Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Page 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 11. ágúst 2017
sem núverandi borgarstjórn hefur
lagt áherslu á er að þétta enda
laust byggð. Fyrir hvern? Þessar
eignir eru mög dýrar. Hvernig
í veröldinni á að vera hægt að
metta markaðinn ef okrað er á
lóðum? Þó að ég sé lögblind þá sé
ég auðar lóðir hér um alla borg,
svo er alltaf verið að segja að það
sé lóðaskortur. Það er enginn
lóðaskortur, það eina sem vant
ar er viljann til að bjóða lóðir án
þess að okra á þeim. Lífeyrissjóð
ir ættu að taka þátt í að fjármagna
byggingu á félagslegu húsnæði í
samvinnu við ríki og sveitarfélög.
Meginatriðið er að metta mark
aðinn svo sjálfgræðgis félög á
borð við Gamma og Reiti hætti að
græða á ástandinu. Við eigum að
stemma stigu við græðgisvæðingu
á húsnæðismarkaðnum því þetta
er hræðileg þróun.
Við viljum endurvekja félags
lega húsnæðiskerfið og hafa þetta
í anda gömlu verkamannabústað
anna þar sem vextir voru lágir.
Það verður að gera fólki kleift að
standa í skilum. Það getur ekki
einu sinni farið í greiðslumat. Ég er
talin fær um að borga 140 þúsund
krónur í húsaleigu af mínum rýru
örorkubótum en ég myndi ekki fá
greiðslumat til að borga 140.000
krónur í mánaðarlegar afborganir
af láni til eigin íbúðarkaupa.“
Inga minnir á að á meðan
stjórnvöld stæra sig af velmegun í
landinu sé um þriðjungur þjóðar
innar í basli: „Þorsteinn Víglunds
son velferðarráðherra gefur það út
að meðallaun í landinu séu 719.000
krónur. Þetta er móðgun við þjóð
ina. Þarna er verið að taka inn í jöfn
una milljónamæringa með margar
milljónir og jafnvel milljónatugi í
mánaðarlaun. Þeir eru að láta fólk
fá 100.000 krónum minna útborg
að á mánuði en sem nemur yfir
lýstum viðmiðum velferðarráðu
neytisins um lágmarksframfærslu.
Þeir vinna ekki vinnuna sína. Þeir
fara bara í langt sumarfrí.“
Hverju svararðu þeim sem
myndu segja að ef lífeyrissjóðirnir
fjárfesti of mikið í félagslegu hús-
næði þá geti þeir ekki staðið við
skuldbindingar sínar?
„Það er aðeins eitt sem lífeyris
sjóðirnir hafa aldrei tapað á, að
eins eitt þar sem ávöxtunarkrafa
þeirra hefur alltaf verið uppfyllt:
Það er þegar þeir hafa lánað til
eigenda sinna. Hins vegar getur
maður spurt sig: Hvernig réttlæta
þeir áhættufjárfestingu á borð við
þá að stíga inn þegar stjórnendur
og innherjar selja bréf sín í Högum
vegna titrings á markaði með til
komu Costco? Kaup þeirra í Hög
um voru hrein og klár áhættufjár
festing og hafa bréfin sem þeir
keyptu þegar fallið um 32 pró
sent á þremur mánuðum. Lífeyr
issjóðirnir hafa nú þegar tapað
hátt í 12 milljörðum króna á þess
um gjörningi. Það má minna á
að lífeyrissjóðirnir fjárfestu í fata
búð í London og töpuðu við það
600 milljónum króna. Þeir hafa og
viðurkennt að hafa tapað ríflega
600 milljörðum á hruninu. Hugsið
ykkur hvernig okkur hefur verið
haldið utan við umræðuna um
það hvernig raunverulega er verið
að „gambla“ með og misnota líf
eyrissjóðina. 3.600 milljarðar eru
eign okkar í þessu kerfi sem stjórn
endur þess bera akkúrat enga
virðingu fyrir. Tökum til dæmis
lögboðaða staðgreiðslu skatta, al
menna reglan er jú sú að af öllum
skuli taka staðgreiðslu, en að sjálf
sögðu þarf að koma með undan
þágu fyrir einhverja sérútvalda,
því þegar þú greiðir í lífeyrissjóð
þá er ekki greidd staðgreiðsla af
því, heldur er hún framkvæmd
þegar þú færð útborgað úr sjóðn
um, þ.e.a.s. ef þú lifir það lengi að
geta yfirhöfuð nýtt þér þau áunnu
réttindi sem þú hefur verið að
stofna til í gegnum lífið. Í milli
tíðinni fær lífeyrissjóðurinn að
„gambla“ með staðgreiðsluna af
því sem tekið er af okkur. Þannig
að ef þú deyrð eftir að hafa borg
að milljónir inn í lífeyrissjóðinn og
aldrei verið greiddur skattur af því
inn í okkar sameiginlega sjóð, þá
hverfur það í hítina.
