Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Síða 64
40 menning Helgarblað 11. ágúst 2017
Guðna, Húbert Nóa og Helga
Þorgils. Þá dúklagði vinnustof-
una fyrir þá og fékk myndir í
staðinn. Það voru afskaplega fín
skipti fyrir mig og kom sér eflaust
vel fyrir þá á sínum tíma. Ég á líka
eina mynd eftir Ragnar Kjartans-
son, litla sjálfsmynd, sem ég fékk
fyrir að vinna svolítið fyrir hann.
Hún er reyndar niðri í skúffu hjá
mér í augnablikinu, en ég held
mikið upp á hann,“ segir Bragi.
„Áður fyrr keypti ég mörg verk
beint af listamönnunum sjálfum.
Þetta voru oft menn sem voru
ódýrir á þeim tíma en eru komn-
ir í hátt verð í dag. Ég get nefnt
listamenn eins og Karl Kvaran,
Guðmundu Andrésdóttur og Jó-
hannes Jóhannesson. Ég kynntist
þeim persónulega, þessu yndis-
lega fólki. Ég kynntist líka Þor-
valdi Skúlasyni og Kristjáni Dav-
íðssyni – þótt ég hafi ekki keypt
mikið af þeim á sínum tíma. Það
verða oft miklu meiri tilfinninga-
tengsl ef maður kaupir beint af
listamönnunum.“
Þannig að þú ert í beinu sam-
bandi við listamennina frekar
en að mæta á uppboð og bjóða í
verk?
„Ég kaupi eina og eina mynd
á uppboðum en það hefur ver-
ið lítið undanfarin ár, fyrst og
fremst til að bæta inn einstaka
listamönnum sem mig vantar í
safnið.“
Kjarvalsverkið í uppáhaldi
Listaverkin fylla ekki bara veggi
í öllum herbergjum heimilis-
ins heldur eru bílskúrinn og
geymslan yfirfull, auk þess sem
börn Braga fá að hafa nokkur
verk á sínum heimilum og söfn
og sýningarrými fá verk reglulega
lánuð. „Ég hef minnkað kaup-
in mikið á undanförnum árum,
að hluta til vegna þess að kem
þeim ekki lengur fyrir – að finna
geymslupláss er það erfiðasta við
flesta söfnun. Draumurinn væri
að eiga eitthvert pláss fyrir þetta
en rekstrarkostnaðurinn er tals-
verður. Maður hættir samt ekk-
ert, það er ekki hægt.“
Þegar Bragi er spurður um
uppáhaldsverkin í safninu þarf
hann ekki að hugsa sig lengi
um og nefnir litla teikningu eft-
ir Jóhannes Kjarval. Verkið er
svarthvít teikning af andliti konu,
mynd sem lætur lítið fyrir sér
fara í stofunni en hefur eitthvert
undarlegt aðdráttarafl sem Bragi
segst aldrei þreytast á. „Þetta
er dálítið mögnuð mynd,“ seg-
ir Bragi upptendraður. „Kjarval
gerir þessa teikningu á Seyðis-
firði. Þetta er eina myndin úr
þessari períódu 1926 og 1927
sem Listasafnið á ekki – að ég
best veit.“
Í næstmestu uppáhaldi seg-
ir hann svo vera verk eftir Þórarin
B. Þorláksson sem hann geymir á
aðalveggnum í stofunni, fíngerða
mynd frá 1902 af hestum í Fljóts-
hlíð fyrir neðan Eyjafjallajökul.
„Sérðu þriðja hestinn þarna?“ spyr
Bragi og bendir á örlítinn punkt á
verkinu – og jú, vissulega, þarna er
hesturinn.
Bragi leggur áherslu á að það
hafi tekið tíma að verða sér úti um
þau fallegu og fjölbreyttu verk sem
nú prýða veggina, hann hafi gert
mörg mistök í söfnuninni, keypt
rangar myndir fyrir rangt verð og
svo framvegis.
„Réttu myndirnar hafa komið
á mjög löngum tíma. Það er nátt-
úrlega enginn vandi að kaupa ein-
hverjar Kjarvals- eða Ásgríms-
myndir, en þær verða að standast
tímans tönn. Góð söfnun snýst um
að kaupa eitthvað sem þú munt
aldrei geta fengið aftur, eitthvað
sem maður mun aldrei rekast aft-
ur á – það hefur söfnunargildi. Það
eru listamenn í dag sem mála haug
af myndum, svo það er enginn við-
burður að eignast mynd eftir þá.
Það er góð regla hjá safnara að
kaupa eitt „exemplar“ verk eft-
ir sem flesta listamenn, bara eina
virkilega góða mynd. Oft á ég eina
mynd eftir tiltekinn málara og hef
engan áhuga á að eignast neitt
meira, því ég hef ekki séð neitt
betra eftir viðkomandi. Það er hins
vegar alltaf hægt að bæta einhverju
við eftir þessa stóru – eftir því sem
efni og aðstæður leyfa,“ segir Bragi.
