Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Qupperneq 14
14 Helgarblað 11. ágúst 2017fréttir
Þ
egar tekur að dimma í hinni
fornu borg Harar í austur-
hluta Eþíópíu fara hýenurn-
ar á kreik. Mennskir íbúar
borgarinnar og villtar hýenurnar
eiga í einstöku samlífi. Hin bitföstu
rándýr þrífa götur borgarinnar og
fá mat á hverju kvöldi frá sérstök-
um hýenuhvíslurum.
Borgin Harar er þekkt fyrir veg-
lega borgarmúra sem hafa frá mið-
öldum varið gamla bæinn fyrir
árásum, í rangölum miðborgarinn-
ar eru ógrynni af moskum og
helgistöðum sem gera hana sam-
kvæmt sumum túlkunum að fjórðu
helgustu borg í íslamstrú. Borgin
var áður mikilvæg miðja á versl-
unarleiðinni frá Arabíuskaga og
til assýríska konungdæmisins og
þarna dvaldi franska skáldið Arthur
Rimbaud nokkur af síðustu árum
sinnar ævintýralegu ævi – og starf-
aði sem smyglari og bisnesskarl.
Þó að Harar sé einhver helsti
ferðamannastaður í Eþíópíu eru
vestrænir ferðamenn nokkuð sjald-
séðir. Þegar gengið er um þrönga
völundarganga gömlu borgarinnar,
Harar Jugol, er alls staðar horft og
kallað á eftir manni. Eins og víða
annars staðar í landinu hrópa ung-
mennin hið augljósa: „FARANJI!“ –
útlendingur – og börnin biðja um
„karamelló“ eða rukka fyrir að stilla
sér upp fyrir myndatöku.
Ungir karlmenn sem halda til á
aðaltorgi gamla bæjarins gefa sig á
tal við túrista og segjast allir – á mis-
góðri ensku – vera leiðsögumenn:
„Hvaðan eruð þið? Eruð þið kom-
in hingað til að sjá hýenurnar?“
spyrja þeir vongóðir. Ekki síður en
gömlu borgarmúrarnir, helgu stað-
irnir og hrörlegt Rimbaud-safnið
er það nefnilega einstakt samband
heimamanna við hýenurnar í ná-
grenninu sem laðar erlenda ferða-
menn til borgarinnar.
Réðust á búfénað og börn
Í meira en fimm hundruð ár hafa
voldugar blettahýenur búið í ná-
grenni borgarinnar í stórum hóp-
um. Á kvöldin læðast þær inn
um þar til gerð göt á borgarmúr-
unum, vafra um göturnar og éta
rusl og afganga eftir mennina.
Þessi umhverfisvæna sorphirða er
hentug fyrir báða aðila. Samkvæmt
hararískum þjóðsögum eiga dýrin
einnig að halda frá illum öndum
– svokölluðum djinn sem eiga
að geta sest að í sálum fólks – svo
ávinningurinn af samlífinu er tvö-
faldur.
Þegar lítið hefur verið um af-
gangsmat í gegnum tíðina hafa
hinar villtu hýenur hins vegar tekið
upp á því að ráðast á búpening og
jafnvel lítil börn. Og það var líklega
til að bregðast við slíkum tilvikum
sem borgarbúar byrjuðu að gefa
dýrunum að borða.
Heimamenn segja að hefðin eigi
að rekja rætur til hungurs neyðar á
19. öld en þá höfðu borgar búar
byrjað að gefa dýrunum hafragraut
með smjöri. Þessum gæfusamlega
samningi þvert á tegundir er fagn-
að af mönnunum á hverju ári. En
þó að einhvers konar matargjaf-
ir hafi líklega farið fram í meira en
hundrað ár var það ekki fyrr en á
sjötta eða sjöunda áratugnum sem
matartímarnir urðu jafn reglulegir
og nú, en þá tók einn langþreyttur
kúabóndinn málin í eigin hendur
og fæddi hýenurnar. Afkomendur
hans tóku við keflinu og í áratugi
hafa svo nokkrir heimamenn gef-
ið þessum stórhættulegu dýrum að
borða á hverju kvöldi rétt fyrir utan
borgarmúrana.
