Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Side 47
Þjóðhátíð 7Helgarblað 4. ágúst 2017 KYNNINGARBLAÐ Einsi Kaldi: HáKlassavEitingastaður á Hjara vEraldar Í vestmannaeyjum er að finna einn af bestu veitingastöðum lands- ins þar sem góður matur, ferskt hráefni, staðbundin matargerð og fagmannlegt handbragð koma saman og skapa einstaka upplifun fyrir alla þá sem þar snæða. veitingastaðurinn Einsi Kaldi er hugarfóstur matreiðslu- meistarans Einars Björns árnasonar. staðinn opnaði hann árið 2012. „Ég ólst upp í vestmannaeyjum í faginu, fór svo og lærði hjá grími grímssyni og sigga Hall í reykjavík, en mér fannst ekki annað hægt en að snúa aftur til Eyja,“ segir Einar Björn árnason, matreiðslumeistari og eyjapeyi með meiru. Háklassa veitingastaður á hjara veraldar Einsi Kaldi er háklassa veitingastaður þar sem leitast er við að nota allt það ferskasta sem finnst í ná- grenni og við strendur vest- mannaeyja. „Þar kemst ég í einstaklega ferskt og stað- bundið hráefni, s.s. bjarg- og sjófugl ásamt ýmiss konar kryddjurtum sem tíndar eru hér á eyjunni,“ segir Ein- ar. Í eldamennsk- unni segist hann hafa mest gaman af að töfra fram ljúffenga sjávar- rétti og fyrir það er líka hann rómaður. „Þessi áhugi ætti kannski ekki að koma á óvart, þar sem nálægð- in við fengsæl fiskimið gera mér kleift að fá spriklandi ferskan fisk daglega. Það hefur gengið alveg ótrúlega vel hjá okkur og það má nefna að við vorum í efsta sæti yfir veitingastaði á suðurlandi á trip advisor í þrjú ár og höfum alltaf haldið okkur við toppinn,“ segir Einar. Gott mataræði gerir gæfumuninn „Ég var með karlalandsliðinu úti í Frakklandi á EM í fyrra og eldaði ofan í strákana góðan, fersk- an og næringarmikinn mat. gott mataræði skiptir íþróttamenn auðvitað gífurlega miklu máli og strák- arnir stóðu sig líka alveg frábærlega á þessu móti. Ég segi ekki meira …“ segir Einsi og hlær. Þjóðhátíðarstemning og bístrómatargerð að sögn Einsa er alltaf gífurlega mikið að gera á veitingastaðnum á Þjóðhátíð. „Það var geggjuð landsliðs- stemning í fyrra þegar karla- landsliðið tók þátt í EM í fót- bolta. Þá voru allir þjónarnir í landsliðstreyjum og staðurinn var skreyttur í þeim anda. Heimir landsliðsþjálfari var þá á barnum og stemningin var ótrúleg. núna í ár verður pjúra Þjóðhátíðarstemning með öllu sem því fylgir. Þetta verður al- veg ótrúlega skemmtilegt og við hlökkum öll til. svo skiptum við starfsfólkið vöktunum á milli okkar svo við getum öll kíkt í dalinn. Enda erum við nær öll með tölu frá Eyjum,“ segir Einar. Yfir þessa miklu ferða- helgi hefur Einar brugðið á það ráð að breyta veitinga- staðnum í notalegan bístró með ekta bístróstemningu og einföldum en góðum mat. „við slökum auðvitað ekk- ert á gæðunum og töfrum fram svakalega flotta ham- borgara, þjóðhátíðarlokur, kjúklingasúpu, humarsúpu, íslenskar kjúklingapönnukök- ur, þorskhnakka, nautalundir og fleira í þeim dúr. En þetta gerum við til þess að þjón- ustan gangi betur fyrir sig og einnig til þess að lækka verðið. á sunnudeginum í fyrra vorum við til dæmis með um 600 manns í mat. Þetta hefur gefist alveg ótrú- lega vel síðustu ár og það er alltaf gaman hjá okkur á Þjóðhátíð,“ segir Einar. veitingastaðurinn Einsi Kaldi er staðsettur að vestmannabraut 28, vest- mannaeyjum. Opnunartími er frá 11.00–22.00 alla daga. nánari upplýsingar má nálg- ast á vefsíðu Einsa Kalda; einsikaldi.is, Facebook-síð- unni og á trip advisor. Kokkur Eyjafólksins gunni og Einsi girnilegir hamborgarar Einsi á EM Hafið og fjaran Þorskhnakki alltaf það ferskasta!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.