Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Qupperneq 64
40 menning Helgarblað 14. júlí 2017 Metsölulisti Eymundsson 5. – 12. júlí 2017 Allar bækur 1 NorninCamilla Läckberg 2 Með lífið að veðiYeonmi Park 3 Independent People Halldór Laxness 4 Drekkingarhylur Paula Hawkins 5 Sagas of the Icelanders Ýmsir höfundar 6 Iceland in a BagHalldór Laxness 7 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 8 Ítalskir skór Henning Mankell 9 Gestir utan úr geimnum Ævar Þór Benediktsson 10 Njals saga Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 Með lífið að veðiYeonmi Park 2 Stofuhiti Bergur Ebbi Benediktsson 3 TeppaprjónÞuríður Magnúsdóttir/ Guðrún S. Magnúsdóttir 4 VegahandbókinSteindór Steindórsson Ýmsir höfundar 5 Ég er drusla Druslugangan/Ýmsir 6 171 Ísland Áfanga-staðir í alfaraleið Páll Ásgeir Ásgeirsson 7 Kortabók 2016-2017 8 Ferðakortabók 2016 9 Sterkari í seinni hálfleik Árelía Eydís Guðmundsdóttir 10 Volcano SudokuÝmsir höfundar M aðurinn mun líklega alltaf segja sögur í ein- hverri mynd en það er ekki sjálfgefið að í fram- tíðinni verði til sagnaskáldskapur á bókum sem fólk getur speglað líf sitt í. Bóklestur fer minnkandi og það vaxa úr grasi kynslóðir af fólki sem að meirihluta les ekki bækur sér til ánægju. Útbreiddasta form skáldsögunnar í dag er spennu- sagan og margt er afar vel gert á því sviði, en það sagnaform sem helst hefur átt undir högg að sækja á síðustu áratugum er smásagan. Ég veit ekki hvort það er tilvilj- un eða merki um nýja hneigð en töluvert hefur komið út af íslensk- um smásagnasöfnum undanfar- in misseri. Steinar Bragi sendi frá sér stórt og flott smásagnasafn í fyrra, Andri Snær Magnason gaf sömuleiðis út smásagnasafn sem ég hef ekki lesið en hefur mælst mjög vel fyrir og smásagnasafn eftir Friðgeir Einarsson fékk prýði- legar og verðskuldaðar viðtök- ur. Enn fremur gáfu stórskáldin Þórarinn Eldjárn og Gyrðir Elí- asson út smásagnasöfn. Ný bók eftir óþekktan höfund, Björn Halldórsson, Smáglæpir, sem var að koma út hjá Sæmundi, forlagi Bjarna Harðarsonar á Sel- fossi, sómir sér vel í þessari óvæntu flóru nýlegra smásagnasafna. Um er að ræða sjö sögur sem gerast í úthverfum höfuðborgarsvæðisins í nútímanum. Þetta eru raunsæ- isverk í mjög hefðbundnu smá- sagnaformi, meitluð og bein- skeytt. Ljóst er að höfundur er vel að sér um smásagnagerð en auk þess bera sögurnar vitni um að höfundi liggi mikið á hjarta því undir fáguðu og hófstilltu yfir- borðinu ólgar sársauki og ástríða; því til viðbótar hefur hann umtals- verða stílhæfileika. Án þess að hér verði nokk- uð fullyrt um áhrif frá einstökum höfundum á Björn Halldórsson þá vekja þessar sögur upp minn- ingar um verk bandaríska höf- undarins Raymond Carver sem lést fyrir aldur fram árið 1988 en átti stutt og ódauðlegt blómaskeið sem smásagnahöfundur frá miðj- um áttunda áratugnum fram til dauðadags. Í stað hversdagslegra andhetja Carvers úr smábæjum og borgarhverfum verkalýðsstétt- arinnar í Bandaríkjunum hittum við hér fyrir Íslendinga nútím- ans í úthverfum Reykjavíkur og nágrannabæjum, en frá- sagnartæknin, efnisvalið og stíllinn hljóma stund- um saman – að minnsta kosti fyrir augum þessa lesanda sem Carver hefur lengi verið minnisstæður. Þannig kallast fyrsta sagan í bók Halldórs, Barnalæti, skemmtilega á við sögu eft- ir Carver sem heitir Nobody Said Anything, þó að margt sé ólíkt í sögunum. Við- fangsefni beggja er fjar- lægðin á milli annars vegar veraldar barna og unglinga og hins vegar amsturs for- eldra þeirra; og í báðum sögum lýstur þessum heim- um saman. Sagan Ef þið hefðuð hr- ingt (skemmtilega Carver- legur titill) er leiftrandi snjöll og kennslubókardæmi um vel heppnaða frásagnar- tækni í smásögu, hugsanlega best stílaða saga bókarinnar. Sagan sem er bráðfyndin segir frá heim- sókn fullorðinna barnabarna til aldraðs ekkils sem er önugur og lokaður. Á örfáum blaðsíðum eru persónur dregnar skýrum drátt- um með hlutlausum lýsingum og samtölum. Þess má geta að fín- an húmor er víða að finna í þess- um sögum þó að umrædd saga sé fyndnust. Fjölskyldan og erfið samskipti innan hennar eru eitt helsta við- fangsefni bókarinnar. Titillinn Smáglæpir er áhugaverður og á bókarkápu segir að í sögunum séu skoðaðar ákvarðanir sem ekki verða aftur teknar og eftirsjá sem varir út ævina: „Þetta eru smá- glæpirnir: tilfinningasárin sem við völdum, tækifærin til að breyta rétt sem við misstum af, orðin sem við létum ósögð.“ Þetta er ágæt lýsing á efni sagnanna en við þetta má bæta að í tveimur sögum kunna að hafa verið framdir stór- glæpir. Glæpamenn eru líka ekki furðuverur heldur venjulegt fólk sem á fjölskyldur. Það eru þekktar dyggðir smá- sagnahöfundarins að segja mikið í fáum orðum, temja sér hlutlausan frásagnarstíl, draga upp lifandi sviðsmyndir í stað þess að segja frá, setja þröngan efnisramma og hafa fáar persónur. Þegar til lengd- ar lætur verða allir höfundar hins vegar að brjóta þessar reglur til að forðast einhæfni og endurtaka sig. Lokasaga bókarinnar, Að lemja konur, er flóknust sagnanna þó að hún sé af venjulegri lengd. Sagan virðist vera tilraun til að sýna mót- un ofbeldismanns út frá atviki á skólalóðinni í æsku og við sögu koma ýmis önnur samskipti og aukapersónur. Þetta virkaði ekki sannfærandi á mig og tilraun höf- undar til að fara gegn venjunni og segja margt í mörgum orðum og mörgum atvikalýsingum fer út um þúfur. Er þetta lokaverk slakasta saga bókarinnar. En eftir standa sex vel heppn- aðar sögur þar sem stundum bregður fyrir meistaratöktum. Það er ánægjulegt að sjá íslensk út- hverfi nútímans lifna við í klass- ísku smásagnaformi og það er hik- laust mikill fengur að þessari bók Björns Halldórssonar. n Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Smáglæpir Höfundur: Björn Halldórsson Útgefandi: Sæmundur 142 bls. Meitlaðar, fyndnar og sársaukafullar sögur„Sögurnar bera vitni um að höf- undi liggi mikið á hjarta því undir fáguðu og hóf- stilltu yfirborðinu ólgar sársauki og ástríða. Björn Halldórsson Íslensk úthverfi nútímans lifna við í fyrstu bók Björns, smá- sagnasafninu Smáglæpir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.