Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Page 70

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Page 70
46 fólk Helgarblað 11. ágúst 2017 F yrirsætan París Jackson vill hafa jákvæð áhrif á það hvernig við hugsum um feg- urð. París, sem er dóttir tón- listargoðsagnarinnar Michaels Jackson, prýðir forsíðu tímaritsins i-D sem kemur út í haust en í við- talinu opnar hún sig um ósvífnar kröfur tískubransans. „Ég er hvorki symmetrísk né í stærð núll og ég borða mikið af hamborgurum og pítsu. Ég er með ör og húðslit, bólur og appelsínu- húð. Ég er manneskja, ekki dúkka. Það er fáránlegt að halda því fram að við þurfum öll að vera eins til að vera falleg. Hvað telst fallegt fer eft- ir smekk hvers og eins,“ segir París í viðtalinu og bætir við að hún óski þess að allir geti upplifað sig fal- lega sama hvernig þeir líta út. „Fegurð er ekki mæld í tölum, samhverfu, lögun, stærð eða lit. Sönn fegurð er mæld út frá sál, karakter, heiðarleika, ásetningi og hugarástandi. Því sem kemur út úr munninum á fólki og hvernig það hagar sér. Fegurð fer eftir hjartanu,“ segir París sem er 19 ára. Fyrr á ár- inu gerði hún milljónasamning við tískurisann Calvin Klein og land- aði sínu fyrsta kvikmyndahlutverki þar sem hún mun leika við hlið Charlize Theron, David Oyelowo og Amanda Seyfried. Þess fyrir utan vann hún með Chanel. Það má því með sanni segja að árið 2017 sé ár París Jackson. n „Ég er manneskja, ekki dúkka“ París Jackson vill nota áhrif sín innan tískubransans til góðs Vaxin úr grasi París var aðeins 11 ára þegar faðir hennar, poppkóngurinn Michael Jackson, lést. Forsíðuviðtal París er í stóru viðtali við tímaritið i-D en blaðið kemur út í haust. Fyrirsæta Árið hefur verið ansi viðburðaríkt hjá París sem hefur bæði landað módel verkefnum og kvik- myndahlutverki. Tvöföld Kylie S amfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner segir frægð- ina valda henni miklu álagi. Hún segist upplifa mikla pressu við að þurfa ávallt að setja inn færsl- ur og myndir af sér á Instagram og Snapchat til að halda aðdáendum sínum ánægðum. Kylie, sem er með eigin raunveruleikaþátt, Life of Kylie, segist í raun lifa tvöföldu lífi. „Ég er búin að nota samfé- lagsmiðlana svo lengi að mér finnst auðveldara að nota þá heldur en vera ég sjálf á meðal almennings. Ég þarf á þessum miðlum að halda til að viðhalda ímyndinni.“ F réttir af skilnaði Hollywood-stjarnanna Chris Pratt og Anna Far- is kom eins og þruma úr heiðskíru lofti á dögunum. Þau höfðu verið gift í átta ár sem þyk- ir vel af sér vikið þegar kemur að stjörnupörum í Hollywood. Á sunnudaginn sendu hjóna- kornin frá sér sameiginlega yfir- lýsingu þar sem þau tilkynntu skilnaðinn og lýstu yfir von- brigðum sínum með stöðuna. „Við höfum reynt lengi en án árangurs. Við elskum hvort ann- að ennþá og munum ávallt bera virðingu fyrir hvort öðru,“ stóð í yfirlýsingunni. Fyrir aðeins átta mánuðum sást leikkonan bera stóran demantshring á fingri. Aðspurð sagði hún eiginmann- inn hafa komið henni á óvart með uppfærslu á giftingarhring. Anna, sem er fertug, og Pratt, sem er 38 ára, kynntust við tökur á myndinni Take Me Home Ton- ight árið 2007. Þau eiga eitt barn saman, hinn fimm ára Jack. n Skilnaður skekur Hollywood Anna Faris og Chris Pratt reyndu lengi að bjarga hjónabandinu Skilin Pratt keypti nýjan giftingahring handa Önnu fyrir nokkrum mánuðum en allt kom fyrir ekki. Næsti ríkisstjóri New York? S á orðrómur fer nú fjöll- um hærra að leikkonan Cynthia Nixon ætli að snúa sér að stjórnmálum og bjóða sig fram til ríkisstjóra New York fylk- is. Nixon, sem er líklega þekkt- ust fyr- ir hlut- verk sitt í þáttun- um Sex and the City, sagði hvorki af né á um sögusagnirnar þegar hún mætti í útvarpsviðtal til að kynna nýj- ustu myndina sína, The Only Living Boy in New York. Leik- konan hefur lengi látið sig stjórnmál varða og sagði í við- talinu að ef hún myndi ein- hvern tíma snúa sér að pólitík myndi hún láta sig menntamál- in sérstaklega varða. Swift í málaferlum P oppprinsessan Taylor Swift stendur nú í málaferlum. Fyrir tveim- ur árum kærði útvarps- maðurinn David Mueller söng- konuna en hann heldur því fram að hann hafi misst starf sitt eftir að öryggisverðir Swift sökuðu hann um kynferðislegt áreiti gagnvart henni eftir að hún mætti í viðtal til hans í út- varpið. Mánuði seinna kærði söngkonan Mueller til baka fyr- ir áreitið og nýlega krafðist hún þess að fá kviðdóm til að útkljá málið. Á meðal vitna sem lög- fræðingur söngkonunnar ætlar að kalla í vitnastúku eru bæði móðir Swift og ljósmyndari hennar. Í yfirlýsingu frá Swift segir að hún ætli sér að taka slaginn fyrir allar konur sem brotið hafi verið á og að allur peningur sem hún kunni að fá muni renna til góðgerðasam- taka á borð við kvennaathvarf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.