Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Síða 38
„Ég er þakklát Vigdísi Finnbogadóttur“
Greta Salóme eltir drauma sína og kemur hlutunum í verk
Greta Salóme, söngkona, fiðluleikari, tónskáld og textahöfundur, er með mörg
járn í eldinum þessa dagana eins og vanalega. Um verslunarmannahelgina kom hún
fram víða um land: Akureyri, Neskaupstað og Flúðum og fyrr í vikunni spilaði hún
fyrir Guðna Th. forseta. Næst á dagskrá tekur við kynning í Gung Ho-hlaupinu á
morgun, 12. ágúst, tveir túrar með stóra sýningu á skemmtiferðaskipum, hljóðfæraleik-
ur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hinir ýmsu tónleikar. Auk þess sér Greta Salóme
um æfingar og undirbúning fyrir Halloween Horror Show Rokktónleikasýningu,
sem haldin verður í Háskólabíó 28. október næstkomandi og hún er jafnframt einn
söngvara sýningarinnar. Greta Salóme svarar spurningum vikunnar.
Fædd oG uppalin? Mos-
fellsbæ.
Mér FinnSt GaMan að …
vera til. Enginn dagur eins og alltaf
einhverjar áskoranir.
SíðaSta kvöldMáltíðin:
Nóa Síríus súkkulaði í hvaða formi
sem er.
Brennd eða GraFin?
Brennd.
Hvað Gerirðu Milli kl.
17–19? Aldrei það sama! Fer eftir í
hvaða landi ég er, haha.
SaMFélaGSMiðlar
eða daGBlöðin?
Samfélagsmiðlar.
Hvað ertu Með í vinStri
vaSanuM? Laura Mercier gloss.
Bjór eða Hvítvín? Hvítvín.
Hver Stjórnar FjarStýr-
inGunni á þínu HeiMili?
Ég man bara ekki hvenær var kveikt
á sjónvarpinu síðast heima hjá mér
þannig að fjarstýringin er yfirleitt
frekar einmana greyið.
HverniG var FyrSti koSS-
inn? Efni í góða minningu.
Hver væri titill æviSöGu
þinnar? Í kappi við
tímann.
Hver er drauMaBíllinn?
Ég er á draumabílnum, Toyota CHR!
Í mínum lit … svörtum.
FyrSta StarFið? Fékk fyrst
borgað fyrir að spila þegar ég var 12
ára gömul og hef nú eitthvað getað
hækkað verðskrána síðan þá.
FalleGaSti Staður á
landinu? Laugarvatn!
Hvaða oFurkraFt værir
þú til í að vera Með? Ef ég
kæmi fleiri klukkutímum í sólar-
hringinn væri ég í toppmálum.
GiSt í FanGakleFa? Nei, en
alltaf langað að prófa.
Sturta eða Bað? Sturta …
hver hefur tíma fyrir bað?
HúðFlúr eða ekki? Ekki
ennþá, en myndi telja yfirgnæf-
andi líkur á einu fljótlega.
Hvaða leynda
HæFileika HeFur
þú? Ég er lygilega góð
Shakira-eftirherma þótt
ég segi sjálf frá.
Hvað Fékk þiG
til að táraSt
SíðaSt? Það vant-
aði Pepsi Max þegar
ég kom heim eftir að
hafa spilað um allt
land um verslunar-
mannahelgina. Ekki laust við að ég
hafi tárast smá.
FyrirMynd í líFinu? Svo
margir! Fjölskyldan mín er mín
helsta fyrirmynd.
Hvaða SöGu SeGja
Foreldrar þínir endur-
tekið aF þér? Ég á víst að hafa
komið grátandi heim eftir fyrsta
skóladaginn og sagt: „Ég á minnstu
skóna“. Ég á ennþá minnstu skóna en
hef lært að lifa með því.
ertu Með einHverja FóB-
íu? Trúðar! Get þá ekki!
Hver er BeSta ákvörðun
SeM þú HeFur tekið? Að
fylgja minni sannfæringu og standa
og falla með ákvörðunum mínum.
FurðuleGaSti Matur SeM
þú HeFur Borðað? Snákur.
Áferðin fór með mig.
Hvað er neyðarleGaSta
atvik SeM þú HeFur lent
í? Þau eru ansi mörg en ég var að
túra á skemmtiferðaskipi um daginn
og fór út að hlaupa í einni höfn sem
ég hélt að væri í Skotlandi. Eftir að
hafa hlaupið í hálftíma tók ég af mér
heyrnartólin og fannst allt eitthvað
skrýtið þangað til ég fattaði að ég var
í Noregi en ekki Skotlandi. Það er
kannski búið að vera aðeins of mikið
um að vera.
klukkan Hvað Ferðu á
Fætur? Mjög misjafnt. Stundum
er ég að vinna langt fram á nætur
þannig að það fer eftir því.
leiGirðu eða áttu? Ég hef
aldrei leigt og keypti mína fyrstu
íbúð 2011.
Hvaða Bók er á nátt-
Borðinu? Ask Gary Vee
eftir einn uppáhaldsfrumkvöðulinn
minn, Gary Vaynerchuck.
Með HverjuM, líFS eða
liðnuM, Myndir þú vilja
verja einni kvöldStund?
Ég hugsa að ég myndi vilja eyða
kvöldstund með Walt Disney og fá
kennslustund í að elta draumana
sína.
Hver er FyrSta endur-
MinninG þín? Fyrsta minn-
ingin mín er frá því þegar pabbi kom
heim með fyrstu fiðluna mína.
líFSMottó? „Get shit done“.
uppáHaldSútvarpSMað-
ur/Stöð? Ég er algjör útvarps-
flakkari og staldra aldrei lengi við á
einni stöð þannig að það er ómögu-
legt að gera upp á milli.
uppáHaldSMatur/drykk-
ur? Pepsi Max eða Pax eins og það
er kallað hjá mér. Ég drekk nánast
þyngd mína af þessu á dag.
uppáHaldStónliStar-
Maður/HljóMSveit ? Svo
margir. Þessa dagana er það Rag 'n'
Bone Man, Max Richter og fleiri.
uppáHaldSkvikMynd/
SjónvarpSþættir? Ég held
að Game of Thrones hljóti að vera
mjög ofarlega á listanum.
uppáHaldSBók? Bókin
Rich dad poor dad breytti mínum
hugsunarhætti að mörgu leyti. Ég
les helst bækur um fjárfestingar eða
markaðsmál.
uppáHaldSStjórnMála-
Maður? Í sögulegu samhengi
á Íslandi held ég að það sé Vigdís
Finnbogadóttir. Hún breytti sögunni
og greiddi leiðina fyrir konur og fyrir
það er ég þakklát.
verSlunarMannaHelGin 2017 G
reta Salóme
spilaði á nokkrum stöðum um verslunarman
nahelgina og
það er nóg af verkefnum framundan. Mynd Lin
da ÓLafsdÓttir
nóG aF verkeFnuM Það eru næg verkefni framundan hjá Gretu Salóme,
bæði hér heima og erlendis.
HryllinGSSýninG Það er einvala lið s
öngvara og listamanna sem
stendur að Rokktónleikasýningu í lok októb
er í Háskólabíó.