Tökum til dæmis Framtaks
sjóðinn sem nýverið var að greiða
starfsmanni sínum 20 milljónir í
mætingarbónus fyrir að hafa af
rekað það að mæta í vinnuna í þrjú
ár. Þessi sjóður var einungis stofn
aður á sínum tíma til að halda utan
um eignirnar sem lífeyrissjóðirnir
voru að safna á brunaútsölu eftir
hrun. Í dag heldur sjóðurinn utan
um tvær eignir og kostnaður við
það er um 200 milljónir króna. Það
ætti að vera sjálfsögð krafa lífeyris
eigenda að þessi sjóður verði lagð
ur niður á stundinni og eignirnar
færðar til. Það er sama hvert litið
er, spillingin flæðir út um allt og er
svo gífurleg að það er ekki nokkur
leið að líta undan.“
Mun hafa mikil áhrif
„Við erum ekki inni á þingi í dag
en samt erum við að mínu mati
öflugasta stjórnarandstaðan. Það
er orðið svo lítið um hugsjónir.
Þegar fólk er komið í álnir er eins
og leggist yfir það einhver hula og
það virðist eiga erfitt með að stíga
niður til okkar hinna og horfast í
augu við raunverulega stöðu al
mennings í landinu, fólksins sem
það á að vera að vinna fyrir,“ segir
Inga og segir að Flokkur fólksins
muni hafa mikil áhrif hvort sem
hann verður í stjórn eða stjórnar
andstöðu.
„Stjórnarsamstarf snýst um
málamiðlanir og auðvitað verða
allir að gefa eftir. Þetta er eins og
í hjónabandinu: maður getur ekki
fengið allt sitt fram. En við munum
aldrei gefa eftir þær kröfur að ráð
ist sé gegn fátæktinni í landinu og
stungið á spillingarkýlunum. En
hvað eru í rauninni margir tilbún
ir til þess?“
Inga telur það misskilning að
þingmenn í stjórnarandstöðu séu
áhrifalausir: „Ég ætla ekki bara
að sitja í stjórnarandstöðu til að
hafa hægt um mig. Ég mun leggja
fram þingmál eftir þingmál og ef
meirihlutinn bregst við því með
því að svæfa mál í nefndum eða
stinga þeim undir stól þá mun
ég halda öllu slíku til haga. Eftir
eitt kjörtímabil koma kosningar
að nýju og þá yrði vandlega rifjað
upp hvernig fólk tók á málunum á
nýloknu kjörtímabili.“
Búum í fjölmenningarsamfélagi
Inga vísar á bug ásökunum um að
hún sé að etja saman hælisleit
endum og öryrkjum, en gagnrýni
hennar á störf Útlendingastofn
unar hafa vakið hörð viðbrögð hjá
mörgum.
„Við búum í fjölmenningar
samfélagi þar sem 10,6 prósent
þjóðarinnar eru af erlendu bergi
brotin og þetta frábæra og dug
lega fólk hefur hjálpað okkur að
byggja upp samfélagið eins og
við þekkjum það í dag. Það sem
ég hef hins vegar gagnrýnt er
að hér eru hælisleitendur látnir
bíða í eitt, tvö eða jafnvel þrjú ár
áður en þeir fá svar við umsókn
um sínum og þá oftar en ekki er
þeim vísað úr landi. Þessi bið er
klár mannvonska að mínu mati.
