Morgunblaðið - 25.02.2017, Page 10

Morgunblaðið - 25.02.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur? 150g50% meira m ag n! Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Lyfjaauglýsing Framboð í trúnaðarstöður FRV Samkvæmt 34. gr. laga Félags Rafeindavirkja skal fara fram kosning til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Framboðsfrestur skal vera minnst 14 sólarhringar og skal tillögum skilað til kjörstjórnar innan þess tíma. Með hliðsjón af framansögðu hefur framboðsfrestur verið ákveðinn til kl. 12 á hádegi 14.03.2017 Reykjavík 25. febrúar 2017 Stjórn Félags Rafeindavirkja Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skipst var á skipsbjöllum um borð í varðskipinu Óðni við Sjóminjasafnið í Reykjavík í gærmorgun. Sjóminja- safnið í Reykjavík og Hollvinasam- tök Óðins lánuðu Sjóminjasafninu í Hull eina af skipsbjöllum Óðins og þáðu að láni skipsbjöllu úr togaran- um Arctic Corsair. Togarinn er til sýnis í Sjóminjasafninu í Hull (Hull Maritime Museum). Breskir togara- sjómenn og fulltrúar Sjóminjasafn- sins í Hull voru viðstaddir athöfnina ásamt fulltrúum Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Hollvinasamtaka Óðins og varðskipsmanna. Robin Diaper, safnstjóri Sjóminjasafnsins í Hull, sagði að sjó- minjasöfnin í Reykjavík og Hull ættu hafið sameiginlegt. Það hefði verið gjöfult en einnig tekið mörg mannslíf og þannig sameinað þjóðirnar í bar- áttunni við þennan andstæðing. Sjóminjasafnið í Hull vinnur að uppsetningu sýningar sem ber heitið Sameiginlegur andstæðingur og er þar vísað til hafsins. Heimsókn hóps- ins frá Hull er liður í undirbúningi sýningarinnar. Skipsbjallan úr Óðni verður til sýnis í Hull. Diaper sagði að skiptin á skipsbjöllunum væru táknræn fyrir sameiginlega arfleifð þjóðanna tveggja. Togarinn og varð- skipið deildu sameiginlegri sögu. Reiknað er með að um 150.000 manns muni sækja sýninguna. Bresku sjómennirnir munu hitta íslenska varðskipsmenn og hér verða tekin upp viðtöl við varðskipsmenn um borð í Óðni fyrir sýninguna. Hana á að opna í júlí og lýkur henni í september. Victor Wheeldon, fyrrverandi togaraskipstjóri, og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvina- samtaka Óðins, skiptust síðan á skipsbjöllunum. Wheeldon sagði að það væru forréttindi að fá að afhenda skipsbjöllu Arctic Corsair sem verð- ur til sýnis í Óðni. „Skipin tóku bæði þátt í þorska- stríðinu og eiga sameiginlega sögu,“ sagði Wheeldon. Guðmundur sagði bjölluskiptin vera táknræn fyrir vin- áttuna sem myndast hefði á milli hópa sem hefðu verndað þessi gömlu skip sem komu við sögu útfærslu landhelginnar. Hann sagði að þetta væri því söguleg stund. Guðmundur sagði að væntanlega gætu Íslending- ar endurgoldið heimsókn Bretanna síðla næsta sumar og skoðað sýn- inguna í Hull. Taugin milli Hull og Íslands Um hádegið í gær var haldið mál- þing í Sjóminjasafninu í tilefni af samstarfi safnsins og systursafns þess í Hull, menningarborg Eng- lands árið 2017. Yfirskrift þess var „Óslitin taug – tengsl Hull og Íslands í gegnum tíðina“. Þar fluttu þrír sagnfræðingar erindi. Guðmundur J. Guðmundsson fjallaði um íslenska innflytjendur í Englandi á 15. öld. Meira en 150 Ís- lendingar fluttu búferlum til Eng- lands á 15. og í byrjun 16. aldar. Hann beindi kastljósinu einkum að Íslendingum sem settust að í Hull og nágrenni. Flosi Þorgeirsson fjallaði um sam- skipti Landhelgisgæslunnar og breska flotans í þorskastríðunum. Einnig sagði hann frá þeim tímum þegar danski flotinn sá um land- helgisgæslu. Jo Byrne fjallaði um togveiðar sjó- manna frá Hull á fjarlægum fiski- miðum eftir að þorskastríðunum lauk. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjómenn Guðmundur Hallvarðsson (t.v.) og Victor Wheeldon skiptust á skipsbjöllunum sem verða til sýnis á sjó- minjasöfnum. Bjallan af Óðni var lánuð tímabundið til Hull og bjallan af Arctic Corsair lánuð til Reykjavíkur. Skiptust á skipsbjöll- um Óðins og togara  Hafið hefur oft reynst vera sameiginlegur andstæðingur Guðrún Hálfdánardóttir, blaða- maður mbl.is, er tilnefnd til Blaða- mannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir umfjöllun um Sýrland, vaxandi þjóðernishyggju vegna flóttamanna þaðan og lítinn áhuga ráðamanna í Evrópu fyrir að taka á móti þeim. Einnig eru tilnefnd Sig- rún Ósk Kristjánsdóttir, hjá Stöð 2, fyrir þáttaröðina Leitin að upprun- anum og Svavar Hávarðsson, á Fréttablaðinu, fyrir fréttaröð um Mývatn. Fyrir viðtal ársins eru tilnefnd Auður Ösp Guðmundsdóttir, DV, Helgi Seljan, Kastljósi RÚV, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Stundinni. Fyrir rannsóknarblaða- mennsku ársins eru tilnefndir Hörð- ur Ægisson, DV, Tryggvi Aðal- björnsson, RÚV, og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum. Tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins er Jó- hanna Vigdís Hjaltadóttir, RÚV. Verðlaunin verða veitt laugardag- inn 4. mars. Tilnefnd fyrir um- fjöllun um Sýrland  Blaðamannaverðlaunin veitt 4. mars Konan sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut, austan við Brunnhóla, síðastliðinn þriðjudag hét Linda Dröfn Pétursdóttir. Hún var 54 ára gömul, fædd árið 1962. Linda var búsett á Akranesi. Hún lætur eftir sig eiginmann, þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn. Lést í slysinu á Reyjanesbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.