Hýenukúnstir og kossar
Klukkan hálf sjö að kvöldi keyrum
við með ungum leiðsögumanni
og vini hans á tuk-tuk-mótorhjóli
út í kolsvart myrkrið rétt fyrir utan
austurvegg borgarinnar. Hann
stoppar á hálfgerðum ruslahaug
þar sem tveir aðrir bílar eru fyrir
með ljóskastarana kveikta. Þarna
er stór eþíópísk ferðamannafjöl-
skylda að fylgjast með og ítalskt par
með risastórar myndavélar.
Um leið og við mætum stígur
hýenuhvíslarinn fram með fléttaða
körfu með hráum kjötbitum og
beinum. Hann sest niður, starir út
í myrkrið og byrjar svo að flauta og
hrópa hvellt. Smám saman birtast
nokkur sindrandi augu í myrkrinu,
fyrst eitt par, annað og þriðja.
Blettahýenur eru stærsta tegundin
af kyni hýena í heiminum. Þær geta
orðið allt að 80 kíló og bitkrafturinn
einn sá mesti í dýraríkinu (meira
en 77 kíló á fersentimetra) – enda
nota þær kjálkana til að bryðja bein
stórra dýra og komast að næringar-
ríkum mergnum.
Hýenuhvíslarinn tekur upp
kjötbita og kastar út í átt að hýen-
unum sem nálgast varfærnislega
og gófla svo í sig bitana. Hýenu-
hvíslarinn þekkir ólíkar hýenur í
hópnum í sundur og hefur gefið
mörgum þeirra nafn. Sumar er
leikglaðari og félagslyndari en aðr-
ar og hann laðar eina slíka nær
með kjötbitum. Hann hengir einn
bitann á prik sem hann heldur svo
með munninum og platar þannig
hýenuna til að gefa sér blautan
koss. Eftir að matargjöfin fór að
laða að sér ferðamenn hafa hýenu-
hvíslararnir í auknum mæli farið
að sýna slíkar listir með dýrunum,
láta þau klifra upp á bak sitt til að
sækja kjötið – þetta kallar leiðsögu-
maðurinn „hýenunudd“.
Við túristarnir fáum líka að gefa
dýrunum. Í nálægð eru þetta virki-
lega vöðvastælt dýr með fallegan
feld og furðulega vinalegt andlit
– svona miðað við orðsporið. Það
er vissulega ógnvænlegt að vera
einn metra frá villtu dýrinu, en
það teygir sig vinsamlega í átt að
mér, grípur kjötbitann sem ég hef
á priki og stekkur svo í burtu.
Hver og einn túristi borgar
100 eþíópísk birr fyrir að fylgjast
með og taka þátt í sjónarspilinu
í myrkrinu – rúmar fimm hund-
ruð krónur – sem er nokkuð mikill
peningur í landi þar sem stór
prósenta býr ennþá við hungur-
mörk. Með auknum ferðamanna-
straumnum í landinu heldur
samlífi Hararbúa og hýenanna
þannig áfram að gagnast báðum
aðilum. n
Saved from:
https://www.amcharts.co /visited_countries/
„Hann hengir einn
bitann á prik sem
hann heldur svo með
munninum og platar
þannig hýenuna til að
gefa sér blautan koss.
Einstakt samlífi
hýEna og manna
n í eþíópísku borginni harar lifa villtar hýenur og menn í sátt og samlyndi n laða að ferðamenn
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Samkvæmt
hararískum þjóð-
sögum eiga hýenurnar
einnig að halda frá illum
öndum.
Í návígi Blaðamaður stendur augliti til auglits við villta hýenu fyrir utan borgarmúra Harar í Eþíópíu. Mynd KRistján Guðjónsson