Mér blöskrar það þegar fjölskyld
ur með ung börn sem eru búnar
að aðlagast samfélaginu og vinna
hér baki brotnu, jafnvel farnar
að tala íslensku, eru sendar úr
landi.“
Norðmenn hafa hina svo köll
uðu 48 stunda reglu og telur Inga
hana mun manneskjulegri en þá
óvissu sem ríkir hér í málaflokkn
um. Sú regla felur í raun í sér að
þeim sem eiga ekki rétt á hæli er
vísað tafarlaust úr landi. Þeir sem
fá hæli fá hins vegar úrlausn sinna
mála fljótt.
„Ég á eftir að spyrja þessa háu
herra sem eru að kalla mig öll
um illum nöfnum: Vilja þeir hafa
þetta einhvern veginn öðruvísi?
Vill Logi Einarsson, minn fyrrver
andi flokksbróðir, hafa þetta ein
hvern veginn öðruvísi? Þeir segja
að ég sé að etja saman hælisleit
endum og öryrkjum, það er ósatt,
það er einungis þannig sem þeir
kjósa að túlka það sem ég segi,
spurning hvaða stimpil þeir vilja
setja á sjálfa sig. Fólki væri nær að
snúa bökum saman um þær hug
sjónir að útrýma hér fátækt en að
reyna að ata okkur auri og snúa út
úr málflutningi mínum.“
Með harðan skráp en
þó viðkvæm undir niðri
Inga Sæland er annáluð baráttu
kona sem kann að svara fyrir sig.
Hún er í senn hörð og mjúk. Hún
er þekkt fyrir hjálpsemi og hefur
nýtt nýfengna lögfræðiþekkingu
sína til að aðstoða fólk sem á um
sárt að binda og á erfitt uppdráttar
gegn kerfinu. Hún má hvergi aumt
sjá og hefur líka eytt ómældri
fyrir höfn í að hjúkra lasburða
gæludýrum sem örlögin hafa rek
ið til hennar.
En þrátt fyrir baráttuandann
og hörkuna er stutt í viðkvæmn
ina og hún játar fyrir blaðamanni
að gagnrýnin sem hún hefur orðið
fyrir undanfarið hafi fengið nokk
uð á hana: „Það er þannig að ég
hef orðið fyrir því að missa marga
kæra ástvini af slysförum. Bróðir
minn drukknaði á Siglufirði árið
1988, ég missti mág minn í slysi
nokkru síðar og tengdason minn
árið 2010. Þetta er ansi mikil sorg
að bera og stundum þegar ég verð
fyrir mótlæti eða stend í deilum
þá blossar upp þessi sársauki í
mér og gerir mig meyra.“
Inga er tilfinningarík kona.
Það fer ekki framhjá blaðamanni
sem á með henni þessa viðtals
stund á skrifstofu Flokks fólksins
frá hádegi föstudaginn 4. ágúst.
Við sitjum saman í eitthvað á ann
an tíma. Nærvera hennar er allan
tímann afskaplega þægileg. Það
er stutt í brosið og gamansem
ina og þó að við höfum aldrei
hist áður, eingöngu talað saman í
síma, streyma hlýir og afslappað
ir straumar milli okkar. Við föðm
umst að lokum og óskum hvort
öðru góðrar helgar áður en við
kveðjumst, ég til að skrifa grein
ina á meðan Inga Sæland safnar
kröftum og býr sig undir næstu
átök í sínu pólitíska starfi. n
„ Kaup þeirra í
Högum voru hrein
og klár áhættufjárfesting
og hafa bréfin sem þeir
keyptu þegar fallið um
32 prósent á þremur
mánuðum.
Á vinnustaðnum Inga unir sér
vel á flokksskrifstofunni. Mynd Brynja