Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Page 72
Helgarblað 14. júlí 2017 44. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 PALLALEIKUR BYKO Vertu með! 1. ÞÚ KAUPIR GAGNVARIÐ PALLAEFNI FYRIR 50.000 KR. EÐA MEIRA Á TÍMABILINU 1. MAÍ - 17. ÁGÚST 2017. 2. ÞÚ SKRÁIR NÓTUNÚMER OG AÐRAR NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Á www.byko.is/pallaleikur 3. ÞÚ ERT KOMINN Í POTTINN OG GÆTIR UNNIÐ VEGLEGA VINNINGA! Vinningshafar eru kynntir á Facebooksíðu BYKO á hverjum föstudegi frá 14. júlí. FJÖLDI FRÁBÆRRA VINNINGA REIKNAÐU ÚT EFNISKOSTNAÐ Á BYKO.IS NÚ ER TÍMINN! ÞÚ FÆRÐ ALLT EFNIÐ Í PALLINN OG SKJÓLVEGGINN HJÁ OKKUR 0058324 27x95 mm. 2.040 kr./m2 204 kr./lm* 0058325 27x120 mm. 1.864 kr./m2 233 kr./lm* 0058326 27x145 mm. 2.070 kr./m2 309 kr./lm* 0058252 22x45 mm. 89kr./lm 0059253 22x70 mm. 148kr./lm 0058254 22x95 mm. 176kr./lm* 0058255 22x120 mm. 235kr./lm 0058502 45x45 mm. 173kr./lm* 0058504 45x95 mm. 280kr./lm* 0058506 45x145 mm. 461kr./lm* 0059954 95x95 mm. 679kr./lm* GAGNVARIN FURA PALLURINN SKJÓLVEGGURINN GRIND OG UNDIRSTAÐA timbur@byko.is Fáðu verð í pallinn hjá okkur! *4,5 m og styttra. 55 ára1962-2017 Villi fallinn? Íslenska sumarið er ekki á Twitter n Svo virðist sem Íslendingar séu margir farnir að örvænta um að sumarið láti sjá sig í ár. Á Twitter krefst Baggalúturinn og sjónvarpsmaðurinn Bragi Valdi- mar þess að júlímánuður segi af sér. Þá birtir Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Bene- diktssonar forsætisráðherra, mynd af hundblautum sólbekk. Hún kallar verkið íslenska sum- arið í hnotskurn: Pollur á sól- bekk. Sú eina sem virðist hafa fundið sumarið, á Twitter að minnsta kosti, er fjölmiðlakon- an Fanney Birna Jónsdóttir. Hún sendir fylgjendum sínum á Twitter sumarkveðju frá Þýska- landi. Þar segir hún að sumar- ið sé ein löng hamingjuælupest áður en hún blessar það. Sem sagt, það er erfitt að finna íslenska sumarið á Twitter þessa dagana. Sveitabrúðkaup ársins n Kristín Tómasdóttir rithöf- undur og Guðlaugur Aðalsteins- son, auglýsingamógull í Brand- enburg, gengu í það heilaga á dögunum og héldu glæsilegt sveitabrúðkaup í Borgarfirði. Fjölmenni samfagnaði þeim og fór veislustjórinn Kristín Þóra Haraldsdóttir á kostum. Tjald- stæðameistari var engin önnur en Björt Ólafsdótt- ir umhverfisráð- herra, en veislu- höldin stóðu frá föstu- degi til sunnudags. Eiríkur lærði Despacito É g hef enga hugmynd um hvað ég er að syngja.“ Þetta seg- ir trúbadorinn Eiríkur Hafdal sem lærði nýverið að syngja lagið Despacito. Lagið, í flutningi Luis Fonsi og Justins Bieber, er það allra vinsælasta í heiminum um þessar mundir. Ísland er þar engin undantekning, en Despacito hef- ur trónað á toppi vinsældalista ís- lensku útvarpsstöðvanna sem og Iceland top 50 á Spotify undan- farnar vikur. Fáir geta þó státað sig af því að geta sungið lagið, sem er að megninu til á spænsku. „Í byrj- un júní áttaði ég mig á því að ég þyrfti að læra Despacito ef ég ætl- aði að þrauka sumarið. Allir voru og eru enn að biðja um þetta,“ seg- ir Eiríkur. Eftir að hafa hlusta á lag- ið í heila viku á „repeat“ var hann búinn að læra viðlagið og fyrstu sex línurnar í laginu utan að. „Þetta er allt að koma,“ segir Eiríkur sem leggur mikið upp úr því að læra öll þau óskalög sem hann er beðinn um þegar hann er að spila. „Það er gaman að taka óhefðbundin lög.“ Inntur svara um hvaða lag hon- um þyki leiðinlegast að spila svar- ar hann hratt og örugglega: „Það er Wonderwall með Oasis. Ég fæ grænar bólur þegar ég svo mikið sem hugsa um það.“ Í góðum gír Eiríki finnst gaman að taka óhefðbundin lög. Leikarinn sá greindasti n Alþingismaðurinn Vilhjálm- ur Bjarnason birti á dögum niðurstöður greindarprófs á Facebook-síðu sinni. Státaði há- skólamaðurinn fyrrverandi af 146 stigum á mælikvarða forrits- ins og var eflaust hreykinn af. Hinn kappsami samherji hans í ríkisstjórninni, Benedikt Jó- hannesson fjármálaráðherra upplýsti þá Vilhjálm um að hann hefði tekið sama próf og fengið 164 stig. „Þetta er léttasta próf sem ég hef tekið,“ sagði Benedikt við það tilefni. Sjálfs- mynd stjórnmálamannanna brotlenti án efa þegar leikar- inn Damon Younger, sem sló í gegn í myndinni Svartur á leik, birti niðurstöðu sína úr próf- inu. „Æ,æ ...,“ sagði Damon og lét fylgja með mynd af tölunni 166.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.