Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Page 6
6 Helgarblað 11. ágúst 2017fréttir L ögreglan á Norðausturlandi rannsakar nú mál sem snýr að fjársvikum og hugsanlegri frelsissviptingu á eldri konu á Akureyri. Talið er að um sé að ræða móður og dóttur hennar og að þær séu frænkur brotaþola. Gengu út úr bankanum með 30 milljónir í reiðufé Dóttirin, sem er fertug að aldri, bað brotaþola, aldraða konu, um að lána sér peninga fyrir íbúð og sagðist ætla að borga til baka. Í kjölfarið fór dóttirin með konunni í útibú Arion banka þann 23. mars síðastliðinn og tók út 30 milljónir króna í reiðufé af reikningi henn- ar. Konan aldraða fékk hins vegar ekkert í hendurnar, ekki einu sinni kvittun. Þegar leið á sumarið og konan hafði ekkert fengið til baka af „lán- inu“ leitaði hún hjálpar aðstand- anda sem réð lögfræðing fyrir hana. Þegar farið var að skoða málið og upp komst að konan hafi látið frænku sína hafa 30 milljónir án nokkurra pappíra var haft sam- band við mæðgurnar og þess farið á leit að þær greiddu peninginn til baka. Þá sagði móðirin þetta engu skipta: „Gamla konan eigi nóg af peningum“. Þá var leitað til lögreglunnar sem hóf rannsókn á málinu og mæðgurnar voru yfirheyrðar í kjölfarið. Þá sögðu þær féð ekki hafa verið lán heldur fyrirfram greiddan arf. Hvorug þeirra er þó lögerfingi konunnar og samkvæmt lögum þarf að tilkynna og greiða skatt af fyrirfram greiddum arfi. Við rannsókn málsins kom í ljós að það var búið að eyða tölu- verðum hluta af fénu í ýmsa muni. Meðal annars var búið að kaupa bifreið sem greidd var með reiðu- fé, en bifreiðin var ekki skráð á nafn dótturinnar. Lögreglan lagði hald á þessa muni og það reiðufé sem ekki var búið að eyða. Þá var tillaga um ákæru fyrir fjársvik lögð fram af hálfu brotaþola. Ætluðu að halda henni yfir nótt Eftir yfirheyrslu á dótturinni, fimmtudaginn 3. ágúst, sóttu mæðgurnar konuna og fóru með hana upp á lögreglustöð. Þar var þess krafist að kæran yrði dregin til baka en lögreglumenn á vakt sinntu því ekki þar sem klukkan var orðin margt. Þeim var sagt að mæta aftur á stöðina morguninn eftir. Þá fóru mæðgurnar með konuna á heimili móðurinnar þar sem til stóð að halda henni yfir nóttina en konan vildi fara heim og hafði sam- band við aðstandendur sína. Tveir menn mættu á staðinn til að sækja hana en annar þeirra er sonur og bróðir gerendanna. Lögreglan var látin vita af ástandinu og lögreglu- þjónar voru í reiðubúnir að skerast í leikinn ef eitthvað kæmi upp á. Mennirnir tveir náðu hins vegar að koma konunni af heim- ili móðurinnar og síðan þá hafa mæðgurnar ekki haft neitt sam- band við hana. Rannsókn á mál- inu stendur enn yfir og ekki hefur verið gefin út opinber ákæra á hendur mæðgunum, hvorki fyrir fjársvik né frelsissviptingu. Sam- kvæmt lögreglunni á Akureyri er málið á þessari stundu aðeins rannsakað sem fjársvikamál. Ekki er vitað hversu langan tíma rann- sóknin mun taka en samkvæmt heimildarmanni DV ætti málið ekki að taka langan tíma. Málið sé hvorki umfangsmikið né flókið. Konunni hefur ekki verið skip- aður fjárreiðumaður eftir þetta at- vik þar sem hún er talin fær um að taka eigin ákvarðanir. Heimildar- maðurinn segir hins vegar að mál sem þessi séu alltaf erfið „þegar aðilar kunna réttu tökin.“ Starfsfólk á að vera vakandi yfir grunsamlegu athæfi Samkvæmt upplýsingum frá Fjár- málaeftirlitinu gera lög ráð fyrir því að starfsfólk fjármálafyrirtækja tilkynni til lögreglu hafi það ein- hvern grun um að refsivert athæfi sé í gangi. Það er síðan lögreglunn- ar að meta hvort eitthvað sé hæft í þeim grunsemdum. Einnig er gert ráð fyrir því að fjármálafyrir- tæki komi sér upp verkferlum til að taka á slíkum málum. Grunn- reglurnar eru hins vegar þær að ef viðkomandi sé fjárráða og hafi persónuskilríki geti hann tekið fé út af reikningi sínum og ráðstafað því að vild. Þegar leitað var til Arion banka fengust þau svör að ekki væri hægt að fá upplýsingar um einstök mál en að bankinn aðstoði lögreglu eft- ir því sem frekast er unnt við rann- sókn mála sem upp koma. Fjár- ráða einstaklingar geta ráðstafað fjármunum af reikningum sínum hjá bankanum að vild en ef upp- hæðir færslna eru yfir ákveðnum mörkum þá eru þær kannaðar sér- staklega og tilkynntar viðeigandi aðilum ef ástæða þykir. Gildir þá einu hvort um sé að ræða milli- færslur milli reikninga eða úttekt í reiðufé. Starfsfólk bankans á að vera vakandi yfir því hvað sé að gerast fyrir framan það. Starfsmaður bankans segir að það sé almennt séð ekki algengt að jafn háar upphæðir og um ræð- ir í greininni séu teknar út af reikn- ingi í reiðufé, en engar hömlur eru á því hversu háa upphæð sé hægt að taka út í hvert skipti. Ef mjög há upphæð er tekin út þarf að hafa samband við bankann áður til að tryggt sé að nóg reiðufé sé til í við- komandi útibúi. Magni reiðufjár er haldið í lágmarki í útibúum bank- anna, öryggisins vegna. Viðskipta- vinir þurfa að láta vita í hvaða seðl- um þeir vilji fá úttektina í. Ef tekið er út í 10.000 króna seðlum rúmast 30 milljónir vel fyrir í skjalatösku eða poka með höldum. n n Sökuð um að halda henni nauðugri n Gengu út með 30 milljónir í reiðufé Höfnuðu viðtali Hvorug mæðgnanna vildi tjá sig um málið við blaðamann DV þegar leitað var eftir því. Hér eftirfarandi er símtal- ið sem blaðamaður átti við móðurina en það var með því undarlegra sem heyrst hefur. Nöfnum viðmælenda hefur verið breytt. Blaðamaður: Góðan daginn. Ert þú Guðrún? Guðrún: Nei hún er ekki heima. Sigurður (í öðrum síma á línunni): Guðrún? Jú, þú ert víst heima. Blaðamaður: Ha? Guðrún: Siggi, farðu úr símanum! Hvað segirðu? Blaðamaður: Ert þú Guðrún? Guðrún: Já. Blaðamaður: Kristinn heiti ég, blaðamaður hjá DV. Við erum að fara að skrifa um fjársvikamál sem okkur barst til eyrna. Guðrún: Já. Blaðamaður: Þú kannast við það? Guðrún: Já. Ég svara engu um það, ég tala ekkert við ykkur um það, þannig að það er alveg gagnslaust. Blaðamaður: En það væri gott að heyra ykkar hlið á … Guðrún: Vertu bara blessaður. Sviku fé út úr aldraðri frænku Kristinn Haukur Guðnasson kristinn@dv.is „Gamla konan á nóg af peningum Sv ið Se t t m y n d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.