Hann segist sjaldnast bindast verk-
unum þannig tilfinningaböndum
að hann sé ekki til í að selja þau ef
hann sér fram á að fá betri mynd í
staðinn. „Ég hef verið svolítið í því
að selja upp í aðrar myndir. En ég
læt auðvitað ekki mjólkurkýrnar,
eins og maður myndi kalla það.“
Vill heldur kaupa eftir unga
listamenn
Nokkur verkanna í safninu hef-
ur Bragi keypt erlendis en það eru
þá alltaf verk sem hafa einhverja
tengingu við Ísland – listamenn
sem hafa dvalist hér á landi eða
málað íslenskt landslag. Bragi nefn-
ir til dæmis það málverk sem er lík-
lega það elsta í safninu, mynd eft-
ir danskan listamann sem málaði
Reykjavíkurhöfn árið 1834.
„Þetta er mynd sem er máluð
af Reykjavíkurhöfn. Þetta er skipið
sem danskur prins kom á, Queen
Mary, og hitt gæti verið rannsóknar-
skip sem fórst svo skömmu seinna.
Hún var í höfninni á sama degi og
þetta gæti verið eina myndin sem til
er af þessu skipi,“ segir Bragi.
„Nýlega keypti ég líka eina sam-
hverfumynd eftir Dieter Roth í
Þýskalandi. Hún kostaði mjög lítið
úti en það kostaði margfalt að flytja
hana heim. Ég kaupi bara eina og
eina mynd úti ef það eru virkilega
góð kaup. Því það bætist alltaf við
virðisauki og flutningskostnaður.
Þetta getur verið erfitt því stundum
er maður að bjóða á móti fólki sem
ég held að ætli sér ekkert að borga
virðisaukaskattinn. Viðskiptin fara
þá ekki fram á jafnréttisgrundvelli.“
Bragi segir að eftir því sem hann
eldist sækist hann æ meira eftir
að kaupa verk eftir unga íslenska
myndlistarmenn frekar en gömlu
meistarana. Hann segir að það sé
ekki jafn öruggt að þau haldi sér
í verði en Bragi segir hins vegar
skemmtilegt að vera í sambandi við
ungt og skapandi fólk.
„Undanfarið hef ég til dæmis
verið að kaupa verk eftir tvo unga
menn sem heita Helgi Þórsson og
Þorvaldur Jónsson. Það eru strák-
ar sem hafa verið að koma mjög
sterkt upp. Mér finnst þeir mjög
efnilegir.“ n
„Góð söfnun snýst
um að kaupa eitt-
hvað sem maður mun
aldrei rekast aftur á –
það hefur söfnunargildi.
Sýnir verk eftir Septem-hópinn
19. til 26. ágúst fer fram í Gallerí Fold sýning á verkum eftir meðlimi Sept-
em-hópsins úr safni Braga Guðlaugssonar.
Septem-hópurinn á rætur sínar að rekja til September-sýninganna
svokölluðu sem haldnar voru undir lok fimmta áratugarins. Þá voru það
tíu ungir og framúrstefnulegir abstraktlistamenn sem tóku sig saman og
héldu haustsýningu sem varð að árlegum viðburði næstu haust.
Árið 1974 tók hluti hópsins sig til og endurvakti haustsýningarnar og
hélt mörg næstu ár í Norræna húsinu og víðar. Þetta voru meðal annars
Guðmunda Andrésdóttir, Karl Kvaran, Steinþór Sigurðsson, Guðmund-
ur Benediktsson, Hafsteinn Austmann, Jóhannes Jóhannesson, Kristján
Davíðsson og Valtýr Pétursson.
Bragi á nokkurn fjölda verka eftir listamenn úr hópnum, sem hann
þekkti marga hverja persónulega og vann fyrir. Hann segist enn ekki hafa
ákveðið nákvæmlega hvaða verk verði sýnd á sýningunni en þar verði þó
eflaust margir gullmolar.
„Þetta skiptir ein-
hverjum hundruð-
um – þetta er ekki meira
en það, kannski svipað og
góður bóndi í Skagafirði á
af hrossum – eða 200–
300 verk
Einstakt safn Á fjórum áratugum hefur Bragi Guðlaugsson sankað að sér nokkur hundruð listaverkum og skapað einstakt einkasafn. Mynd Brynja
Uppi um alla veggi Allt frá gólfi og upp í loft þekja verkin veggi á heimili Braga. Mynd Brynja
í uppáhaldi Málverk eftir Þórarin B. Þorláksson sem hann gerði í Fljótshlíð árið 1902