
Fjölmargir viðburðir gerast í tónlistarsögunni alla daga, sumt þó eftirminnilegra en annað.
Hér eru nokkrir viðburðir í erlendri tónlistarsögu þann 14. júlí.
1945
Jim Cordon, einn eftirsóttasti
trommari síns tíma, fæddist 14. júlí
í Bandaríkjunum. Cordon samdi
Layla með Eric Clapton og vann
með tónlistarmönnum á borð við
The Everly Brothers, George Harri-
son, John Lennon, The Carpenters,
Frank Zappa og fleiri. Cordon,
sem greindur var með
geðklofa, hlaut 16 ára
fangelsisdóm 1984
eftir að hafa myrt
móður sína með
því að slá hana
ítrekað með hamri
í höfuðið þann 3.
júní 1983.
1967 David Bowie gaf út lagið Love You Till Tuesday, sem komst ekki
inn á vinsældalista. Samnefnd kvikmynd Bowies var síðan sýnd 1969.
1979 Donna Summer náði þriðja laginu í 1. sæti breska listans með
smellinum Bad Girls af samnefndri plötu, sem hóf jafnframt fimm vikna
setu í 1. sæti plötulistans. Summer fékk innblástur að laginu eftir að
aðstoðarkona hennar sagði að lögreglumaður hefði haft afskipti af
henni þar sem hann taldi hana vera vændiskonu.
1982 Kvikmynd Pink Floyd, The
Wall, var frumsýnd í The Empire á
Leicester-torgi í London. Myndin tók inn
22 milljónir dollara á fyrsta árinu og
vann til tvennra breskra verðlauna.
1986 Madonna
var á toppi breska
listans með Papa Don't
Preach. Plata hennar
True Blue sat einnig í
fyrsta sæti plötulistans.
2009
Aðdáendur Michaels Jackson söfnuðust sa
man í O2-tónleikahöllinni í London, þar sem
söngvarinn ætlaði að hefja fyrstu
tónleika sína af alls 50. Mínútuþögn var ha
ldin kl. 18.30 að staðartíma, á þeim tíma s
em aðdáendum hefði verið hleypt inn í
höllina. Mynd danny Martindale